Bikarþynnka í Chelsea

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hart barst í kvöld en Timo Werner náði ekki að skora.
Hart barst í kvöld en Timo Werner náði ekki að skora. Darren Walsh/Getty

Chelsea og Brighton gerðu markalaust jafntefli er liðin mættust á Stamford Bridge en leikurinn var liður í 32. umferð deildarinnar.

Chelesa komst í úrslitaleik enska bikarsins með sigri á Manchester City um helgina en liðinu tókst ekki að skora í kvöld.

Leiknum seinkaði um stundarfjórðung eftir að stuðningsmenn Chelsea hleyptu rútu liðsins ekki að vellinum. Liður í mótmælunum í kringum Ofurdeildina.

Chelsea var mun meira með boltann í leiknum og átti fimm skot að marki Brighton en gestirnir áttu tvö. Lokaniðurstaðan markalaust jafntefli.

Chelsea er í fjórða sætinu með 55 stig, jafn mörg stig og West Ham í fimmta sætin og stigi á eftir Leicester í því þriðja.

Brighton er í sextánda sætinu, sjö stigum frá fallsæti en þetta var þrettánda jafntefli liðsins í vetur.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira