Innlent

Ísland aftur eina „græna“ landið í Evrópu

Atli Ísleifsson skrifar
Einu grænu svæðin á kortinu eru Ísland og stöku svæði í Norður-Noregi.
Einu grænu svæðin á kortinu eru Ísland og stöku svæði í Norður-Noregi. ECDC

Ísland er aftur orðið grænt á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu. Ísland er er eina Evrópulandið sem er grænt á kortinu, en auk þess eru svæði í Norður-Noregi einnig flokkuð sem græn.

Stofnunin uppfærir á hverjum fimmtudegi kort sem sýnir nýgengi COVID-19 smita í Evrópu og er græni liturinn til marks um að 14 daga nýgengi smita sé minna en 25 smit á hverja 100.000 íbúa.

Á vef heilbrigðisráðuneytisins er haft eftir Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra að þetta sé ánægjulegur vitnisburður um að sóttvarnaaðgerðir hér á landi dugi vel. Að við séum á réttri leið og síðast en ekki síst fjölgar nú jafnt og þétt í hópi bólusettra hér á landi.

Flest ríki Evrópu eru merkt með dökkrauðum eða ljósrauðum lit sem þýðir að nýgengi smita sé annað hvort 50 eða hærra og að hlutfall jákvæðra sýna sé 4% eða hærra eða þá að nýgengið sé hærra en 150.

Nokkur eru gul - Portúgal, Malta, stærstur hluti Finnlands og Noregs, Danmerkur og Írlands, og svo einstaka svæði á Spáni. Guli liturinn þýðir að þýðir að nýgengi smita sé annað hvort frá núll og að 50 og að hlutfall jákvæðra sýna sé fjögur prósent eða hærra eða þá að nýgengið sé milli 25 og 150.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×