Merkel skorar á sambandsþingið að taka í neyðarhemilinn í Covid-aðgerðum Heimir Már Pétursson skrifar 16. apríl 2021 21:03 Kanslarinn segir veiruna hvorki fyrirgefa hálfkák né hik í aðgerðum. Getty/Henning Schacht Angela Merkel Þýskalandskanslari hvatti þýska sambandsþingið í dag til að samþykkja frumvarp sem heimilar landstjórninni að grípa til hertra sóttvarnaaðgerða í öllum sextán sambandsríkjum Þýskalands. Hún segir löngu tímabært að stíga fast á neyðarhemilinn í landinu öllu. Sambandsríkin sextán í Þýskalandi hafa sjálfdæmi í heilbrigðismálum og því hefur alríkisstjórninni í Berlín gengið erfiðlega að samræma sóttvarnaaðgerðir um allt land. Sambandsríkin hafa gripið til mjög mismunandi aðgerða frá því faraldurinn kom upp fyrir ári. Það hefur því gengið erfiðlega að kveða Covid-19 faraldurinn niður í landinu. Merkel ávarpaði neðri deild þýska sambandsþingsinis í dag og sagði nauðsynlegt að stíga fast og ákveðið á neyðarhemilinn um allt Þýskaland. „Það er áríðandi að taka í neyðarhemilinn á landsvísu. Neyðarstöðvun er löngu tímabær. Ég verð að segja í dag að ástandið er alvarlegt, mjög alvarlegt. Og við verðum öll að taka þessu alvarlega,“ sagði Merkel. Tæplega tuttugu og sex þúsund manns greindust með Covid-19 veiruna í Þýskalandi í gær og tvö hundruð fjörtíu og sjö létust af veikinidum vegna hennar. „Gjörgæslulæknar hafa kallað á hjálp, hver á eftir öðrum. Hver erum við ef við hunsum þessi neyðarköll,“ spurði Merkel. Kanslarinn segir veiruna hvorki fyrirgefa hálfkák né hik í aðgerðum sem aðeins dragi faraldurinn á langinn. „Allar ráðstafanir hafa það eitt að markmiði að leiða landið okkar út úr þessu hræðilega þróunarferli sífelldrar fjölgunar smitaðra, fullra gjörgæsludeilda, sífellt fleiri dauðsfalla vegna kórónuveirunnar. Öllum til hagsbóta.,“ sagði Angela Merkel. Þýskaland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Fleiri fréttir Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Sjá meira
Sambandsríkin sextán í Þýskalandi hafa sjálfdæmi í heilbrigðismálum og því hefur alríkisstjórninni í Berlín gengið erfiðlega að samræma sóttvarnaaðgerðir um allt land. Sambandsríkin hafa gripið til mjög mismunandi aðgerða frá því faraldurinn kom upp fyrir ári. Það hefur því gengið erfiðlega að kveða Covid-19 faraldurinn niður í landinu. Merkel ávarpaði neðri deild þýska sambandsþingsinis í dag og sagði nauðsynlegt að stíga fast og ákveðið á neyðarhemilinn um allt Þýskaland. „Það er áríðandi að taka í neyðarhemilinn á landsvísu. Neyðarstöðvun er löngu tímabær. Ég verð að segja í dag að ástandið er alvarlegt, mjög alvarlegt. Og við verðum öll að taka þessu alvarlega,“ sagði Merkel. Tæplega tuttugu og sex þúsund manns greindust með Covid-19 veiruna í Þýskalandi í gær og tvö hundruð fjörtíu og sjö létust af veikinidum vegna hennar. „Gjörgæslulæknar hafa kallað á hjálp, hver á eftir öðrum. Hver erum við ef við hunsum þessi neyðarköll,“ spurði Merkel. Kanslarinn segir veiruna hvorki fyrirgefa hálfkák né hik í aðgerðum sem aðeins dragi faraldurinn á langinn. „Allar ráðstafanir hafa það eitt að markmiði að leiða landið okkar út úr þessu hræðilega þróunarferli sífelldrar fjölgunar smitaðra, fullra gjörgæsludeilda, sífellt fleiri dauðsfalla vegna kórónuveirunnar. Öllum til hagsbóta.,“ sagði Angela Merkel.
Þýskaland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Fleiri fréttir Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Sjá meira