Umræðan um að sniðganga HM í Katar verður hærri og hærri Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. apríl 2021 09:00 Norska landsliðið vakti athygli fyrir bolina sem það klæddist í upphitun leikja sinna í undankeppni HM á dögunum. Quality Sport Images/Getty Images Undanfarnar vikur hafa raddir verið á kreiki að ýmsar Evrópuþjóðir séu að íhuga að sniðganga HM í knattspyrnu sem fram fer í Katar undir lok árs 2022. Má þar nefna Danmörku, Noreg, Þýskaland og Holland. Aron Laxdal, dósent í íþróttafræði, vakti athygli á þessu á Twitter-síðu sinni en hann er búsettur í Noregi. Nefnir hann fjölda ríkja innan Evrópu sem hafa gagnrýnt að mótið fari fram í Katar. 64% dana vilja nú að landsliðið sniðgangi HM, þar af 54% þeirra sem fylgja liðinu af krafti. Styrktaraðilar íhuga að hætta samstarfi. 68% þjóðverja og 66% hollendinga vilja að sín lið sniðgangi mótið. Umræðan er ekki einu sinni tekin á Íslandi. Ólgan erlendis ekki einu sinni rædd— Aron Laxdal, PhD (@aronlaxdal) April 8, 2021 „Það er mikil umræða í gangi hér í Noregi. Það er mikil og sterk grasrótarhreyfing sem hefur verið að vinda upp á sig. Stuðningsmannafélög klúbba settu þetta af stað á meðan rétthafinn, norska sjónvarpsstöðin TV2, hefur reynt að lægja öldurnar og birt hina ýmsu pistla í fjölmiðlum,“ sagði Aron í stuttu viðtali við Vísi um málið. „Það sem er svo áhugavert við þetta er að þetta kemur frá grasrótinni, og fleiri og fleiri melda sig inn eftir því sem umræðan verður meiri. Fleiri og fleiri landslið taka afstöðu í kjölfarið,“ bætti hann við. Þetta hefur svo sannarlega farið mikið fyrir þessu í Noregi og gaf landsliðið til að mynda skír skilaboð fyrir leiki sína í undankeppni HM nú á dögunum. Leikmenn hituðu upp í hvítum stuttermabolum sem stóð á „Human rights - on and off the pitch“ á ensku. Þá hefur Ståle Solbakken, þjálfari liðsins, ekki útilokað að Noregur sniðgangi HM fari svo að þeir vinni sér inn þátttökurétt á mótinu. Eins og Aron bendir á er umræðan einnig hávær í Danmörku. Þar er þetta þó orðið að meiru en aðeins umræðu þar sem Arbejdernes Landsbank, stærsti styrktaraðili danska knattspyrnu-sambandsins, hefur ákveðið að rifta samningi sínum við sambandið. Arbejdernes Landsbanker í eigu stéttarfélaga þar í landi og vilja þau ekki vera tengd við HM í Katar á einn eða annan hátt. Í dönskum fréttamiðlum er sagt að ákvörðunin sé viðskiptaleg til þess að koma í veg fyrri lagaflækur. Fótbolti HM 2022 í Katar Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Fleiri fréttir „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Sjá meira
Aron Laxdal, dósent í íþróttafræði, vakti athygli á þessu á Twitter-síðu sinni en hann er búsettur í Noregi. Nefnir hann fjölda ríkja innan Evrópu sem hafa gagnrýnt að mótið fari fram í Katar. 64% dana vilja nú að landsliðið sniðgangi HM, þar af 54% þeirra sem fylgja liðinu af krafti. Styrktaraðilar íhuga að hætta samstarfi. 68% þjóðverja og 66% hollendinga vilja að sín lið sniðgangi mótið. Umræðan er ekki einu sinni tekin á Íslandi. Ólgan erlendis ekki einu sinni rædd— Aron Laxdal, PhD (@aronlaxdal) April 8, 2021 „Það er mikil umræða í gangi hér í Noregi. Það er mikil og sterk grasrótarhreyfing sem hefur verið að vinda upp á sig. Stuðningsmannafélög klúbba settu þetta af stað á meðan rétthafinn, norska sjónvarpsstöðin TV2, hefur reynt að lægja öldurnar og birt hina ýmsu pistla í fjölmiðlum,“ sagði Aron í stuttu viðtali við Vísi um málið. „Það sem er svo áhugavert við þetta er að þetta kemur frá grasrótinni, og fleiri og fleiri melda sig inn eftir því sem umræðan verður meiri. Fleiri og fleiri landslið taka afstöðu í kjölfarið,“ bætti hann við. Þetta hefur svo sannarlega farið mikið fyrir þessu í Noregi og gaf landsliðið til að mynda skír skilaboð fyrir leiki sína í undankeppni HM nú á dögunum. Leikmenn hituðu upp í hvítum stuttermabolum sem stóð á „Human rights - on and off the pitch“ á ensku. Þá hefur Ståle Solbakken, þjálfari liðsins, ekki útilokað að Noregur sniðgangi HM fari svo að þeir vinni sér inn þátttökurétt á mótinu. Eins og Aron bendir á er umræðan einnig hávær í Danmörku. Þar er þetta þó orðið að meiru en aðeins umræðu þar sem Arbejdernes Landsbank, stærsti styrktaraðili danska knattspyrnu-sambandsins, hefur ákveðið að rifta samningi sínum við sambandið. Arbejdernes Landsbanker í eigu stéttarfélaga þar í landi og vilja þau ekki vera tengd við HM í Katar á einn eða annan hátt. Í dönskum fréttamiðlum er sagt að ákvörðunin sé viðskiptaleg til þess að koma í veg fyrri lagaflækur.
Fótbolti HM 2022 í Katar Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Fleiri fréttir „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Sjá meira