Enski boltinn

Leeds fylgist með gangi mála hjá Sergio Agu­ero

Anton Ingi Leifsson skrifar
Aguero er á sinni síðustu leiktíð hjá Man. City.
Aguero er á sinni síðustu leiktíð hjá Man. City. EPA-EFE/PETER POWELL

Sergio Aguero er á sinni síðustu leiktíð með Manchester City og mörg lið eru sögð fylgjast með gangi mála hjá framherjanum.

Chelsea hefur verið nefnt til sögunnar en enska úrvalsdeildin er talið vera líklegur áfangastaður hjá Aguero á næstu leiktíð.

Marcelo Bielsa er sagður vilja fá Aguero til nýliða Leeds en Leeds er sagður vilja losa sig við Rodrigo sem hefur ekki slegið í gegn hjá Leeds.

Bielsa er sagður vera mikill aðdáandi Aguero og hann er talinn efstur á óskalista Bielsa fyrir næstu leiktíð en Leeds vann einmitt 2-1 sigur á Man. City í gær.

Myndi Aguero skipta til Leeds gæti hann áfram búið í Manchester og samkvæmt 90min vefsíðunni gæti plön og ástríðufullir stuðningsmenn lokkað Aguero til félagsins.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.