Enski boltinn

Fær E­ver­ton tvo miðju­menn frá Juventus í stað Moise Kean?

Anton Ingi Leifsson skrifar
Moise Kean í leik gegn SM Caen í franska bikarnum.
Moise Kean í leik gegn SM Caen í franska bikarnum. John Berry/Getty Images

Samkvæmt heimildum Tuttusport hefur Juventus áhuga á að því að klófesta Moise Kean á nýjan leik en þeir gætu boðið Everton tvo leikmenn í stað Kean.

Kean er nú á láni hjá Paris Saint-Germain frá Everton og þar hefur hann staðið sig vel. Hann hefur skorað tólf mörk í 22 leikjum fyrir frönsku meistarana.

Juventus er sagt hafa áhuga á að fá þennan 21 ára framherja aftur til félagsins en Kean lék með Juventus frá yngri árum og til ársins 2019.

Þá yfirgaf hann Juventus og gekk í raðir Everton en hann hefur ekki náð að slá í gegn hjá enska liðinu. Því var hann lánaður til PSG fyrr á þessari leiktíð.

Juventus gæti boðið Everton miðjumennina Aaron Ramsey og Adrien Rabiot í stað Moise Kean sem myndi þá auka samkeppnina fyrir Gylfa Þór Sigurðsson.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.