Erlent

Leggjast gegn bólusetningarvottorði til ferðalaga

Kjartan Kjartansson skrifar
Lítið hefur verið um að vera á flugvöllum heims eftir að kórónuveirufaraldurinn hófst í fyrra. Verulegar hömlur eru á ferðlögum til og frá mörgum ríkjum heims.
Lítið hefur verið um að vera á flugvöllum heims eftir að kórónuveirufaraldurinn hófst í fyrra. Verulegar hömlur eru á ferðlögum til og frá mörgum ríkjum heims. Vísir/EPA

Sérfræðinganefnd Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) leggst gegn því að ríki gerir sönnun fyrir því að fólk hafi verið bólusett gegn kórónuveirunni að forsendu fyrir því að það fái að ferðast á milli landa. Slíkt fyrirkomulag er talið auka á ójöfnuð og skapa nýjan ójöfnuð í ferðafrelsi í fólks.

Fólksflutningar á milli landa hafa verið í lágmarki frá því að kórónuveirufaraldurinn blossaði upp í byrjun síðasta árs. Nú þegar byrjað er að bólusetja gegn veirunni íhuga ríki hvernig hægt er að slaka á takmörkunum á landamærum. Á meðal hugmynda í þeim efnum er að krefjast bólusetningarvottorðs ætli fólk sér að leggja land undir fót.

Óháð sérfræðinganefnd WHO mælir gegn því að ríki fari þá leið. Vísar hún meðal annars til þess að ekki liggi fyrir hvort að bólusetningar dragi úr líkum á því að fólki geti borið smit með sér. Þá sé aðgengi að bóluefnum veruleg misskipt í heiminum, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar.

Íslensk stjórnvöld hafa tekið bólusetningarvottorð vegna Covid-19 gild á landamærunum til undanþágu frá sóttvarnaaðgerðum.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.