Solberg gert að greiða 300 þúsund króna sekt fyrir sóttvarnabrotin Atli Ísleifsson skrifar 9. apríl 2021 08:17 Fréttir bárust af því að 8. mars að Solberg hafi gerst brotleg við reglur þar sem hún settist til borðs með þrettán öðrum þegar hún hélt upp á sextugsafmæli sitt í lok febrúar. EPA Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, hefur verið gert að greiða 20 þúsund norskra króna sekt, um 300 þúsund íslenskar, vegna sóttvarnabrota í skíðabænum Geilo í lok febrúar. Þetta kom fram á fréttamannafundi norsku lögreglunnar klukkan átta í morgun þar sem kynntar voru niðurstöður rannsóknar lögreglunnar. Fréttir bárust af því að 8. mars að Solberg hafi gerst brotleg við reglur þar sem hún settist til borðs með þrettán öðrum þegar hún hélt upp á sextugsafmæli sitt í lok febrúar. Forsætisráðherrann var stödd í Geilo ásamt fjölskyldu, tveimur systrum sínum og fjölskyldum þeirra. Lögreglustjórinn Ole B. Sæverud sagði að þó að allir væru jafnir fyrir lögum þá væru ekki allir jafnir. Solberg gegni embætti forsætisráðherra og því mikilvægt að hún fari sannarlega eftir þeim reglum sem stjórnvöld hafi sett þjóðinni.„Við teljum því rétt að bregðast við með því að gefa út refsingu, til að tryggja að traust ríki áfram meðal almennings um sóttvarnareglurnar,“ sagði Sæverud. Refsað fyrir kvöldverð sem hún komst ekki í Til stóð að Solberg myndi setjast til borðs með þrettán öðrum á veitingastaðnum Hallingstuene í Geilo vegna afmælis síns á föstudeginum 26. febrúar, en þegar til kastanna kom missti Solberg af kvöldverðinum. Á laugardeginum hafi hún hins vegar sest til borðs með þessum þrettán í leiguíbúð, en samkvæmt gildandi sóttvarnareglum í Noregi mega að hámarki tíu manns koma saman. Sæverud greindi jafnframt frá því að viðkennt sé að Sindre Finnes, eiginmaður Solberg, hafi gerst brotlegur við sóttvarnareglur með því að skipuleggja og sækja kvöldverðinn á föstudeginum, en að honum verði ekki gerð refsing. Sömu sögu sé að segja um veitingastaðinn sem um ræðir. Hann segir að forsætisráðherrann fái sektina fyrir að hafa skipulagt kvöldverðinn á veitingahúsinu á föstudeginum, þeim sem hún missti þó sjálf af. Fréttin hefur verið uppfærð. Noregur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Lögregla hefur rannsókn á sóttvarnabrotum Solbergs Lögregla í Noregi hefur hafið rannsókn á sóttvarnabrotum norska forsætisráðherrans Ernu Solberg. Greint var frá því í gær að Solberg hafi gerst brotleg við reglur þar sem hún settist til borðs með þrettán öðrum þegar hún hélt upp á sextugsafmæli sitt í lok febrúar. 19. mars 2021 09:48 Erna Solberg braut sóttvarnareglur í ferð með fjölskyldunni Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, braut sóttvarnareglur í febrúar þegar hún borðaði kvöldverð með þrettán öðrum. Þetta kemur fram í frétt norska ríkisútvarpsins NRK en brotið átti sér stað á meðan Solberg var í fríi í skíðabænum Geilo þar sem hún hélt upp á sextugsafmæli sitt. Þar var hún stödd ásamt fjölskyldu, tveimur systrum sínum og fjölskyldum þeirra. 18. mars 2021 23:08 Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira
