Klúður í Tyrklandsheimsókn rænir forseta leiðtogaráðsins svefni Kjartan Kjartansson skrifar 10. apríl 2021 10:31 Michel (t.h.) hlaut bágt fyrir að standa ekki við bakið á Ursulu von der Leyen (f.m.) þegar þau funduðu með Recep Erdogan í Tyrklandi í vikunni. AP/Burhan Ozbilici Charles Michel, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, segist missa svefn vegna þess að hann lét hjá líða að mótmæla því að Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnarinnar, fengi ekki sæti með þeim Recep Erdogan, forseta Tyrklands, í heimsókn þeirra í vikunni. Tyrkir voru sakaðir um að sýna von der Leyen óvirðingu vegna þess að hún er kona þegar ekki var gert ráð fyrir sæti fyrir hana þegar hún og Michel fóru á fund Erdogan í forsetahöllinni í Ankara á þriðjudag. Von der Leyen sást sitja til hliðar í sófa á meðan karlarnir tveir ræddu málin í stólum sem hafði verið komið fyrir. Tyrkneski utanríkisráðherrann fullyrti að tilhögunin hefði verið í samræmi við óskir ESB fyrir heimsóknina. Michel hefur sætt gagnrýni fyrir að hafa sýnt lydduskap þar sem hann kom von der Leyen ekki til varnar á fundinum. Hann segist sjá eftir aðgerðaleysinu. Gæti hann endurtekið atvikið kæmi hann því til leiðar að öllum væri virðing sýnd á fundinum. „Ég dreg ekki dul á það að ég hef ekki sofið vel á nóttinni síðan vegna þess að atvikið spilast aftur og aftur í huga mér,“ sagði Michel við þýska blaðið Handelsblatt sem Reuters-fréttastofan vitnar í. Hann afsakaði sig með þeim rökum að ef hann hefði mótmælt sætaskipaninni hefði það skemmt fyrir mánaðalöngum tilraunum til að bæta tengsl Evrópusambandsins og Tyrklands. Evrópusambandið Tyrkland Tengdar fréttir Tyrkir neita því að þeir hafi snuprað von der Leyen Utanríkisráðherra Tyrklands segir fráleitt að Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, hafi verið sýnd óvirðing vegna kynferðis hennar á fundi með Recep Erdogan forseta á þriðjudag. Von der Leyen var látin sitja á sófa til hliðar við Erdogan og Charles Michel, forseta leiðtogaráðs ESB. 8. apríl 2021 11:21 Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Innlent Fleiri fréttir Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Sjá meira
Tyrkir voru sakaðir um að sýna von der Leyen óvirðingu vegna þess að hún er kona þegar ekki var gert ráð fyrir sæti fyrir hana þegar hún og Michel fóru á fund Erdogan í forsetahöllinni í Ankara á þriðjudag. Von der Leyen sást sitja til hliðar í sófa á meðan karlarnir tveir ræddu málin í stólum sem hafði verið komið fyrir. Tyrkneski utanríkisráðherrann fullyrti að tilhögunin hefði verið í samræmi við óskir ESB fyrir heimsóknina. Michel hefur sætt gagnrýni fyrir að hafa sýnt lydduskap þar sem hann kom von der Leyen ekki til varnar á fundinum. Hann segist sjá eftir aðgerðaleysinu. Gæti hann endurtekið atvikið kæmi hann því til leiðar að öllum væri virðing sýnd á fundinum. „Ég dreg ekki dul á það að ég hef ekki sofið vel á nóttinni síðan vegna þess að atvikið spilast aftur og aftur í huga mér,“ sagði Michel við þýska blaðið Handelsblatt sem Reuters-fréttastofan vitnar í. Hann afsakaði sig með þeim rökum að ef hann hefði mótmælt sætaskipaninni hefði það skemmt fyrir mánaðalöngum tilraunum til að bæta tengsl Evrópusambandsins og Tyrklands.
Evrópusambandið Tyrkland Tengdar fréttir Tyrkir neita því að þeir hafi snuprað von der Leyen Utanríkisráðherra Tyrklands segir fráleitt að Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, hafi verið sýnd óvirðing vegna kynferðis hennar á fundi með Recep Erdogan forseta á þriðjudag. Von der Leyen var látin sitja á sófa til hliðar við Erdogan og Charles Michel, forseta leiðtogaráðs ESB. 8. apríl 2021 11:21 Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Innlent Fleiri fréttir Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Sjá meira
Tyrkir neita því að þeir hafi snuprað von der Leyen Utanríkisráðherra Tyrklands segir fráleitt að Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, hafi verið sýnd óvirðing vegna kynferðis hennar á fundi með Recep Erdogan forseta á þriðjudag. Von der Leyen var látin sitja á sófa til hliðar við Erdogan og Charles Michel, forseta leiðtogaráðs ESB. 8. apríl 2021 11:21