Innlent

Göngu­mennirnir komnir í leitirnar

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Mennirnir sem fóru villur vega komust af sjálfsdáðum á rétta braut.
Mennirnir sem fóru villur vega komust af sjálfsdáðum á rétta braut. Vísir/Vilhelm

Göngumennirnir tveir sem týndust við gosstöðvarnar í Geldingadal fyrr í kvöld eru komnir í leitirnar. Mennirnir komust af sjálfsdáðum niður af fjallinu og mættu þar björgunarsveitarfólki sem hafði verið að leita að þeim.

Þetta staðfestir Davíð Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, í samtali við fréttastofu.

„Þetta sýnir bara hvað er jákvætt að hafa viðbragð á staðnum. Það er hægt að bregðast fljótt við þegar eitthvað bregður út af,“ segir Davíð.

Mennirnir komu í leitirnar rétt fyrir klukkan hálf ellefu en björgunarsveitir voru kallaðar út um klukkan 22 í kvöld. Þeir höfðu sjálfir hringt í neyðarlínuna og óskað eftir aðstoð.

Davíð segir að mennirnir hafi verið í góðu standi þegar þeir komu niður af fjallinu og hafi björgunarsveitarmenn fylgt þeim alla leið niður og gengið í skugga um að um sömu menn hafi verið að ræða og hringdu eftir aðstoð.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.