Umræðan um að sniðganga HM í Katar verður hærri og hærri Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. apríl 2021 09:00 Norska landsliðið vakti athygli fyrir bolina sem það klæddist í upphitun leikja sinna í undankeppni HM á dögunum. Quality Sport Images/Getty Images Undanfarnar vikur hafa raddir verið á kreiki að ýmsar Evrópuþjóðir séu að íhuga að sniðganga HM í knattspyrnu sem fram fer í Katar undir lok árs 2022. Má þar nefna Danmörku, Noreg, Þýskaland og Holland. Aron Laxdal, dósent í íþróttafræði, vakti athygli á þessu á Twitter-síðu sinni en hann er búsettur í Noregi. Nefnir hann fjölda ríkja innan Evrópu sem hafa gagnrýnt að mótið fari fram í Katar. 64% dana vilja nú að landsliðið sniðgangi HM, þar af 54% þeirra sem fylgja liðinu af krafti. Styrktaraðilar íhuga að hætta samstarfi. 68% þjóðverja og 66% hollendinga vilja að sín lið sniðgangi mótið. Umræðan er ekki einu sinni tekin á Íslandi. Ólgan erlendis ekki einu sinni rædd— Aron Laxdal, PhD (@aronlaxdal) April 8, 2021 „Það er mikil umræða í gangi hér í Noregi. Það er mikil og sterk grasrótarhreyfing sem hefur verið að vinda upp á sig. Stuðningsmannafélög klúbba settu þetta af stað á meðan rétthafinn, norska sjónvarpsstöðin TV2, hefur reynt að lægja öldurnar og birt hina ýmsu pistla í fjölmiðlum,“ sagði Aron í stuttu viðtali við Vísi um málið. „Það sem er svo áhugavert við þetta er að þetta kemur frá grasrótinni, og fleiri og fleiri melda sig inn eftir því sem umræðan verður meiri. Fleiri og fleiri landslið taka afstöðu í kjölfarið,“ bætti hann við. Þetta hefur svo sannarlega farið mikið fyrir þessu í Noregi og gaf landsliðið til að mynda skír skilaboð fyrir leiki sína í undankeppni HM nú á dögunum. Leikmenn hituðu upp í hvítum stuttermabolum sem stóð á „Human rights - on and off the pitch“ á ensku. Þá hefur Ståle Solbakken, þjálfari liðsins, ekki útilokað að Noregur sniðgangi HM fari svo að þeir vinni sér inn þátttökurétt á mótinu. Eins og Aron bendir á er umræðan einnig hávær í Danmörku. Þar er þetta þó orðið að meiru en aðeins umræðu þar sem Arbejdernes Landsbank, stærsti styrktaraðili danska knattspyrnu-sambandsins, hefur ákveðið að rifta samningi sínum við sambandið. Arbejdernes Landsbanker í eigu stéttarfélaga þar í landi og vilja þau ekki vera tengd við HM í Katar á einn eða annan hátt. Í dönskum fréttamiðlum er sagt að ákvörðunin sé viðskiptaleg til þess að koma í veg fyrri lagaflækur. Fótbolti HM 2022 í Katar Mest lesið Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Handbolti „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ Handbolti „Þjáning í marga daga“ Handbolti Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Fótbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Stefnir úr hermiakstri í Formúlu 3 Sport Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Fleiri fréttir Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi Sjá meira
Aron Laxdal, dósent í íþróttafræði, vakti athygli á þessu á Twitter-síðu sinni en hann er búsettur í Noregi. Nefnir hann fjölda ríkja innan Evrópu sem hafa gagnrýnt að mótið fari fram í Katar. 64% dana vilja nú að landsliðið sniðgangi HM, þar af 54% þeirra sem fylgja liðinu af krafti. Styrktaraðilar íhuga að hætta samstarfi. 68% þjóðverja og 66% hollendinga vilja að sín lið sniðgangi mótið. Umræðan er ekki einu sinni tekin á Íslandi. Ólgan erlendis ekki einu sinni rædd— Aron Laxdal, PhD (@aronlaxdal) April 8, 2021 „Það er mikil umræða í gangi hér í Noregi. Það er mikil og sterk grasrótarhreyfing sem hefur verið að vinda upp á sig. Stuðningsmannafélög klúbba settu þetta af stað á meðan rétthafinn, norska sjónvarpsstöðin TV2, hefur reynt að lægja öldurnar og birt hina ýmsu pistla í fjölmiðlum,“ sagði Aron í stuttu viðtali við Vísi um málið. „Það sem er svo áhugavert við þetta er að þetta kemur frá grasrótinni, og fleiri og fleiri melda sig inn eftir því sem umræðan verður meiri. Fleiri og fleiri landslið taka afstöðu í kjölfarið,“ bætti hann við. Þetta hefur svo sannarlega farið mikið fyrir þessu í Noregi og gaf landsliðið til að mynda skír skilaboð fyrir leiki sína í undankeppni HM nú á dögunum. Leikmenn hituðu upp í hvítum stuttermabolum sem stóð á „Human rights - on and off the pitch“ á ensku. Þá hefur Ståle Solbakken, þjálfari liðsins, ekki útilokað að Noregur sniðgangi HM fari svo að þeir vinni sér inn þátttökurétt á mótinu. Eins og Aron bendir á er umræðan einnig hávær í Danmörku. Þar er þetta þó orðið að meiru en aðeins umræðu þar sem Arbejdernes Landsbank, stærsti styrktaraðili danska knattspyrnu-sambandsins, hefur ákveðið að rifta samningi sínum við sambandið. Arbejdernes Landsbanker í eigu stéttarfélaga þar í landi og vilja þau ekki vera tengd við HM í Katar á einn eða annan hátt. Í dönskum fréttamiðlum er sagt að ákvörðunin sé viðskiptaleg til þess að koma í veg fyrri lagaflækur.
Fótbolti HM 2022 í Katar Mest lesið Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Handbolti „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ Handbolti „Þjáning í marga daga“ Handbolti Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Fótbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Stefnir úr hermiakstri í Formúlu 3 Sport Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Fleiri fréttir Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi Sjá meira