Lífi og heilsu verður ekki fórnað fyrir minni umferðartafir Sunna Sæmundsdóttir skrifar 14. apríl 2021 18:41 Hámarkshraði á götum í eigu borgarinnar verður hvergi yfir fimmtíu kílómetrum á klukkustund samkvæmt nýsamþykktri áætlun borgarinnar. Formaður skipulags- og samgönguráðs segir öryggi ganga framar mögulegum umferðartöfum. Skipulags- og samgönguráð borgarinnar samþykkti í dag stefnumörkun um hámarkshraða á borgargötum og sem verður lögð fyrir borgarráð til samþykktar í næstu viku. „Planið gengur út á það að lækka umferðarhraða í hverfunum þannig að öll hverfi verði með 30 hraða og svo verða stofnbrautir lækkaðar ýmist úr 50 eða 60 niður í 40,“ segir Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs. Þetta á ekki við um stofnbrautir í eigu Vegagerðarinnar eða Faxaflóahafna, þar á meðal hluta helstu stofnæða eins og Miklubrautar, Sæbrautar og Kringlumýrarbrautar. Ljósgrænu göturnar eru með 30 km/klst hámarkshraða, dökkgrænu með 40 km/klst hraða og þær bláu með 50 km/klst hámarkshraða samkvæmt skipulaginu. Grænu göturnar á þessu korti tákna götur með þrjátíu kílómetra hámarkshraða og líkt og sést verður það meginreglan í öllum hverfum borgarinnar. Þá verður hraðinn á nokkrum fjölförnum götum sem þó eru nú innan marka með fimmtíu kílómetra hámarkshraða einnig lækkaður. „Það er náttúrulega höfðinn. Hann er mikið að breytast úr 50 í 40 og það er Háaleitisbrautin og Grensásvegur sem fer úr 50 í 40 götu,“ segir Sigurborg. Stærsta breytingin verður á Suðurlandsbraut þar sem hámarkshraði verður lækkaður úr 60 niður í 40. „En við gerum ráð fyrir að það verði í skrefum og jafnvel á sama tíma og borgarlínan,“ segir Sigurborg. Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar.vísir/Sigurjón Byrjað verður að lækka hámarkshraða strax í vor en í heild gæti ferlið tekið þrjú til fjögur ár. Götur verða þrengdar, hjólastígar lagðir og hliðum til þess að marka þrjátíu kílómetra hraða götur verður komið fyrir. Hún segir markmiðið að bæta loftgæði, minnka umferðarhávaða og auka öryggi. Aðgerðin eigi ekki að hafa mikil áhrif á umferðartafir. „Það verður minniháttar. Þetta er ekki á stofnbrautunum og er bara inni í hverfunum og mun ekki hafa stór áhrif. En í Reykjavíkurborg erum við nýbúin að samþykkja umferðaröryggisáætlun og þar kemur skýrt fram að líf og heilsa fólks kemur fyrst og fremst. Því verður ekki fórnað fyrir aðra hagsmuni samfélagsins líkt og umferðartafir.“ Samgöngur Reykjavík Umferðaröryggi Borgarstjórn Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Fleiri fréttir Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Sjá meira
Skipulags- og samgönguráð borgarinnar samþykkti í dag stefnumörkun um hámarkshraða á borgargötum og sem verður lögð fyrir borgarráð til samþykktar í næstu viku. „Planið gengur út á það að lækka umferðarhraða í hverfunum þannig að öll hverfi verði með 30 hraða og svo verða stofnbrautir lækkaðar ýmist úr 50 eða 60 niður í 40,“ segir Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs. Þetta á ekki við um stofnbrautir í eigu Vegagerðarinnar eða Faxaflóahafna, þar á meðal hluta helstu stofnæða eins og Miklubrautar, Sæbrautar og Kringlumýrarbrautar. Ljósgrænu göturnar eru með 30 km/klst hámarkshraða, dökkgrænu með 40 km/klst hraða og þær bláu með 50 km/klst hámarkshraða samkvæmt skipulaginu. Grænu göturnar á þessu korti tákna götur með þrjátíu kílómetra hámarkshraða og líkt og sést verður það meginreglan í öllum hverfum borgarinnar. Þá verður hraðinn á nokkrum fjölförnum götum sem þó eru nú innan marka með fimmtíu kílómetra hámarkshraða einnig lækkaður. „Það er náttúrulega höfðinn. Hann er mikið að breytast úr 50 í 40 og það er Háaleitisbrautin og Grensásvegur sem fer úr 50 í 40 götu,“ segir Sigurborg. Stærsta breytingin verður á Suðurlandsbraut þar sem hámarkshraði verður lækkaður úr 60 niður í 40. „En við gerum ráð fyrir að það verði í skrefum og jafnvel á sama tíma og borgarlínan,“ segir Sigurborg. Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar.vísir/Sigurjón Byrjað verður að lækka hámarkshraða strax í vor en í heild gæti ferlið tekið þrjú til fjögur ár. Götur verða þrengdar, hjólastígar lagðir og hliðum til þess að marka þrjátíu kílómetra hraða götur verður komið fyrir. Hún segir markmiðið að bæta loftgæði, minnka umferðarhávaða og auka öryggi. Aðgerðin eigi ekki að hafa mikil áhrif á umferðartafir. „Það verður minniháttar. Þetta er ekki á stofnbrautunum og er bara inni í hverfunum og mun ekki hafa stór áhrif. En í Reykjavíkurborg erum við nýbúin að samþykkja umferðaröryggisáætlun og þar kemur skýrt fram að líf og heilsa fólks kemur fyrst og fremst. Því verður ekki fórnað fyrir aðra hagsmuni samfélagsins líkt og umferðartafir.“
Samgöngur Reykjavík Umferðaröryggi Borgarstjórn Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Fleiri fréttir Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Sjá meira