Segist hafa verið sviptur húsnæði og peningagreiðslum þegar hann neitaði að fara í Covid próf Elísabet Inga Sigurðardóttir og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 11. apríl 2021 19:30 Mohammed gisti eina nótt í Gistiskýlinu á Lindargötu en fékk ekki að gista þar fleiri nætur þar sem hann er ekki með íslenska kennitölu að sögn lögmanns mannsins. STÖÐ2 Hælisleitandi segist hafa verið sviptur húsnæði og peningagreiðslum þegar hann neitaði að undirgangast Covid próf. Lögmaður mannsins segir að um sé að ræða óbeina þvingun. Mohammad Karimi er hælisleitandi frá Afghanistan sem verður að óbreyttu vísað úr landi og til Svíþjóðar á grundvelli Dyflinarreglugerðarinnar. Þegar brottvísanir eru framkvæmdar á tímum faraldurs kórónuveirunnar gera ríki þá kröfu að aðilar undirgangist líkamsrannsókn sem felst í því að viðkomandi þarf að fara í covid sýnatöku áður en honum er vísað úr landi. Segir að um óbeina þvingun sé að ræða Muhammed neitaði að fara í sýnatökuna og sama dag var hann sviptur húsnæði og peningagreiðslum að sögn lögmanns mannsins. Lögmaður mannsins segir að aðilar eigi rétt á því að neita að gangast undir slíka líkamsrannsókn og hafa stjórnvöld virt það. „En hafa hins vegar gripið til afskaplega harðra þvingunaraðgerða sem felast í því að sama dag og aðili neitar að taka Covid próf, og höfum það í huga að þetta er ekki í tengslum við það að viðkomandi sé með einkenni eða lýðheilsusjónarmið heldur er þetta hluti af brottvísunarferlinu,“ sagði Magnús D. Norðdahl, lögmaður Mohammad. „En sama dag og viðkomandi neitar því að undirgangast slíka líkamsrannsókn þá missir hann húsnæðið, honum er vísað út á götu og þá missir viðkomandi jafnframt það lífsviðurværi sem hann hefur haft sem felst í vikulegum greiðslum til að geta keypt mat upp á tíu þúsund krónur þannig að einstaklingum er einfaldlega vísað út á götu.“ Magnús Norðdahl lögmaður.SIGURJÓN ÓLASON Magnús segir þessar óbeinu þvinganir harðneskjulegar og ómannúðlegar. Koma alls staðar að lokuðum dyrum „Við höfum leitað til félagsþjónustunnar í Reykjavík, við höfum leitað til félagsþjónustunnar í Hafnarfirði en við komum alls staðar að lokuðum dyrum. Það er eins og að þessi hópur hælisleitenda eigi bara að dveljast utandyra og vera heimilislausir. Það er óásættanlegt.“ „Ég er áhyggjufullur og stressaður. Ég get ekki farið til baka og ég vil ekki fara til baka,“ sagði Mohammad Jan Karimi, hælisleitandi. Mohammed gisti eina nótt í Gistiskýlinu á Lindargötu en fékk að sögn Magnúsar ekki að gista þar fleiri nætur þar sem hann er ekki með íslenska kennitölu. „Þetta nær auðvitað ekki nokkurri átt og það er von okkar sem störfum á þessu sviði að stjórnvöld grípi inn í og láti af þessu framferði sínu,“ sagði Magnús. Til skoðunar að fara með málið fyrir dómstóla Að minnsta kosti tvö tilvik hafa komið upp þar sem aðilar neita að fara í Covid sýnatöku að sögn upplýsingafulltrúa Útlendingastofnunar. „Það er til skoðunar að fara með mál hans fyrir dóm og það kann að gerast á næstu vikum en það frestar ekki þeirri brottvísun sem er fyrirhuguð. Uppfært klukkan 19:50: Í athugasemd frá Útlendingastofnun um fréttina segir að þjónusta við Mohammad hafi verið felld niður á grundvelli 2. mgr. 23. gr. reglugerðar um útlendinga. Þar segir að þjónusta falli niður 14 dögum frá birtingu ákvörðunar um að beita einstaklingi vernd, þremur dögum eftir að hann hafi dregið umsókn sína til baka eða á þeim degi þegar ákvörðun um að umsækjandi um alþjóðlega vernd skuli yfirgefa landið kemur til framkvæmdar, samanber 35. gr. laga um útlendinga. Hælisleitendur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Sjá meira
