Gestirnir í Aston Villa komust í forystu á markamínútunni, þeirri fertugustu og þriðju, þegar Ollie Watkins afgreiddi boltann snyrtilega framhjá Alisson eftir sendingu frá John McGinn.
Liverpool menn töldu sig hafa jafnað metin í uppbótartíma fyrri hálfleiks þegar Roberto Firmino batt endahnútinn á góða sókn en þegar sóknin var skoðuð af VAR var Diogo Jota dæmdur rangstæður í aðdraganda marksins.
Aston Villa fór því með eins marks forystu í leikhléið.
Roberto Firmino's equaliser for Liverpool is ruled out after Diogo Jota was deemed offside in the build-up#LIVAVL pic.twitter.com/R2EQzeuznJ
— Amazon Prime Video Sport (@primevideosport) April 10, 2021
Mohamed Salah jafnaði metin fyrir Liverpool á 57.mínútu þegar hann fylgdi á eftir skoti Andy Robertson sem Emi Martinez hafði varið beint fyrir fætur Egyptans.
Jurgen Klopp gerði sóknarsinnaðar breytingar á liði sínu þegar leið á síðari hálfleikinn þar sem Thiago, Sadio Mane og Xherdan Shaqiri komu inn af varamannabekknum.
Sóknarþunginn skilaði sigurmarki á fyrstu mínútu uppbótartíma þegar Trent Alexander Arnold skoraði með góðu skoti utan vítateigs eftir snarpa sókn heimamanna.
Lokatölur 2-1 fyrir Liverpool sem lyftir liðinu upp í fjórða sæti deildarinnar.