Enski boltinn

Maðurinn með völdin hjá Gylfa og fé­lögum fær nýjan samning

Anton Ingi Leifsson skrifar
Gylfi Sigurðsson í baráttunni gegn Brighton fyrr í mánuðinum.
Gylfi Sigurðsson í baráttunni gegn Brighton fyrr í mánuðinum. Glyn Kirk/Getty

Everton hefur framlengt samning sinn við yfirmann knattspyrnumála hjá félaginu, Marcel Brands, um þrjú ár.

Síðan 2018 hefur Marcel Brands verið með völdin á Goodison Park og hann hefur gert það svo gott að nú hefur samningurinn verið framlengdur.

Everton staðfestir þetta á heimasíðu sinni en eftir hálft ár í starfi var hann tilnefndur í stjórn félagsins sem hann hefur einnig setið í síðan.

Hinn 59 ára Brands hefur einnig verið yfirmaður knattspyrnumála hjá RKC Waalwijk, AZ Alkmaar og PSV Eindhoven.

Eitt af verkefnum Brands verður að framlengja eða ekki samning Gylfa Sigurðssonar en samningur Gylfa rennur út sumarið 2022.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.