Hraunflæði aukist og enginn endir í augsýn Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Kristín Ólafsdóttir skrifa 9. apríl 2021 20:30 Hraunrennsli í eldgosinu við Fagradalsfjall hefur aukist nokkuð síðustu daga sem er talið nokkuð óvenjulegt. Vísir/Robert Cabrera Hraunrennsli í eldgosinu á Reykjanesskaga hefur aukist töluvert undanfarna sólarhringa en venjulega dregur úr hraunflæði með tímanum. Síðast voru gerðar hraunflæðismælingar á gossvæðinu við Fagradalsfjall í gær. Niðurstöður úr þeim sýna að rennslið sólarhringinn á undan var nálægt átta rúmmetrum á sekúndu. Meðalrennsli frá því gosið hófst hefur verið um fimm rúmmetrar á sekúndu og aukningin því talsverð. „Eftir þrjár vikur er það heldur meira en það var fyrsta daginn og það hefur sem sagt ekki dregið úr, við sjáum engin merki um endi heldur ef eitthvað er hefur það aðeins aukist. Það er ólíkt því sem við sjáum í flestum eldgosum hér á landi,“ sagði Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur, á upplýsingafundi almannavarna í dag. Gosstöðvarnar voru tilkomumiklar í dag.Vísir/Robert Cabrera Ekki er útilokað að nýjar sprungur opnist á svæðinu, einkum norðaustan við gosstaðina þrjá. „Það gæti brennt þig, ef þetta kæmi upp beint við hliðina á, ef þú værir með hendina hérna eða í stuttbuxum, aðalatriðið er að hlaupa í burtu og ef sprungan liggur svona þá hleypurðu þangað eða þangað,“ sagði Magnús og lýsti aðstæðum með handabendingum sem sjá má í klippunni hér að neðan. Ýmsar ráðstafanir hafa nú verið gerðar til að auka öryggi við gosstöðvarnar, sem rýmdar verða klukkan ellefu í kvöld. Svokölluð A-leið að gosinu var endurstikuð í gær eftir uppfært hættumat á svæðinu og hefur fólk gengið þá leið í dag. Þá var tjald björgunarsveitarinnar Þorbjarnar, sem tekið var niður eftir að ný sprunga opnaðist um 200 metrum frá, reist á nýjum stað í Meradölum í gærmorgun. Einhverjir voru á ferli við gosstöðvarnar í dag en ekki nærri því eins margir og undanfarnar vikur.Vísir/Robert Cabrera „Hérna erum við með litla vettvangsbækistöð fyrir okkar fólk á svæðinu, það sem það getur alla vega komið í smá hlýju til að borða nestið sitt eða eitthvað svoleiðis og haldið svo áfram. Þá þarf það ekki að keyra alla leið til Grindavíkur til að fara í svoleiðis,“ sagði Otti Rafn Sigmarsson, björgunarsveitarmaður, í dag. Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Hefðu ekki átt að setja upp tjald þar sem ný sprunga myndaðist Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, segir að eftir á að hyggja hafi ekki verið gott að staðsetja björgunarsveitartjald þar sem líkur voru á að ný sprunga ætti eftir að myndast. 9. apríl 2021 12:54 Fyrst sviði, þá hósti og svo lungnabjúgur allt að tveimur dögum seinna Brennisteinsdíoxíð getur valdið eringu í húð, slímhúð og efri hluta öndunarfæra. Mikið magn getur valdið svokölluðum lungnabjúg en tveir sólahringar geta liðið þar til hann kemur fram. 9. apríl 2021 12:35 Þrennt ber að varast; nýja gíga, hraunbrúnir og gasmengun Það er þrennt sem ber að varast á gosstöðvunum; nýja gíga, hrun og undanhlaup á við hraunbrúnir og gasmengun. Þetta kom fram á upplýsingafundi vegna eldgossins í Fagradalsfjalli rétt í þessu. 9. apríl 2021 11:40 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Fleiri fréttir Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Sjá meira
