Klúður í Tyrklandsheimsókn rænir forseta leiðtogaráðsins svefni Kjartan Kjartansson skrifar 10. apríl 2021 10:31 Michel (t.h.) hlaut bágt fyrir að standa ekki við bakið á Ursulu von der Leyen (f.m.) þegar þau funduðu með Recep Erdogan í Tyrklandi í vikunni. AP/Burhan Ozbilici Charles Michel, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, segist missa svefn vegna þess að hann lét hjá líða að mótmæla því að Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnarinnar, fengi ekki sæti með þeim Recep Erdogan, forseta Tyrklands, í heimsókn þeirra í vikunni. Tyrkir voru sakaðir um að sýna von der Leyen óvirðingu vegna þess að hún er kona þegar ekki var gert ráð fyrir sæti fyrir hana þegar hún og Michel fóru á fund Erdogan í forsetahöllinni í Ankara á þriðjudag. Von der Leyen sást sitja til hliðar í sófa á meðan karlarnir tveir ræddu málin í stólum sem hafði verið komið fyrir. Tyrkneski utanríkisráðherrann fullyrti að tilhögunin hefði verið í samræmi við óskir ESB fyrir heimsóknina. Michel hefur sætt gagnrýni fyrir að hafa sýnt lydduskap þar sem hann kom von der Leyen ekki til varnar á fundinum. Hann segist sjá eftir aðgerðaleysinu. Gæti hann endurtekið atvikið kæmi hann því til leiðar að öllum væri virðing sýnd á fundinum. „Ég dreg ekki dul á það að ég hef ekki sofið vel á nóttinni síðan vegna þess að atvikið spilast aftur og aftur í huga mér,“ sagði Michel við þýska blaðið Handelsblatt sem Reuters-fréttastofan vitnar í. Hann afsakaði sig með þeim rökum að ef hann hefði mótmælt sætaskipaninni hefði það skemmt fyrir mánaðalöngum tilraunum til að bæta tengsl Evrópusambandsins og Tyrklands. Evrópusambandið Tyrkland Tengdar fréttir Tyrkir neita því að þeir hafi snuprað von der Leyen Utanríkisráðherra Tyrklands segir fráleitt að Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, hafi verið sýnd óvirðing vegna kynferðis hennar á fundi með Recep Erdogan forseta á þriðjudag. Von der Leyen var látin sitja á sófa til hliðar við Erdogan og Charles Michel, forseta leiðtogaráðs ESB. 8. apríl 2021 11:21 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Sjá meira
Tyrkir voru sakaðir um að sýna von der Leyen óvirðingu vegna þess að hún er kona þegar ekki var gert ráð fyrir sæti fyrir hana þegar hún og Michel fóru á fund Erdogan í forsetahöllinni í Ankara á þriðjudag. Von der Leyen sást sitja til hliðar í sófa á meðan karlarnir tveir ræddu málin í stólum sem hafði verið komið fyrir. Tyrkneski utanríkisráðherrann fullyrti að tilhögunin hefði verið í samræmi við óskir ESB fyrir heimsóknina. Michel hefur sætt gagnrýni fyrir að hafa sýnt lydduskap þar sem hann kom von der Leyen ekki til varnar á fundinum. Hann segist sjá eftir aðgerðaleysinu. Gæti hann endurtekið atvikið kæmi hann því til leiðar að öllum væri virðing sýnd á fundinum. „Ég dreg ekki dul á það að ég hef ekki sofið vel á nóttinni síðan vegna þess að atvikið spilast aftur og aftur í huga mér,“ sagði Michel við þýska blaðið Handelsblatt sem Reuters-fréttastofan vitnar í. Hann afsakaði sig með þeim rökum að ef hann hefði mótmælt sætaskipaninni hefði það skemmt fyrir mánaðalöngum tilraunum til að bæta tengsl Evrópusambandsins og Tyrklands.
Evrópusambandið Tyrkland Tengdar fréttir Tyrkir neita því að þeir hafi snuprað von der Leyen Utanríkisráðherra Tyrklands segir fráleitt að Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, hafi verið sýnd óvirðing vegna kynferðis hennar á fundi með Recep Erdogan forseta á þriðjudag. Von der Leyen var látin sitja á sófa til hliðar við Erdogan og Charles Michel, forseta leiðtogaráðs ESB. 8. apríl 2021 11:21 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Sjá meira
Tyrkir neita því að þeir hafi snuprað von der Leyen Utanríkisráðherra Tyrklands segir fráleitt að Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, hafi verið sýnd óvirðing vegna kynferðis hennar á fundi með Recep Erdogan forseta á þriðjudag. Von der Leyen var látin sitja á sófa til hliðar við Erdogan og Charles Michel, forseta leiðtogaráðs ESB. 8. apríl 2021 11:21