Innlent

Rannsaka árás á hótelstarfsmann í Reykjavik

Kjartan Kjartansson skrifar
Lögregla telur sig hafa upplýsingar um meintan árásarmann.
Lögregla telur sig hafa upplýsingar um meintan árásarmann. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú árás á hótelstarfsmann í Reykjavík í gærkvöldi. Meintur árásarmaður var farinn af vettvangi þegar lögreglu bar að garði en hún er sögð hafa upplýsingar um hann.

Í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að starfsmaður hótels hafi tilkynnt um að ráðist hefði verið á hann um klukkan tíu í gærkvöldi. Frekari upplýsingar um málið komu þar ekki fram, aðrar en að málið væri í rannsókn.

Nokkrir ökumenn voru stöðvaðir grunaðir um ölvunar eða fíkniefnaakstur á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt. Þá var eitthvað um kvartanir vegna hávaða og önnur minniháttar mál.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.