Í „hálfgerðri spennutreyju“ vegna styttingar vinnuvikunnar Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. apríl 2021 21:00 Framkvæmdastjóri Sóltúns öldrunarþjónustu segir að sjaldan hafi verið uppi alvarlegri staða á hjúkrunarheimilum landsins og nú. Launahækkanir frá því í fyrra og launakostnaður vegna styttingar vinnuvikunnar, sem kemur til framkvæmda 1. maí, gætu keyrt hjúkrunarheimili hratt í þrot. Engin svör fáist frá stjórnvöldum um hvernig standa eigi straum af þessum kostnaði. Tíminn sé þegar útrunninn. Sum hjúkrunarheimili hafi þegar þurft að grípa til uppsagna og önnur þurfi mögulega að gera það. „Ég sé ekki alveg hvernig við eigum að gera þetta, við erum í hálfgerðri spennutreyju með þetta því ef það er undirmannað kemur það niður á heilsu starfsfólks og auknum veikindastundum til dæmis og getur líka stefnt öryggi íbúa í hættu, þannig að við erum kolfallin á tíma með þetta,“ segir Halla Thoroddsen, framkvæmdastjóri Sóltúns öldrunarþjónustu. „Það er mjög áríðandi að þessar leiðréttingar gerist hratt. Við erum kolfallin á tíma, þetta er að fara að dembast yfir okkur frá og með 1. maí, þessi nýju vaktaplön og skipulag og stytting vinnuvikunnar hjá okkar fólki og við erum bara runnin út á tíma með þetta.“ Hvenær þurfið þið í síðasta lagi að fá þetta á hreint? „Í gær. Eða í janúar, þið vitið. Við þurfum að gefa út vaktaplön nokkrar vikur fyrir tímann. Þannig að við erum föst núna í maí, júní, júlí með þessi vaktaplön þannig að við getum lent í miklu tjóni.“ Eldri borgarar Vinnumarkaður Stytting vinnuvikunnar Kjaramál Hjúkrunarheimili Tengdar fréttir Nær fjörutíu starfsmönnum sagt upp á Hrafnistu Á fjórða tug starfsmanna hjá hjúkrunarheimilinu Hrafnistu hefur verið sagt upp störfum. Bæði er um að ræða stjórnendur, hjúkrunarfræðinga, ræstitækna og aðra starfsmenn. Tuttugu þessara starfsmanna störfuðu hjá Hrafnistu á Sléttuvegi en hinir hjá öðrum heimilum Hrafnistu. Mbl.is greinir frá. 11. apríl 2021 20:04 Kerfisbreyting – betri vinnutími Í kjarasamningum vorið 2020 var samið um styttingu vinnuvikunnar án launaskerðingar. Í raun var samið um umfangsmikla kerfisbreytingu á vinnutíma sem ekki hefur verið hróflað við í nær hálfa öld. 25. mars 2021 14:59 „Verum óhrædd og þorin og prófum okkur áfram“ „Mitt ráð til þeirra sem eru að stíga þau skref að stytta vinnuvikuna er að horfa á verkefnið sem umbótatækifæri og nota þau verkfæri sem hönnunarhugsun færir okkur,“ segir Sara Lind Guðbergsdóttir sérfræðingur hjá Ríkiskaupum og þýðandi bókarinnar „Styttri“ eftir dr. Alex S. Pang framtíðarfræðings í Kísildal í Bandaríkjunum. 16. apríl 2021 07:02 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Fleiri fréttir Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Sjá meira
