Norðmenn halda áfram að mótmæla Anton Ingi Leifsson skrifar 27. mars 2021 22:31 Håland í upphituninni fyrir leik dagsins. Hann komst ekki á blað í dag. Fran Santiago/Getty Images Norska knattspyrnuliðið hélt í dag áfram að mótmæla mannréttindabrotum í Katar er þeir mættu Tyrkjum í undankeppni HM 2022. Allir leikmenn norska landsliðsins klæddust bolum fyrir leikinn þar sem á stóð: Mannréttindi - inn á og utan vallar eða „Human rights - on and off the pitch“ á ensku. Það gerðu þeir einnig í leiknum á miðvikudag en á bolum dagsins stóð einnig að Noregur og Þýskaland hefðu gert sitt og hvaða þjóðir yrðu næstar. Einnig voru þeir með eina hönd á lofti en það skilaði þeim ekki sigri í dag. Tyrkirnir skelltu Norðmönnum 3-0 er leikið var í Malaga vegna harðra sóttvarnarreglna í Noregi. Norway taking to the pitch vs Turkey with a new t-shirt.This time the slogan reads:"HUMAN RIGHTS - on and off the pitchNorway✅Germany✅NEXT?"With one arm raised. pic.twitter.com/NiQPjtbeYS— Jonas Giæver (@CheGiaevara) March 27, 2021 Mótmælin í Noregi, sem byrjuðu hjá úrvalsdeildarfélaginu Tromsö, hafa fengið talsverðan meðvind að undanförnu en Tromsö skoraði á norska sambandið að sniðganga HM í Katar vegna fjölda mannréttindabrota í landinu. The Guardian hefur heimildir fyrir því að 6500 farandverkamenn hafi dáið í framkvæmdum tengdum heimsmeistaramótinu síðan árið 2010 þegar Katar tryggði sér réttinn að halda heimsmeistaramótið. Stjórnvöld í Katar svöruðu með því að segja að aðeins örlítill hluti af þeim 1,4 milljónum farandverkamönnum, sem störfuðu við framkvæmdirnar, hafi dáið í vinnutengdum slysum frá 2010 til 2019. Stjórnvöld segjast líka hafa gert sitt í að bæta vinnuaðstæður og öryggi verkamannanna á síðustu tveimur áratugum og hafi refsað þeim eigendum fyrirtækja sem hafa brotið reglurnar. HM 2022 í Katar Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Fleiri fréttir Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Sjá meira
Allir leikmenn norska landsliðsins klæddust bolum fyrir leikinn þar sem á stóð: Mannréttindi - inn á og utan vallar eða „Human rights - on and off the pitch“ á ensku. Það gerðu þeir einnig í leiknum á miðvikudag en á bolum dagsins stóð einnig að Noregur og Þýskaland hefðu gert sitt og hvaða þjóðir yrðu næstar. Einnig voru þeir með eina hönd á lofti en það skilaði þeim ekki sigri í dag. Tyrkirnir skelltu Norðmönnum 3-0 er leikið var í Malaga vegna harðra sóttvarnarreglna í Noregi. Norway taking to the pitch vs Turkey with a new t-shirt.This time the slogan reads:"HUMAN RIGHTS - on and off the pitchNorway✅Germany✅NEXT?"With one arm raised. pic.twitter.com/NiQPjtbeYS— Jonas Giæver (@CheGiaevara) March 27, 2021 Mótmælin í Noregi, sem byrjuðu hjá úrvalsdeildarfélaginu Tromsö, hafa fengið talsverðan meðvind að undanförnu en Tromsö skoraði á norska sambandið að sniðganga HM í Katar vegna fjölda mannréttindabrota í landinu. The Guardian hefur heimildir fyrir því að 6500 farandverkamenn hafi dáið í framkvæmdum tengdum heimsmeistaramótinu síðan árið 2010 þegar Katar tryggði sér réttinn að halda heimsmeistaramótið. Stjórnvöld í Katar svöruðu með því að segja að aðeins örlítill hluti af þeim 1,4 milljónum farandverkamönnum, sem störfuðu við framkvæmdirnar, hafi dáið í vinnutengdum slysum frá 2010 til 2019. Stjórnvöld segjast líka hafa gert sitt í að bæta vinnuaðstæður og öryggi verkamannanna á síðustu tveimur áratugum og hafi refsað þeim eigendum fyrirtækja sem hafa brotið reglurnar.
HM 2022 í Katar Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Fleiri fréttir Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Sjá meira