Stöðva notkun bóluefnis Johnson & Johnson tímabundið Samúel Karl Ólason skrifar 13. apríl 2021 11:20 Tæplega sjö milljónir manna hafa fengið bóluefni Johnson & Johnson í Bandaríkjunum. AP/Rogelio V. Solis Heilbrigðisyfirvöld í Bandaríkjunum ætla að kalla eftir því að hlé verði gert á notkun bóluefnis Johnsons & Johnson vegna blóðtappatilfella sem hafa greinst. Alríkið mun hætta notkun bóluefnisins um tíma og einstök ríki hvött til þess að gera hið sama. Þetta kemur fram í frétt New York Times þar sem segir að minnst sex konur á aldrinum 18 til 48 ára hafi fengið blóðtappa innan við tveimur vikum eftir bólusetningu. Ein þeirra sé dáin og önnur sé á sjúkrahúsi í alvarlegu ástandi. Ákvörðunin hefur verið staðfest opinberlega, samkvæmt frétt CNN. Miðillinn vísar í tilkynningu frá yfirmönnum Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna og Lyfjaeftirlitsins þar sem segir að blóðtappatilfellin séu sjaldgæf en alvarleg. Sjö milljónir þegar bólusettar með J&J Nærri því sjö milljónir Bandaríkjamanna hafa fengið bóluefni J&J og níu milljónir skammta til viðbótar hafa verið sendir út til ákveðinna ríkja. Hlé þetta verður notað til að rannsaka möguleg tengsl bóluefnisins við áðurnefnda blóðtappa og hvort halda eigi notkun bóluefnisins áfram. Boðað hefur verið til neyðarfundar hjá ráðgjafanefnd Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna, sem mun fara fram á morgun. Langflestir Bandaríkjamenn hafa verið bólusettir með bóluefnum frá Pfizer-BioNTech og Moderna. Þau bóluefni eru í tveimur skömmtum og hafa ekki komið upp sambærileg mál varðandi þau og eru um 23 milljónir skammta framleiddir á viku í Bandaríkjunum. Svipað mál hefur komið upp í Evrópu í tengslum við bóluefni AstraZeneca og Oxford en það bóluefni hefur ekki verið samþykkt til notkunar í Bandaríkjunum. Aðeins þarf að taka einn skammt af bóluefni J&& auk þess sem auðveldara er að flytja og geyma bóluefni J&J. Ríkisstjórn Joe Bidens hafði bundið vonir við að geta bólusett hundruð þúsunda með bóluefninu í hverri viku. Ríkisstjórnin hefur heitið því að bólusetja alla fullorðna Bandaríkjamenn fyrir lok næsta mánaðar og óljóst er hvort þessi ákvörðun muni hafa áhrif á þá áætlun. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fleiri fréttir Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Sjá meira
Þetta kemur fram í frétt New York Times þar sem segir að minnst sex konur á aldrinum 18 til 48 ára hafi fengið blóðtappa innan við tveimur vikum eftir bólusetningu. Ein þeirra sé dáin og önnur sé á sjúkrahúsi í alvarlegu ástandi. Ákvörðunin hefur verið staðfest opinberlega, samkvæmt frétt CNN. Miðillinn vísar í tilkynningu frá yfirmönnum Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna og Lyfjaeftirlitsins þar sem segir að blóðtappatilfellin séu sjaldgæf en alvarleg. Sjö milljónir þegar bólusettar með J&J Nærri því sjö milljónir Bandaríkjamanna hafa fengið bóluefni J&J og níu milljónir skammta til viðbótar hafa verið sendir út til ákveðinna ríkja. Hlé þetta verður notað til að rannsaka möguleg tengsl bóluefnisins við áðurnefnda blóðtappa og hvort halda eigi notkun bóluefnisins áfram. Boðað hefur verið til neyðarfundar hjá ráðgjafanefnd Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna, sem mun fara fram á morgun. Langflestir Bandaríkjamenn hafa verið bólusettir með bóluefnum frá Pfizer-BioNTech og Moderna. Þau bóluefni eru í tveimur skömmtum og hafa ekki komið upp sambærileg mál varðandi þau og eru um 23 milljónir skammta framleiddir á viku í Bandaríkjunum. Svipað mál hefur komið upp í Evrópu í tengslum við bóluefni AstraZeneca og Oxford en það bóluefni hefur ekki verið samþykkt til notkunar í Bandaríkjunum. Aðeins þarf að taka einn skammt af bóluefni J&& auk þess sem auðveldara er að flytja og geyma bóluefni J&J. Ríkisstjórn Joe Bidens hafði bundið vonir við að geta bólusett hundruð þúsunda með bóluefninu í hverri viku. Ríkisstjórnin hefur heitið því að bólusetja alla fullorðna Bandaríkjamenn fyrir lok næsta mánaðar og óljóst er hvort þessi ákvörðun muni hafa áhrif á þá áætlun.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fleiri fréttir Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Sjá meira