Siumut gengur frá samningsborðinu Atli Ísleifsson skrifar 13. apríl 2021 13:43 Allt stefnir í að Múte Bourup Egede, leiðtogi IA, verði næsti forsætisráðherra Grænlands. EPA Siumut, sem hefur leitt stjórnina á Grænlandi síðustu ár, er ekki lengur hluti af stjórnarmyndunarviðræðum Inuit Ataqatigiit sem vann mikinn sigur í kosningunum í landinu í síðustu viku. Þetta segir leiðtogi IA, Múte B. Egede, í samtali við Sermitsiaq.AG. Egede er talinn líklegastur til að verða næsti forsætisráðherra landsins. Egede segir að IA stefni nú að því að mynda stjórn með flokkunum Naleraq og Atassut, en áður höfðu Demókratar tilkynnt að þeir myndu ekki eiga aðild að nýrri stjórn. Alls þarf sextán þingmenn til að ná meirihluta á grænlenska þinginu. Egede segir mikilvægt fyrir Grænlendinga að samkomulag náist um trausta stjórn til að stýra landinu næstu fjögur árin. Egede segir að mikill óstöðugleiki ríki innan Siumut og sömuleiðis hafi valdabarátta farið þar fram fyrir opnum tjöldum. Vísar hann þar í baráttu Eriks Jensen og Kim Kielsen, fráfarandi forsætisráðherra, en Jensen bolaði Kielsen úr stóli formanns Siumut í nóvember síðastliðinn. Niðurstöður grænlensku þingkosninganna 6. apríl 2021 Inuit Ataqatigiit – 36,6 prósent atkvæða, alls 9.912 atkvæði. Það eru 2.434 fleiri atkvæði en í kosningunum 2018. Siumut – 29,4 prósent atkvæða, alls 7.971. Naleraq – 12 prósent atkvæða, alls 3.249. Demókratar – 9,1 prósent atkvæða, alls 2.452. Atassut – 6,9 prósent atkvæða, alls 1.879. Nunatta Qitornai – 2,4 prósent atkvæða, alls 639. Samarbejdspartiet – 1,4 prósent atkvæða, alls 375. Alls greiddu 27.079 manns atkvæði. Kosningaþátttakan var um 66 prósent. Egede leggur áherslu að viðræður IA og Siumut hafi þó farið fram á virðulegan máta, en innanflokksátökin hafi að lokum fengið formanninn Jensen til að ganga frá samningsborðinu. Ekki þarf að koma á óvart að IA og Siumut nái ekki saman um myndun stjórnar þar sem flokkarnir hafi ólíkar skoðanir þegar kemur að helsta kosningamálinu, það er áætlanir um námuvinnslu í Narsaq. Siumut var fylgjandi námuvinnslunni, en IA lagðist gegn henni. Grænland Tengdar fréttir Ljóst að ekkert verður úr námuvinnslunni á Suður-Grænlandi Ljóst má vera að Inuit Ataqatigiit, sem vann mikinn sigur í grænlensku kosningunum í gær, mun stöðva námuvinnsluna á Suður-Grænlandi sem áætlanir voru uppi um. Þetta segir Kristjana Guðmundsdóttir Motzfeldt í samtali við Vísi. 7. apríl 2021 12:43 Inuit Ataqatigiit vann mikinn sigur í grænlensku kosningunum Inuit Ataqatigiit (IA) vann mikinn sigur í grænlensku þingkosningnunum sem fram fóru í gær. Flokkurinn fékk um 37 prósent atkvæða og má því telja langlíklegast að formaðurinn, hinn 34 ára Múte B. Egede, verði næsti forsætisráðherra Grænlands og taki þar með við af Kim Kielsen sem hefur þegar viðurkennt ósigur. 7. apríl 2021 07:45 Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Sjá meira
