Gestum sóttkvíarhótelsins er nú frjálst að ljúka sóttkví annars staðar.Vísir/Vilhelm
Fulltrúar í velferðarnefnd Alþingis hafa fengið gögn frá heilbrigðisráðuneytinu varðandi undirbúning reglugerðar, sem varða skyldun komufarþega til dvalar á sóttkvíarhóteli, afhent.
Heilbrigðisráðuneytið hafði gefið nefndarmeðlimum þau svör að trúnaður ríkti um hluta upplýsinganna og þau væri hægt að afhenda nefndinni til skoðunar með þeim fyrirvara.
Halldóra Mogensen, fulltrúi Pírata í nefndinni, hafði gagnrýnt það að hluti gagnanna væri trúnaðarupplýsingar og sagði hún í samtali við fréttastofu í morgun að hún vildi ekki láta múlbinda sig eftir móttöku gagnanna. Halldóra staðfesti það í samtali við fréttastofu að gögnin hafi verið afhent og muni hún lesa þau í kvöld.
Hún sagði innihald minnisblaðanna eiga fullt erindi bæði við almenning og nefndarfólk til að meta stöðuna. Ráðuneytið gæti skyggt hluta sem eðlilega yrði að ríkja trúnaður um.
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðiráðherra sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld að venjulega séu gögn sem þessi ekki látin öðrum í hendur en þeim sem í ríkisstjórn sitja. Í þessu tilfelli hafi gögnin hins vegar átt erindi við almenning og því hafi þau verið afhent velferðarnefnd.
Fulltrúi Pírata í velferðarnefnd segir stjórnvöld hafa gengið of langt með reglugerð sem skyldaði alla til dvalar á sóttvarnahóteli eftir komuna til landsins. Hún hefur óskað eftir gögnum frá heilbrigðisráðuneytinu varðandi undirbúning reglugerðarinnar en ráðuneytið vill að trúnaður ríki um hluta gagnanna.
Mál sóttvarnarhótela er nú meðferðar í Landsrétti og von er á niðurstöðu í fyrsta lagi síðdegis í dag. Óeining er um næstu skref innan þingsins en þingmaður Viðreisnar segir skorta upplýsingar um nauðsyn aðgerðanna.
Helga Vala Helgadóttir, formaður velferðarnefndar Alþingis, telur að það sé einna helst sundurlyndi ríkisstjórnarflokkanna um að kenna hvernig fór um reglugerð um skyldudvöl í sóttvarnarhúsi.
Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.