Launahækkanir frá því í fyrra og launakostnaður vegna styttingar vinnuvikunnar, sem kemur til framkvæmda 1. maí, gætu keyrt hjúkrunarheimili hratt í þrot. Engin svör fáist frá stjórnvöldum um hvernig standa eigi straum af þessum kostnaði. Tíminn sé þegar útrunninn. Sum hjúkrunarheimili hafi þegar þurft að grípa til uppsagna og önnur þurfi mögulega að gera það. „Ég sé ekki alveg hvernig við eigum að gera þetta, við erum í hálfgerðri spennutreyju með þetta því ef það er undirmannað kemur það niður á heilsu starfsfólks og auknum veikindastundum til dæmis og getur líka stefnt öryggi íbúa í hættu, þannig að við erum kolfallin á tíma með þetta,“ segir Halla Thoroddsen, framkvæmdastjóri Sóltúns öldrunarþjónustu. „Það er mjög áríðandi að þessar leiðréttingar gerist hratt. Við erum kolfallin á tíma, þetta er að fara að dembast yfir okkur frá og með 1. maí, þessi nýju vaktaplön og skipulag og stytting vinnuvikunnar hjá okkar fólki og við erum bara runnin út á tíma með þetta.“ Hvenær þurfið þið í síðasta lagi að fá þetta á hreint? „Í gær. Eða í janúar, þið vitið. Við þurfum að gefa út vaktaplön nokkrar vikur fyrir tímann. Þannig að við erum föst núna í maí, júní, júlí með þessi vaktaplön þannig að við getum lent í miklu tjóni.“
Eldri borgarar Vinnumarkaður Stytting vinnuvikunnar Kjaramál Hjúkrunarheimili Tengdar fréttir Nær fjörutíu starfsmönnum sagt upp á Hrafnistu Á fjórða tug starfsmanna hjá hjúkrunarheimilinu Hrafnistu hefur verið sagt upp störfum. Bæði er um að ræða stjórnendur, hjúkrunarfræðinga, ræstitækna og aðra starfsmenn. Tuttugu þessara starfsmanna störfuðu hjá Hrafnistu á Sléttuvegi en hinir hjá öðrum heimilum Hrafnistu. Mbl.is greinir frá. 11. apríl 2021 20:04 Kerfisbreyting – betri vinnutími Í kjarasamningum vorið 2020 var samið um styttingu vinnuvikunnar án launaskerðingar. Í raun var samið um umfangsmikla kerfisbreytingu á vinnutíma sem ekki hefur verið hróflað við í nær hálfa öld. 25. mars 2021 14:59 „Verum óhrædd og þorin og prófum okkur áfram“ „Mitt ráð til þeirra sem eru að stíga þau skref að stytta vinnuvikuna er að horfa á verkefnið sem umbótatækifæri og nota þau verkfæri sem hönnunarhugsun færir okkur,“ segir Sara Lind Guðbergsdóttir sérfræðingur hjá Ríkiskaupum og þýðandi bókarinnar „Styttri“ eftir dr. Alex S. Pang framtíðarfræðings í Kísildal í Bandaríkjunum. 16. apríl 2021 07:02 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Fleiri fréttir Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Sjá meira
Nær fjörutíu starfsmönnum sagt upp á Hrafnistu Á fjórða tug starfsmanna hjá hjúkrunarheimilinu Hrafnistu hefur verið sagt upp störfum. Bæði er um að ræða stjórnendur, hjúkrunarfræðinga, ræstitækna og aðra starfsmenn. Tuttugu þessara starfsmanna störfuðu hjá Hrafnistu á Sléttuvegi en hinir hjá öðrum heimilum Hrafnistu. Mbl.is greinir frá. 11. apríl 2021 20:04
Kerfisbreyting – betri vinnutími Í kjarasamningum vorið 2020 var samið um styttingu vinnuvikunnar án launaskerðingar. Í raun var samið um umfangsmikla kerfisbreytingu á vinnutíma sem ekki hefur verið hróflað við í nær hálfa öld. 25. mars 2021 14:59
„Verum óhrædd og þorin og prófum okkur áfram“ „Mitt ráð til þeirra sem eru að stíga þau skref að stytta vinnuvikuna er að horfa á verkefnið sem umbótatækifæri og nota þau verkfæri sem hönnunarhugsun færir okkur,“ segir Sara Lind Guðbergsdóttir sérfræðingur hjá Ríkiskaupum og þýðandi bókarinnar „Styttri“ eftir dr. Alex S. Pang framtíðarfræðings í Kísildal í Bandaríkjunum. 16. apríl 2021 07:02