Enski boltinn

Segir að ekki sé hægt að líkja Havertz við Costa

Anton Ingi Leifsson skrifar
Havertz í sigrinum á Selhurst Park um helgina.
Havertz í sigrinum á Selhurst Park um helgina. Sebastian Frei/Getty

Thomas Tuchel, þjálfari Chelsea, er ánægður með Kai Havertz en sá síðarnefndi hefur meðal annars verið gagnrýndur fyrir líkamstjáningu sína.

Loksins, loksins segja einhverjir en Haverz virðist vera að finna sitt rétta form eftir komuna frá Bayer Leverkusen síðasta sumar.

Havertz skoraði og lagði upp mark í 4-1 sigri Chelsea á Crystal Palace á útivelli um helgina og Tuchel var spurður út í Havertz.

„Hann er ekki strákur sem maður sér reiðann en með aðra leikmenn sérðu þá verða betri með að slást við aðra,“ sagði Tuchel.

„Hann er ekki týpa eins og Diego Costa. Það er ekki þannig og ég býst ekki við því að hann verði þar.“

„Stundum getur maður misskilið líkamstjáningu hans sem getur litið út eins og hann leggi sig ekki allan fram.“

„Hann er rólegur karakter en við vitum hvað hann getum,“ sagði sá þýski að endingu.

Chelsea er eftir sigurinn á Crystal Palace í fimmta sæti Premier League, stigi á eftir West Ham í fjórða sætinu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.