Fótbolti

UEFA ætlar að banna leikmönnum í ofurdeildinni að spila með landsliðum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Aleksander Ceferin, forseti UEFA.
Aleksander Ceferin, forseti UEFA. vísir/getty

Aleksandar Ceferin, forseti UEFA, ræddi um ofurdeild Evrópu á blaðamannafundi í dag. Þar sagði hann að leikmönnum sem myndu spila í deildinni yrði meina að taka þátt á HM og EM.

Ceferin sagði UEFA og fótboltaheimurinn stæðu sameinuð gegn ofurdeildinni og hugmyndin um hana væri aðeins drifin áfram af grægði fárra félaga. Hann kallaði svo ofurdeildina dellu.

Ceferin sagði jafnframt að leikmenn sem tækju þátt í ofurdeildinni fengju ekki að spila á HM og EM.

„Leikmennirnir sem spila í þessari lokuðu deild verða bannaðir frá HM og EM. Þeir fá ekki að spila fyrir landslið sín,“ sagði Ceferin ákveðinn.

Evrópumótið hefst 11. júní og lýkur 11. júlí. Heimsmeistaramótið fer næst fram í Katar seint á næsta ári.


Tengdar fréttir

Frétta­skýring: Ofur­deild Evrópu

Ofurdeild þetta, ofurdeild hitt. Heitasta umræðuefni dagsins er eðlilega títtnefnd ofurdeild Evrópu í knattspyrnu. Hér að neðan verður kafað ofan í hvað felst í hugmyndinni, hvernig henni verður háttað og almennt allt sem henni viðkemur.

Liðin á bak­við ofur­deildina skuldug upp fyrir haus

Í gærkvöld birtu tólf knattspyrnufélög drög að stofnun svokallaðrar ofurdeildar Evrópu. Þótt ástæðan sé sögð vera jákvæð fyrir framþróun fótboltans í heild sinni er ljóst að liðin munu hagnast gríðarlega.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.