Umræðan um að sniðganga HM í Katar verður hærri og hærri Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. apríl 2021 09:00 Norska landsliðið vakti athygli fyrir bolina sem það klæddist í upphitun leikja sinna í undankeppni HM á dögunum. Quality Sport Images/Getty Images Undanfarnar vikur hafa raddir verið á kreiki að ýmsar Evrópuþjóðir séu að íhuga að sniðganga HM í knattspyrnu sem fram fer í Katar undir lok árs 2022. Má þar nefna Danmörku, Noreg, Þýskaland og Holland. Aron Laxdal, dósent í íþróttafræði, vakti athygli á þessu á Twitter-síðu sinni en hann er búsettur í Noregi. Nefnir hann fjölda ríkja innan Evrópu sem hafa gagnrýnt að mótið fari fram í Katar. 64% dana vilja nú að landsliðið sniðgangi HM, þar af 54% þeirra sem fylgja liðinu af krafti. Styrktaraðilar íhuga að hætta samstarfi. 68% þjóðverja og 66% hollendinga vilja að sín lið sniðgangi mótið. Umræðan er ekki einu sinni tekin á Íslandi. Ólgan erlendis ekki einu sinni rædd— Aron Laxdal, PhD (@aronlaxdal) April 8, 2021 „Það er mikil umræða í gangi hér í Noregi. Það er mikil og sterk grasrótarhreyfing sem hefur verið að vinda upp á sig. Stuðningsmannafélög klúbba settu þetta af stað á meðan rétthafinn, norska sjónvarpsstöðin TV2, hefur reynt að lægja öldurnar og birt hina ýmsu pistla í fjölmiðlum,“ sagði Aron í stuttu viðtali við Vísi um málið. „Það sem er svo áhugavert við þetta er að þetta kemur frá grasrótinni, og fleiri og fleiri melda sig inn eftir því sem umræðan verður meiri. Fleiri og fleiri landslið taka afstöðu í kjölfarið,“ bætti hann við. Þetta hefur svo sannarlega farið mikið fyrir þessu í Noregi og gaf landsliðið til að mynda skír skilaboð fyrir leiki sína í undankeppni HM nú á dögunum. Leikmenn hituðu upp í hvítum stuttermabolum sem stóð á „Human rights - on and off the pitch“ á ensku. Þá hefur Ståle Solbakken, þjálfari liðsins, ekki útilokað að Noregur sniðgangi HM fari svo að þeir vinni sér inn þátttökurétt á mótinu. Eins og Aron bendir á er umræðan einnig hávær í Danmörku. Þar er þetta þó orðið að meiru en aðeins umræðu þar sem Arbejdernes Landsbank, stærsti styrktaraðili danska knattspyrnu-sambandsins, hefur ákveðið að rifta samningi sínum við sambandið. Arbejdernes Landsbanker í eigu stéttarfélaga þar í landi og vilja þau ekki vera tengd við HM í Katar á einn eða annan hátt. Í dönskum fréttamiðlum er sagt að ákvörðunin sé viðskiptaleg til þess að koma í veg fyrri lagaflækur. Fótbolti HM 2022 í Katar Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir „Draumur síðan ég var krakki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Sjá meira
Aron Laxdal, dósent í íþróttafræði, vakti athygli á þessu á Twitter-síðu sinni en hann er búsettur í Noregi. Nefnir hann fjölda ríkja innan Evrópu sem hafa gagnrýnt að mótið fari fram í Katar. 64% dana vilja nú að landsliðið sniðgangi HM, þar af 54% þeirra sem fylgja liðinu af krafti. Styrktaraðilar íhuga að hætta samstarfi. 68% þjóðverja og 66% hollendinga vilja að sín lið sniðgangi mótið. Umræðan er ekki einu sinni tekin á Íslandi. Ólgan erlendis ekki einu sinni rædd— Aron Laxdal, PhD (@aronlaxdal) April 8, 2021 „Það er mikil umræða í gangi hér í Noregi. Það er mikil og sterk grasrótarhreyfing sem hefur verið að vinda upp á sig. Stuðningsmannafélög klúbba settu þetta af stað á meðan rétthafinn, norska sjónvarpsstöðin TV2, hefur reynt að lægja öldurnar og birt hina ýmsu pistla í fjölmiðlum,“ sagði Aron í stuttu viðtali við Vísi um málið. „Það sem er svo áhugavert við þetta er að þetta kemur frá grasrótinni, og fleiri og fleiri melda sig inn eftir því sem umræðan verður meiri. Fleiri og fleiri landslið taka afstöðu í kjölfarið,“ bætti hann við. Þetta hefur svo sannarlega farið mikið fyrir þessu í Noregi og gaf landsliðið til að mynda skír skilaboð fyrir leiki sína í undankeppni HM nú á dögunum. Leikmenn hituðu upp í hvítum stuttermabolum sem stóð á „Human rights - on and off the pitch“ á ensku. Þá hefur Ståle Solbakken, þjálfari liðsins, ekki útilokað að Noregur sniðgangi HM fari svo að þeir vinni sér inn þátttökurétt á mótinu. Eins og Aron bendir á er umræðan einnig hávær í Danmörku. Þar er þetta þó orðið að meiru en aðeins umræðu þar sem Arbejdernes Landsbank, stærsti styrktaraðili danska knattspyrnu-sambandsins, hefur ákveðið að rifta samningi sínum við sambandið. Arbejdernes Landsbanker í eigu stéttarfélaga þar í landi og vilja þau ekki vera tengd við HM í Katar á einn eða annan hátt. Í dönskum fréttamiðlum er sagt að ákvörðunin sé viðskiptaleg til þess að koma í veg fyrri lagaflækur.
Fótbolti HM 2022 í Katar Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir „Draumur síðan ég var krakki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Sjá meira