Telur Bellingham of góðan miðað við aldur Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. apríl 2021 08:30 Jude Bellingham skoraði mark Dortmund í 2-1 tapi gegn Manchester City í gær. EPA-EFE/FRIEDEMANN VOGEL Pep Guardiola átti erfitt með að trúa því að Jude Bellingham, leikmaður Borussia Dortmund, sé aðeins 17 ára gamall, er hann ræddi við fjölmiðla eftir sigur Manchester City í gærkvöld. Lærisveinar Pep í Man City slógu Dortmund út úr 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í gærkvöld. City vann báða leiki einvígisins 2-1 og einvígið þar með 4-2. Bellingham skoraði hins vegar fyrsta mark leiksins í gær sem og það var mark dæmt af honum á Etihad-vellinum í Manchester í síðustu viku. Guardiola ræddi miðjumanninn unga eftir leik og sagði hann í raun of góðan miðað við aldur. „Kannski er hann lygari. Hann er svo góður miðað við að vera aðeins 17 ára gamall, ég trúi því ekki,“ sagði Pep og hló. "17 years old? Maybe he's a liar, he's so good!" Pep Guardiola heaps the praise on Dortmund starlet Jude Bellingham, and the Man City boss is hugely impressed at his commanding presence. pic.twitter.com/2oxiK2RS8O— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) April 15, 2021 „Hann er frábær leikmaður. Ég tók eftir því að þegar hann fékk ekki boltann frá varnarmönnum, hvernig hann kallaði á þá og hvernig hann heimtaði boltann – fyrir einhvern sem er aðeins 17 ára gamall þá skiptir það miklu máli.“ „Þjálfari Dortmund sagði við mig að það sem ég hefði séð í þessum tveimur leikjum væri það sem hann sér á hverri æfingu svo það er ljóst að þeir eru með mjög efnilegan leikmann í höndunum,“ sagði Pep að lokum. Bellingham verður 18 ára í sumar en hann er á sínu fyrsta tímabili með Dortmund. Hann lék með Birmingam City í ensku B-deildinni á síðustu leiktíð áður en þýska félagið festi kaup á honum. City fór eins og áður sagði áfram og er loksins komið í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu. Mætir það Paris Saint-Germain í undanúrslitum. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Þrumufleygur Foden skaut Guardiola loksins í undanúrslitin Manchester City er komið í undanúrslit Meistaradeildarinnar í fyrsta skipti undir stjórn Pep Guardiola eftir annan 2-1 sigur á Borussia Dortmund. 14. apríl 2021 20:51 Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Sjá meira
Lærisveinar Pep í Man City slógu Dortmund út úr 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í gærkvöld. City vann báða leiki einvígisins 2-1 og einvígið þar með 4-2. Bellingham skoraði hins vegar fyrsta mark leiksins í gær sem og það var mark dæmt af honum á Etihad-vellinum í Manchester í síðustu viku. Guardiola ræddi miðjumanninn unga eftir leik og sagði hann í raun of góðan miðað við aldur. „Kannski er hann lygari. Hann er svo góður miðað við að vera aðeins 17 ára gamall, ég trúi því ekki,“ sagði Pep og hló. "17 years old? Maybe he's a liar, he's so good!" Pep Guardiola heaps the praise on Dortmund starlet Jude Bellingham, and the Man City boss is hugely impressed at his commanding presence. pic.twitter.com/2oxiK2RS8O— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) April 15, 2021 „Hann er frábær leikmaður. Ég tók eftir því að þegar hann fékk ekki boltann frá varnarmönnum, hvernig hann kallaði á þá og hvernig hann heimtaði boltann – fyrir einhvern sem er aðeins 17 ára gamall þá skiptir það miklu máli.“ „Þjálfari Dortmund sagði við mig að það sem ég hefði séð í þessum tveimur leikjum væri það sem hann sér á hverri æfingu svo það er ljóst að þeir eru með mjög efnilegan leikmann í höndunum,“ sagði Pep að lokum. Bellingham verður 18 ára í sumar en hann er á sínu fyrsta tímabili með Dortmund. Hann lék með Birmingam City í ensku B-deildinni á síðustu leiktíð áður en þýska félagið festi kaup á honum. City fór eins og áður sagði áfram og er loksins komið í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu. Mætir það Paris Saint-Germain í undanúrslitum. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Þrumufleygur Foden skaut Guardiola loksins í undanúrslitin Manchester City er komið í undanúrslit Meistaradeildarinnar í fyrsta skipti undir stjórn Pep Guardiola eftir annan 2-1 sigur á Borussia Dortmund. 14. apríl 2021 20:51 Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Sjá meira
Þrumufleygur Foden skaut Guardiola loksins í undanúrslitin Manchester City er komið í undanúrslit Meistaradeildarinnar í fyrsta skipti undir stjórn Pep Guardiola eftir annan 2-1 sigur á Borussia Dortmund. 14. apríl 2021 20:51