Skarphéðinn stýrir starfshópi um uppbyggingu á gosstöðvum Atli Ísleifsson skrifar 19. apríl 2021 13:39 Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri mun stýra vinnu starfshópsins. Vísir/Birgir Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri mun stýra starfshópi sem verður falið að koma með tillögur um uppbyggingu eldgosasvæðisins í Geldingadölum til skemmri og lengri tíma. Á vef ráðuneytis ferðamála segir að í hópnum munu eiga sæti fulltrúar landeigendafélaganna tveggja á svæðinu, Grindavíkurbæjar, Umhverfisstofnunar, Veðurstofunnar, almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra og lögreglunnar á Suðurnesjum auk ferðamálastjóra. Haft er eftir Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur ferðamálaráðherra að á meðan gosið standi verði áframhaldandi aðsókn að svæðinu en eftir að því ljúki megi gera ráð fyrir að það verði vinsæll áfangastaður ferðamanna til frambúðar og að þetta svæði verði fjölsóttur ferðamannastaður. „Öll þessi uppbygging þarf að þola álag ferðamanna allan ársins hring og þarf að skoða hvernig tryggja megi öryggi ferðamanna og upplýsingamiðlun til þeirra auk þess sem huga þarf að aðgangsstýringu,“ segir Þórdís Kolbrún. Hópnum er ætlað að skila frumtillögum sínum til starfshóps til verndar innviðum vegna eldsumbrota á Reykjanesi, sem stýrt er af ráðuneytisstjóra forsætisráðuneytisins, eigi siðar en 30. apríl nk. Lokatillögur hópsins skulu liggja fyrir eigi síðar en 31. ágúst nk. „Nú þegar hefur verið gripið til bráðaaðgerða á svæðinu af hálfu Grindavíkurbæjar auk þess sem veitt hefur verið fé af fjárheimild Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða til uppbyggingar á svæðinu. Mikilvægt er hins vegar að hugað verði að fyrirkomulagi á svæðinu til langs tíma en jafnframt að gripið verði til nauðsynlegra bráðaaðgerða og skýrari mynd fengin á aðkomu ólíkra aðila til frambúðar. Svæðið sem um ræðir er allt í eigu einkaaðila og réttur og hagsmunir þeirra miklir en á sama hátt eru hagsmunir samfélagsins miklir, bæði hvað varðar aðgang heimamanna að svæðinu og uppbyggingu ferðaþjónustu,“ segir í tilkynningunni. Ferðamennska á Íslandi Grindavík Eldgos í Fagradalsfjalli Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Mánaðargamalt gos sem hegðar sér á óvenjulegan hátt Mánuður er í dag liðinn frá því að eldgosið í Fagradalsfjalli hófst. Gosið virðist haga sér á óvenjulegan máta þar sem hraunrennsli síðustu tíu daga hefur verið meira en fyrstu tíu daga gossins. Flest gos hegða sér á hinn veginn, að það dregur úr með tíma. 19. apríl 2021 12:20 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Fleiri fréttir „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Sjá meira
Á vef ráðuneytis ferðamála segir að í hópnum munu eiga sæti fulltrúar landeigendafélaganna tveggja á svæðinu, Grindavíkurbæjar, Umhverfisstofnunar, Veðurstofunnar, almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra og lögreglunnar á Suðurnesjum auk ferðamálastjóra. Haft er eftir Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur ferðamálaráðherra að á meðan gosið standi verði áframhaldandi aðsókn að svæðinu en eftir að því ljúki megi gera ráð fyrir að það verði vinsæll áfangastaður ferðamanna til frambúðar og að þetta svæði verði fjölsóttur ferðamannastaður. „Öll þessi uppbygging þarf að þola álag ferðamanna allan ársins hring og þarf að skoða hvernig tryggja megi öryggi ferðamanna og upplýsingamiðlun til þeirra auk þess sem huga þarf að aðgangsstýringu,“ segir Þórdís Kolbrún. Hópnum er ætlað að skila frumtillögum sínum til starfshóps til verndar innviðum vegna eldsumbrota á Reykjanesi, sem stýrt er af ráðuneytisstjóra forsætisráðuneytisins, eigi siðar en 30. apríl nk. Lokatillögur hópsins skulu liggja fyrir eigi síðar en 31. ágúst nk. „Nú þegar hefur verið gripið til bráðaaðgerða á svæðinu af hálfu Grindavíkurbæjar auk þess sem veitt hefur verið fé af fjárheimild Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða til uppbyggingar á svæðinu. Mikilvægt er hins vegar að hugað verði að fyrirkomulagi á svæðinu til langs tíma en jafnframt að gripið verði til nauðsynlegra bráðaaðgerða og skýrari mynd fengin á aðkomu ólíkra aðila til frambúðar. Svæðið sem um ræðir er allt í eigu einkaaðila og réttur og hagsmunir þeirra miklir en á sama hátt eru hagsmunir samfélagsins miklir, bæði hvað varðar aðgang heimamanna að svæðinu og uppbyggingu ferðaþjónustu,“ segir í tilkynningunni.
Ferðamennska á Íslandi Grindavík Eldgos í Fagradalsfjalli Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Mánaðargamalt gos sem hegðar sér á óvenjulegan hátt Mánuður er í dag liðinn frá því að eldgosið í Fagradalsfjalli hófst. Gosið virðist haga sér á óvenjulegan máta þar sem hraunrennsli síðustu tíu daga hefur verið meira en fyrstu tíu daga gossins. Flest gos hegða sér á hinn veginn, að það dregur úr með tíma. 19. apríl 2021 12:20 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Fleiri fréttir „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Sjá meira
Mánaðargamalt gos sem hegðar sér á óvenjulegan hátt Mánuður er í dag liðinn frá því að eldgosið í Fagradalsfjalli hófst. Gosið virðist haga sér á óvenjulegan máta þar sem hraunrennsli síðustu tíu daga hefur verið meira en fyrstu tíu daga gossins. Flest gos hegða sér á hinn veginn, að það dregur úr með tíma. 19. apríl 2021 12:20