Segja Pútín hunsa viðræðubeiðni Samúel Karl Ólason skrifar 12. apríl 2021 14:22 Vólódómír Selenskí, forseti Úkraínu, heimsótti víglinuna í Donbass á föstudaginn. AP/Forsetaembætti Úkraínu Ráðamenn í Úkraínu segja að Vladímír Pútín, forseti Rússlands, hafi ekki svarað beiðni um að ræða við Vólódómír Selenskí, forseta Úkraínu. Úkraínumenn hafi beðið um að fá að ræða við forsetann rússneska vegna gífurlegrar hernaðaruppbyggingu Rússa við landamæri Úkraínu. Dmitrí Peskov, talsmaður Pútíns, segist ekki vita til þess að viðræðubeiðni hafi borist frá Úkraínu. Rússar hafa sent fjölmarga hermenn að landamærum Úkraínu á undanförnum vikum. Talsmaður Selenskís segir um 40 þúsund rússneska hermenn við landamæri ríkjanna í austri og að Rússar hafi sömuleiðis sent um 40 þúsund hermenn til Krímskaga, samkvæmt frétt Reuters. Í Rússlandi saka ráðamenn þó yfirvöld í Kænugarði um að valda spennu á svæðinu. Hér má sjá sjónvarpsfrétt Sky News sem sendi fréttamenn til að kanna aukin viðbúnað Rússa á svæðinu. Rússar gerðu árið 2014 innrás í Úkraínu og innlimuðu Krímskaga. Lengi vel þrættu ráðamenn í Rússlandi fyrir að rússneskir hermenn hefðu ráðist á Krímskaga en Pútín viðurkenndi það þegar yfirráð Rússa þar voru tryggð. Sjá einnig: Sagður hafa misst stjórn á sér og hótað að eyða her Úkraínu Þá hafa Rússar staðið þétt við bakið á aðskilnaðarsinnum í Donbass í austurhluta Úkraínu og útvegað þeim meðal annars vopn og menn. Rússneskir hermenn hafa barist fyrir aðskilnaðarsinna en ráðamenn í Rússlandi segja þá hermenn hafa verið í fríi. Frá því átökin hófust hafa um fjórtán þúsund manns fallið þeirra vegna, samkvæmt yfirvöldum í Kænugarði. Nú síðast féll úkraínskur hermaður í gær og segja Úkraínumenn að hann hafi fallið þegar aðskilnaðarsinnar vörpuðu sprengjum á hermenn. Úkraínumenn segja 27 hermenn hafa fallið í árásum aðskilnaðarsinna á þessu ári. Segja Úkraínumönnum um að kenna Peskov sagði í dag að Pútín vonaðist til þess að Úkraínumenn dragi úr viðbúnaði þeirra á landamærunum og þannig væri hægt að draga úr spennunni. Rússar hafa sakað Úkraínumenn um „hættulegar“ aðgerðir í Donbass og í sama mund segja þeir að þeim sé frjálst að færa hermenn innan eigin landamæra. Vestrænir bandamenn Úkraínu hafa sakað ríkisstjórn Pútíns um að reyna að skapa krísu, sem er í takt við ummæli ráðamanna í Úkraínu sem segjast óttast að Pútín ætli sér að stappa stálinu í Rússa í aðdraganda þingkosninga í haust með því að gera óvin úr Úkraínu. Bandaríkjamenn hafa heitið því að standa við bakið á Úkraínu. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, lýsti því yfir í gær að aðgerðir Rússa muni hafa afleiðingar. Hann er nú á leið til Brussel þar sem hann mun meðal annars ræða við Evrópumenn um ástandið í Úkraínu og Rússlandi. Úkraína Rússland Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Fleiri fréttir Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Sjá meira
Dmitrí Peskov, talsmaður Pútíns, segist ekki vita til þess að viðræðubeiðni hafi borist frá Úkraínu. Rússar hafa sent fjölmarga hermenn að landamærum Úkraínu á undanförnum vikum. Talsmaður Selenskís segir um 40 þúsund rússneska hermenn við landamæri ríkjanna í austri og að Rússar hafi sömuleiðis sent um 40 þúsund hermenn til Krímskaga, samkvæmt frétt Reuters. Í Rússlandi saka ráðamenn þó yfirvöld í Kænugarði um að valda spennu á svæðinu. Hér má sjá sjónvarpsfrétt Sky News sem sendi fréttamenn til að kanna aukin viðbúnað Rússa á svæðinu. Rússar gerðu árið 2014 innrás í Úkraínu og innlimuðu Krímskaga. Lengi vel þrættu ráðamenn í Rússlandi fyrir að rússneskir hermenn hefðu ráðist á Krímskaga en Pútín viðurkenndi það þegar yfirráð Rússa þar voru tryggð. Sjá einnig: Sagður hafa misst stjórn á sér og hótað að eyða her Úkraínu Þá hafa Rússar staðið þétt við bakið á aðskilnaðarsinnum í Donbass í austurhluta Úkraínu og útvegað þeim meðal annars vopn og menn. Rússneskir hermenn hafa barist fyrir aðskilnaðarsinna en ráðamenn í Rússlandi segja þá hermenn hafa verið í fríi. Frá því átökin hófust hafa um fjórtán þúsund manns fallið þeirra vegna, samkvæmt yfirvöldum í Kænugarði. Nú síðast féll úkraínskur hermaður í gær og segja Úkraínumenn að hann hafi fallið þegar aðskilnaðarsinnar vörpuðu sprengjum á hermenn. Úkraínumenn segja 27 hermenn hafa fallið í árásum aðskilnaðarsinna á þessu ári. Segja Úkraínumönnum um að kenna Peskov sagði í dag að Pútín vonaðist til þess að Úkraínumenn dragi úr viðbúnaði þeirra á landamærunum og þannig væri hægt að draga úr spennunni. Rússar hafa sakað Úkraínumenn um „hættulegar“ aðgerðir í Donbass og í sama mund segja þeir að þeim sé frjálst að færa hermenn innan eigin landamæra. Vestrænir bandamenn Úkraínu hafa sakað ríkisstjórn Pútíns um að reyna að skapa krísu, sem er í takt við ummæli ráðamanna í Úkraínu sem segjast óttast að Pútín ætli sér að stappa stálinu í Rússa í aðdraganda þingkosninga í haust með því að gera óvin úr Úkraínu. Bandaríkjamenn hafa heitið því að standa við bakið á Úkraínu. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, lýsti því yfir í gær að aðgerðir Rússa muni hafa afleiðingar. Hann er nú á leið til Brussel þar sem hann mun meðal annars ræða við Evrópumenn um ástandið í Úkraínu og Rússlandi.
Úkraína Rússland Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Fleiri fréttir Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Sjá meira