Þetta segir leiðtogi IA, Múte B. Egede, í samtali við Sermitsiaq.AG. Egede er talinn líklegastur til að verða næsti forsætisráðherra landsins. Egede segir að IA stefni nú að því að mynda stjórn með flokkunum Naleraq og Atassut, en áður höfðu Demókratar tilkynnt að þeir myndu ekki eiga aðild að nýrri stjórn. Alls þarf sextán þingmenn til að ná meirihluta á grænlenska þinginu. Egede segir mikilvægt fyrir Grænlendinga að samkomulag náist um trausta stjórn til að stýra landinu næstu fjögur árin. Egede segir að mikill óstöðugleiki ríki innan Siumut og sömuleiðis hafi valdabarátta farið þar fram fyrir opnum tjöldum. Vísar hann þar í baráttu Eriks Jensen og Kim Kielsen, fráfarandi forsætisráðherra, en Jensen bolaði Kielsen úr stóli formanns Siumut í nóvember síðastliðinn. Niðurstöður grænlensku þingkosninganna 6. apríl 2021 Inuit Ataqatigiit – 36,6 prósent atkvæða, alls 9.912 atkvæði. Það eru 2.434 fleiri atkvæði en í kosningunum 2018. Siumut – 29,4 prósent atkvæða, alls 7.971. Naleraq – 12 prósent atkvæða, alls 3.249. Demókratar – 9,1 prósent atkvæða, alls 2.452. Atassut – 6,9 prósent atkvæða, alls 1.879. Nunatta Qitornai – 2,4 prósent atkvæða, alls 639. Samarbejdspartiet – 1,4 prósent atkvæða, alls 375. Alls greiddu 27.079 manns atkvæði. Kosningaþátttakan var um 66 prósent. Egede leggur áherslu að viðræður IA og Siumut hafi þó farið fram á virðulegan máta, en innanflokksátökin hafi að lokum fengið formanninn Jensen til að ganga frá samningsborðinu. Ekki þarf að koma á óvart að IA og Siumut nái ekki saman um myndun stjórnar þar sem flokkarnir hafi ólíkar skoðanir þegar kemur að helsta kosningamálinu, það er áætlanir um námuvinnslu í Narsaq. Siumut var fylgjandi námuvinnslunni, en IA lagðist gegn henni.
Niðurstöður grænlensku þingkosninganna 6. apríl 2021 Inuit Ataqatigiit – 36,6 prósent atkvæða, alls 9.912 atkvæði. Það eru 2.434 fleiri atkvæði en í kosningunum 2018. Siumut – 29,4 prósent atkvæða, alls 7.971. Naleraq – 12 prósent atkvæða, alls 3.249. Demókratar – 9,1 prósent atkvæða, alls 2.452. Atassut – 6,9 prósent atkvæða, alls 1.879. Nunatta Qitornai – 2,4 prósent atkvæða, alls 639. Samarbejdspartiet – 1,4 prósent atkvæða, alls 375. Alls greiddu 27.079 manns atkvæði. Kosningaþátttakan var um 66 prósent.
Grænland Tengdar fréttir Ljóst að ekkert verður úr námuvinnslunni á Suður-Grænlandi Ljóst má vera að Inuit Ataqatigiit, sem vann mikinn sigur í grænlensku kosningunum í gær, mun stöðva námuvinnsluna á Suður-Grænlandi sem áætlanir voru uppi um. Þetta segir Kristjana Guðmundsdóttir Motzfeldt í samtali við Vísi. 7. apríl 2021 12:43 Inuit Ataqatigiit vann mikinn sigur í grænlensku kosningunum Inuit Ataqatigiit (IA) vann mikinn sigur í grænlensku þingkosningnunum sem fram fóru í gær. Flokkurinn fékk um 37 prósent atkvæða og má því telja langlíklegast að formaðurinn, hinn 34 ára Múte B. Egede, verði næsti forsætisráðherra Grænlands og taki þar með við af Kim Kielsen sem hefur þegar viðurkennt ósigur. 7. apríl 2021 07:45 Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Sjá meira
Ljóst að ekkert verður úr námuvinnslunni á Suður-Grænlandi Ljóst má vera að Inuit Ataqatigiit, sem vann mikinn sigur í grænlensku kosningunum í gær, mun stöðva námuvinnsluna á Suður-Grænlandi sem áætlanir voru uppi um. Þetta segir Kristjana Guðmundsdóttir Motzfeldt í samtali við Vísi. 7. apríl 2021 12:43
Inuit Ataqatigiit vann mikinn sigur í grænlensku kosningunum Inuit Ataqatigiit (IA) vann mikinn sigur í grænlensku þingkosningnunum sem fram fóru í gær. Flokkurinn fékk um 37 prósent atkvæða og má því telja langlíklegast að formaðurinn, hinn 34 ára Múte B. Egede, verði næsti forsætisráðherra Grænlands og taki þar með við af Kim Kielsen sem hefur þegar viðurkennt ósigur. 7. apríl 2021 07:45