Mohammad Karimi er hælisleitandi frá Afghanistan sem verður að óbreyttu vísað úr landi og til Svíþjóðar á grundvelli Dyflinarreglugerðarinnar. Þegar brottvísanir eru framkvæmdar á tímum faraldurs kórónuveirunnar gera ríki þá kröfu að aðilar undirgangist líkamsrannsókn sem felst í því að viðkomandi þarf að fara í covid sýnatöku áður en honum er vísað úr landi. Segir að um óbeina þvingun sé að ræða Muhammed neitaði að fara í sýnatökuna og sama dag var hann sviptur húsnæði og peningagreiðslum að sögn lögmanns mannsins. Lögmaður mannsins segir að aðilar eigi rétt á því að neita að gangast undir slíka líkamsrannsókn og hafa stjórnvöld virt það. „En hafa hins vegar gripið til afskaplega harðra þvingunaraðgerða sem felast í því að sama dag og aðili neitar að taka Covid próf, og höfum það í huga að þetta er ekki í tengslum við það að viðkomandi sé með einkenni eða lýðheilsusjónarmið heldur er þetta hluti af brottvísunarferlinu,“ sagði Magnús D. Norðdahl, lögmaður Mohammad. „En sama dag og viðkomandi neitar því að undirgangast slíka líkamsrannsókn þá missir hann húsnæðið, honum er vísað út á götu og þá missir viðkomandi jafnframt það lífsviðurværi sem hann hefur haft sem felst í vikulegum greiðslum til að geta keypt mat upp á tíu þúsund krónur þannig að einstaklingum er einfaldlega vísað út á götu.“ Magnús Norðdahl lögmaður.SIGURJÓN ÓLASON Magnús segir þessar óbeinu þvinganir harðneskjulegar og ómannúðlegar. Koma alls staðar að lokuðum dyrum „Við höfum leitað til félagsþjónustunnar í Reykjavík, við höfum leitað til félagsþjónustunnar í Hafnarfirði en við komum alls staðar að lokuðum dyrum. Það er eins og að þessi hópur hælisleitenda eigi bara að dveljast utandyra og vera heimilislausir. Það er óásættanlegt.“ „Ég er áhyggjufullur og stressaður. Ég get ekki farið til baka og ég vil ekki fara til baka,“ sagði Mohammad Jan Karimi, hælisleitandi. Mohammed gisti eina nótt í Gistiskýlinu á Lindargötu en fékk að sögn Magnúsar ekki að gista þar fleiri nætur þar sem hann er ekki með íslenska kennitölu. „Þetta nær auðvitað ekki nokkurri átt og það er von okkar sem störfum á þessu sviði að stjórnvöld grípi inn í og láti af þessu framferði sínu,“ sagði Magnús. Til skoðunar að fara með málið fyrir dómstóla Að minnsta kosti tvö tilvik hafa komið upp þar sem aðilar neita að fara í Covid sýnatöku að sögn upplýsingafulltrúa Útlendingastofnunar. „Það er til skoðunar að fara með mál hans fyrir dóm og það kann að gerast á næstu vikum en það frestar ekki þeirri brottvísun sem er fyrirhuguð. Uppfært klukkan 19:50: Í athugasemd frá Útlendingastofnun um fréttina segir að þjónusta við Mohammad hafi verið felld niður á grundvelli 2. mgr. 23. gr. reglugerðar um útlendinga. Þar segir að þjónusta falli niður 14 dögum frá birtingu ákvörðunar um að beita einstaklingi vernd, þremur dögum eftir að hann hafi dregið umsókn sína til baka eða á þeim degi þegar ákvörðun um að umsækjandi um alþjóðlega vernd skuli yfirgefa landið kemur til framkvæmdar, samanber 35. gr. laga um útlendinga.
Hælisleitendur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Sjá meira