Reynslumikill í fótbolta en ungur þjálfari og læri af síðasta tímabili Sindri Sverrisson skrifar 15. apríl 2021 16:21 Arnar Gunnlaugsson brosti út að eyrum eftir að hafa skrifað undir samning til næstu þriggja ára um að þjálfa Víking. vísir/Sigurjón „Þessi tvö ár hafa verið frábær lærdómur og vonandi heldur ævintýrið bara áfram,“ segir Arnar Gunnlaugsson sem skrifað hefur undir samning um að þjálfa Víking R. áfram næstu þrjú árin. Arnar gerði Víkinga að bikarmeisturum 2019 á sínu fyrsta ári sem aðalþjálfari liðsins, eftir að hafa áður verið aðstoðarmaður Loga Ólafssonar í Víkinni. Honum er ætlað að koma liðinu nær bestu liðum landsins á næstu árum. „Vonandi náum við að stríða aðeins stóru körlunum. Fyrir mér er þetta bara rökrétt skref. Mér líður ógeðslega vel hérna í Fossvoginum. Það er vel stutt við bakið á mér. Ég fæ að gera nánast það sem ég vill gera. Það er engin ástæða til að fara fyrst ég hef það gott hérna,“ sagði Arnar í viðtali við Guðjón Guðmundsson í dag en viðtalið má sjá hér að neðan. Klippa: Arnar Gunnlaugs með nýjan samning Víkingar hafa misst öfluga leikmenn á borð við Óttar Magnús Karlsson, Ágúst Eðvald Hlynsson og Davíð Örn Atlason frá síðustu leiktíð. Pablo Punyed er á meðal þeirra sem hafa komið til félagsins. Arnar er ánægður með leikmannahóp sinn í dag: „Svo er það bara þannig að við þjálfararnir viljum alltaf fleiri og fleiri leikmenn, og erum alltaf að leita. En eins og staðan er í dag þá eru allir heilir, Covid hjálpaði okkur því það voru tveir leikmenn sem þurftu á smávægilegri aðgerð að halda og fengu að bæta úr því í fríinu núna. Þegar kemur að fyrsta leik held ég að allir séu því í nokkuð fínu standi. Við erum alltaf að leita. Ég held að öll lið séu þannig, sérstaklega þau sem hafa háar væntingar. En ef að við færum í mótið með þennan hóp þá væri ég bara mjög sáttur. Það er mjög góð blanda þarna. Reynslumiklir leikmenn og ungir og efnilegir leikmenn. Leikmenn sem eru bara góðir. Ég held að við munum gefa hvaða liði sem er góðan leik og sé fram á skemmtilegt mót,“ sagði Arnar. Víkingar ollu vonbrigðum á síðustu leiktíð og enduðu í 10. sæti. „Það fór allt til fjandans sem þangað gat farið. En það fer í reynslubankann, ekki bara hjá leikmönnum heldur líka hjá mér. Þó að ég sé reynslumikill í fótbolta þá er ég tiltölulega ungur þjálfari og læri af þessu. Þess vegna er ég líka ánægður með að vera áfram hjá Víkingum. Þetta gefur mér það „platform“ að læra meira,“ sagði Arnar en viðtalið við hann má sjá hér að ofan. Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Sendu Houston enn á ný í háttinn Körfubolti Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Fleiri fréttir Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Þorleifur snýr heim í Breiðablik Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Sjá meira
Arnar gerði Víkinga að bikarmeisturum 2019 á sínu fyrsta ári sem aðalþjálfari liðsins, eftir að hafa áður verið aðstoðarmaður Loga Ólafssonar í Víkinni. Honum er ætlað að koma liðinu nær bestu liðum landsins á næstu árum. „Vonandi náum við að stríða aðeins stóru körlunum. Fyrir mér er þetta bara rökrétt skref. Mér líður ógeðslega vel hérna í Fossvoginum. Það er vel stutt við bakið á mér. Ég fæ að gera nánast það sem ég vill gera. Það er engin ástæða til að fara fyrst ég hef það gott hérna,“ sagði Arnar í viðtali við Guðjón Guðmundsson í dag en viðtalið má sjá hér að neðan. Klippa: Arnar Gunnlaugs með nýjan samning Víkingar hafa misst öfluga leikmenn á borð við Óttar Magnús Karlsson, Ágúst Eðvald Hlynsson og Davíð Örn Atlason frá síðustu leiktíð. Pablo Punyed er á meðal þeirra sem hafa komið til félagsins. Arnar er ánægður með leikmannahóp sinn í dag: „Svo er það bara þannig að við þjálfararnir viljum alltaf fleiri og fleiri leikmenn, og erum alltaf að leita. En eins og staðan er í dag þá eru allir heilir, Covid hjálpaði okkur því það voru tveir leikmenn sem þurftu á smávægilegri aðgerð að halda og fengu að bæta úr því í fríinu núna. Þegar kemur að fyrsta leik held ég að allir séu því í nokkuð fínu standi. Við erum alltaf að leita. Ég held að öll lið séu þannig, sérstaklega þau sem hafa háar væntingar. En ef að við færum í mótið með þennan hóp þá væri ég bara mjög sáttur. Það er mjög góð blanda þarna. Reynslumiklir leikmenn og ungir og efnilegir leikmenn. Leikmenn sem eru bara góðir. Ég held að við munum gefa hvaða liði sem er góðan leik og sé fram á skemmtilegt mót,“ sagði Arnar. Víkingar ollu vonbrigðum á síðustu leiktíð og enduðu í 10. sæti. „Það fór allt til fjandans sem þangað gat farið. En það fer í reynslubankann, ekki bara hjá leikmönnum heldur líka hjá mér. Þó að ég sé reynslumikill í fótbolta þá er ég tiltölulega ungur þjálfari og læri af þessu. Þess vegna er ég líka ánægður með að vera áfram hjá Víkingum. Þetta gefur mér það „platform“ að læra meira,“ sagði Arnar en viðtalið við hann má sjá hér að ofan.
Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Sendu Houston enn á ný í háttinn Körfubolti Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Fleiri fréttir Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Þorleifur snýr heim í Breiðablik Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Sjá meira