Þetta kom fram á fréttamannafundi norsku lögreglunnar klukkan átta í morgun þar sem kynntar voru niðurstöður rannsóknar lögreglunnar. Fréttir bárust af því að 8. mars að Solberg hafi gerst brotleg við reglur þar sem hún settist til borðs með þrettán öðrum þegar hún hélt upp á sextugsafmæli sitt í lok febrúar. Forsætisráðherrann var stödd í Geilo ásamt fjölskyldu, tveimur systrum sínum og fjölskyldum þeirra. Lögreglustjórinn Ole B. Sæverud sagði að þó að allir væru jafnir fyrir lögum þá væru ekki allir jafnir. Solberg gegni embætti forsætisráðherra og því mikilvægt að hún fari sannarlega eftir þeim reglum sem stjórnvöld hafi sett þjóðinni.„Við teljum því rétt að bregðast við með því að gefa út refsingu, til að tryggja að traust ríki áfram meðal almennings um sóttvarnareglurnar,“ sagði Sæverud. Refsað fyrir kvöldverð sem hún komst ekki í Til stóð að Solberg myndi setjast til borðs með þrettán öðrum á veitingastaðnum Hallingstuene í Geilo vegna afmælis síns á föstudeginum 26. febrúar, en þegar til kastanna kom missti Solberg af kvöldverðinum. Á laugardeginum hafi hún hins vegar sest til borðs með þessum þrettán í leiguíbúð, en samkvæmt gildandi sóttvarnareglum í Noregi mega að hámarki tíu manns koma saman. Sæverud greindi jafnframt frá því að viðkennt sé að Sindre Finnes, eiginmaður Solberg, hafi gerst brotlegur við sóttvarnareglur með því að skipuleggja og sækja kvöldverðinn á föstudeginum, en að honum verði ekki gerð refsing. Sömu sögu sé að segja um veitingastaðinn sem um ræðir. Hann segir að forsætisráðherrann fái sektina fyrir að hafa skipulagt kvöldverðinn á veitingahúsinu á föstudeginum, þeim sem hún missti þó sjálf af. Fréttin hefur verið uppfærð.
Noregur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Lögregla hefur rannsókn á sóttvarnabrotum Solbergs Lögregla í Noregi hefur hafið rannsókn á sóttvarnabrotum norska forsætisráðherrans Ernu Solberg. Greint var frá því í gær að Solberg hafi gerst brotleg við reglur þar sem hún settist til borðs með þrettán öðrum þegar hún hélt upp á sextugsafmæli sitt í lok febrúar. 19. mars 2021 09:48 Erna Solberg braut sóttvarnareglur í ferð með fjölskyldunni Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, braut sóttvarnareglur í febrúar þegar hún borðaði kvöldverð með þrettán öðrum. Þetta kemur fram í frétt norska ríkisútvarpsins NRK en brotið átti sér stað á meðan Solberg var í fríi í skíðabænum Geilo þar sem hún hélt upp á sextugsafmæli sitt. Þar var hún stödd ásamt fjölskyldu, tveimur systrum sínum og fjölskyldum þeirra. 18. mars 2021 23:08 Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira
Lögregla hefur rannsókn á sóttvarnabrotum Solbergs Lögregla í Noregi hefur hafið rannsókn á sóttvarnabrotum norska forsætisráðherrans Ernu Solberg. Greint var frá því í gær að Solberg hafi gerst brotleg við reglur þar sem hún settist til borðs með þrettán öðrum þegar hún hélt upp á sextugsafmæli sitt í lok febrúar. 19. mars 2021 09:48
Erna Solberg braut sóttvarnareglur í ferð með fjölskyldunni Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, braut sóttvarnareglur í febrúar þegar hún borðaði kvöldverð með þrettán öðrum. Þetta kemur fram í frétt norska ríkisútvarpsins NRK en brotið átti sér stað á meðan Solberg var í fríi í skíðabænum Geilo þar sem hún hélt upp á sextugsafmæli sitt. Þar var hún stödd ásamt fjölskyldu, tveimur systrum sínum og fjölskyldum þeirra. 18. mars 2021 23:08