Innlent

Í gæslu­varð­hald grunaður um um­­fangs­­mikla kanna­bis­ræktun

Nadine Guðrún Yaghi skrifar
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu kom upp um umfangsmikla þurrkun kannabisefna í iðnaðarhúsnæði í Hafnarfirði á fimmtudag.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu kom upp um umfangsmikla þurrkun kannabisefna í iðnaðarhúsnæði í Hafnarfirði á fimmtudag.

Karlmaður á þrítugsaldri var í gær úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eftir að lögregla kom upp um umfangsmikla þurrkun kannabisefna í iðnaðarhúsnæði í Hafnarfirði á fimmtudag.

Maðurinn var handtekinn við húsnæðið og fann lögregla um tuttugu kíló af kannabisefnum á staðnum. Kærasta mannsins var einnig handtekin en hefur verið látin laus. Þetta staðfestir Margeir Sveinsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Við húsleit hjá manninum fannst eitt kíló af amfetamíni og um 700 þúsund krónur í reiðufé.

Lögregla hefur áður haft afskipti af manninum sem er frá Póllandi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×