Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Nadine Guðrún Yaghi skrifar
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30.
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30.

Nýjar reglur um útivist gesta á sóttkvíarhótelum eru þegar komnar í gildi. Áhyggjuraddir hafa heyrst undanfarið um skerta útivist gesta sem þurfa að vera í sóttkví í fimm daga. Áður máttu gestir hótelsins ekki fara út vegna sóttvarnaástæðna.

María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, segir að reynt verði að tryggja útivist allra gesta og að börn verði í sérstökum forgangi. Rætt er við Maríu í kvöldfréttum okkar klukkan 18:30.

Einnig heyrum við í Gylfa Þór Þorsteinssyni, umsjónarmanni sóttvarnahúsa en nýtt sóttkvíarhótel verður líklega tekið í notkun á morgun þegar von er á átta flugvélum til landsins.

Þá fjöllum við um eldgosið á Reykjanesskaga og ræðum við Víði Reynisson hjá almannavörnum um nýja sprungu sem opnaðist í nótt.

Við fjöllum líka um tólf tilkynningar um meint ofbeldi af hálfu starfsfólks í leik- og grunnskólum Reykjavíkurborgar sem bárust barnavernd Reykjavíkur í fyrra.

Á léttari nótunum er sagt frá krummapari á Selfossi sem hefur heldur betur komið á óvart með varpstað því þau hafa gert sér laup hátt uppi í byggingakrana.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar klukkan 18:30.

Kvöldfréttirnar eru í lokaðri dagskrá en áskrifendur geta horft á þær hér á stod2.is. Einnig er hægt að hlusta á fréttirnar á Bylgjunni hér í spilaranum fyrir ofan.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×