Síðast voru gerðar hraunflæðismælingar á gossvæðinu við Fagradalsfjall í gær. Niðurstöður úr þeim sýna að rennslið sólarhringinn á undan var nálægt átta rúmmetrum á sekúndu. Meðalrennsli frá því gosið hófst hefur verið um fimm rúmmetrar á sekúndu og aukningin því talsverð. „Eftir þrjár vikur er það heldur meira en það var fyrsta daginn og það hefur sem sagt ekki dregið úr, við sjáum engin merki um endi heldur ef eitthvað er hefur það aðeins aukist. Það er ólíkt því sem við sjáum í flestum eldgosum hér á landi,“ sagði Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur, á upplýsingafundi almannavarna í dag. Gosstöðvarnar voru tilkomumiklar í dag.Vísir/Robert Cabrera Ekki er útilokað að nýjar sprungur opnist á svæðinu, einkum norðaustan við gosstaðina þrjá. „Það gæti brennt þig, ef þetta kæmi upp beint við hliðina á, ef þú værir með hendina hérna eða í stuttbuxum, aðalatriðið er að hlaupa í burtu og ef sprungan liggur svona þá hleypurðu þangað eða þangað,“ sagði Magnús og lýsti aðstæðum með handabendingum sem sjá má í klippunni hér að neðan. Ýmsar ráðstafanir hafa nú verið gerðar til að auka öryggi við gosstöðvarnar, sem rýmdar verða klukkan ellefu í kvöld. Svokölluð A-leið að gosinu var endurstikuð í gær eftir uppfært hættumat á svæðinu og hefur fólk gengið þá leið í dag. Þá var tjald björgunarsveitarinnar Þorbjarnar, sem tekið var niður eftir að ný sprunga opnaðist um 200 metrum frá, reist á nýjum stað í Meradölum í gærmorgun. Einhverjir voru á ferli við gosstöðvarnar í dag en ekki nærri því eins margir og undanfarnar vikur.Vísir/Robert Cabrera „Hérna erum við með litla vettvangsbækistöð fyrir okkar fólk á svæðinu, það sem það getur alla vega komið í smá hlýju til að borða nestið sitt eða eitthvað svoleiðis og haldið svo áfram. Þá þarf það ekki að keyra alla leið til Grindavíkur til að fara í svoleiðis,“ sagði Otti Rafn Sigmarsson, björgunarsveitarmaður, í dag.
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Hefðu ekki átt að setja upp tjald þar sem ný sprunga myndaðist Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, segir að eftir á að hyggja hafi ekki verið gott að staðsetja björgunarsveitartjald þar sem líkur voru á að ný sprunga ætti eftir að myndast. 9. apríl 2021 12:54 Fyrst sviði, þá hósti og svo lungnabjúgur allt að tveimur dögum seinna Brennisteinsdíoxíð getur valdið eringu í húð, slímhúð og efri hluta öndunarfæra. Mikið magn getur valdið svokölluðum lungnabjúg en tveir sólahringar geta liðið þar til hann kemur fram. 9. apríl 2021 12:35 Þrennt ber að varast; nýja gíga, hraunbrúnir og gasmengun Það er þrennt sem ber að varast á gosstöðvunum; nýja gíga, hrun og undanhlaup á við hraunbrúnir og gasmengun. Þetta kom fram á upplýsingafundi vegna eldgossins í Fagradalsfjalli rétt í þessu. 9. apríl 2021 11:40 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Fleiri fréttir Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Sjá meira
Hefðu ekki átt að setja upp tjald þar sem ný sprunga myndaðist Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, segir að eftir á að hyggja hafi ekki verið gott að staðsetja björgunarsveitartjald þar sem líkur voru á að ný sprunga ætti eftir að myndast. 9. apríl 2021 12:54
Fyrst sviði, þá hósti og svo lungnabjúgur allt að tveimur dögum seinna Brennisteinsdíoxíð getur valdið eringu í húð, slímhúð og efri hluta öndunarfæra. Mikið magn getur valdið svokölluðum lungnabjúg en tveir sólahringar geta liðið þar til hann kemur fram. 9. apríl 2021 12:35
Þrennt ber að varast; nýja gíga, hraunbrúnir og gasmengun Það er þrennt sem ber að varast á gosstöðvunum; nýja gíga, hrun og undanhlaup á við hraunbrúnir og gasmengun. Þetta kom fram á upplýsingafundi vegna eldgossins í Fagradalsfjalli rétt í þessu. 9. apríl 2021 11:40
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent