Samkvæmt Facebook-færslu slökkviliðsins mátti afar litlu muna að eldur bærist í nærliggjandi byggingar. Mbl.is hefur eftir varðstjóra slökkviliðsins að talið sé að kveikt hafi verið í bílunum.
Á þriðja tug „Covid-flutninga“
Samkvæmt færslunni fór slökkviliðið í 130 sjúkraflutninga síðasta sólarhring. Um var að ræða 18 útköll í hæsta forgangi og 23 verkefni „tengd Covid-19.“
Það að útkall sé sagt tengjast Covid-19 þýðir ekki að um staðfest Covid-smit sé að ræða, heldur að mögulegt sé að einstaklingur sem fluttur er sé með Covid-19.