Erlent

Merkel skorar á sambandsþingið að taka í neyðarhemilinn í Covid-aðgerðum

Heimir Már Pétursson skrifar
Kanslarinn segir veiruna hvorki fyrirgefa hálfkák né hik í aðgerðum.
Kanslarinn segir veiruna hvorki fyrirgefa hálfkák né hik í aðgerðum. Getty/Henning Schacht

Angela Merkel Þýskalandskanslari hvatti þýska sambandsþingið í dag til að samþykkja frumvarp sem heimilar landstjórninni að grípa til hertra sóttvarnaaðgerða í öllum sextán sambandsríkjum Þýskalands. Hún segir löngu tímabært að stíga fast á neyðarhemilinn í landinu öllu.

Sambandsríkin sextán í Þýskalandi hafa sjálfdæmi í heilbrigðismálum og því hefur alríkisstjórninni í Berlín gengið erfiðlega að samræma sóttvarnaaðgerðir um allt land. Sambandsríkin hafa gripið til mjög mismunandi aðgerða frá því faraldurinn kom upp fyrir ári. Það hefur því gengið erfiðlega að kveða Covid-19 faraldurinn niður í landinu.

Merkel ávarpaði neðri deild þýska sambandsþingsinis í dag og sagði nauðsynlegt að stíga fast og ákveðið á neyðarhemilinn um allt Þýskaland.

„Það er áríðandi að taka í neyðarhemilinn á landsvísu. Neyðarstöðvun er löngu tímabær. Ég verð að segja í dag að ástandið er alvarlegt, mjög alvarlegt. Og við verðum öll að taka þessu alvarlega,“ sagði Merkel.

Tæplega tuttugu og sex þúsund manns greindust með Covid-19 veiruna í Þýskalandi í gær og tvö hundruð fjörtíu og sjö létust af veikinidum vegna hennar.

„Gjörgæslulæknar hafa kallað á hjálp, hver á eftir öðrum. Hver erum við ef við hunsum þessi neyðarköll,“ spurði Merkel.

Kanslarinn segir veiruna hvorki fyrirgefa hálfkák né hik í aðgerðum sem aðeins dragi faraldurinn á langinn.

„Allar ráðstafanir hafa það eitt að markmiði að leiða landið okkar út úr þessu hræðilega þróunarferli sífelldrar fjölgunar smitaðra, fullra gjörgæsludeilda, sífellt fleiri dauðsfalla vegna kórónuveirunnar. Öllum til hagsbóta.,“ sagði Angela Merkel.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.