Svandís segir mögulegt að breyta þurfi sóttvarnalögum Heimir Már Pétursson skrifar 8. apríl 2021 19:20 Ný reglugerð heilbrigðisráðherra um heimasóttkví og sóttkvíarhótel tekur gildi á miðnætti. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðherra setti nýja reglugerð í dag um sóttkví farþega til landsins þar sem skilyrði eru sett um aðstæður í heimasóttkví og ef þau eru ekki uppfyllt skuli fólk fara á sóttvarnahótel því að kostnaðarlausu. Sóttvarnalæknir segir það enga stefnubreytingu að stefnt sé að veirulausu Íslandi. Fjórir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og voru allir í sóttkví. Þrír greindust smitaðir á landamærunum. Sóttvarnalæknir skilaði nýju minnisblaði til heilbrigisráðherra eftir að reglugerð sem skyldaði alla til dvalar á sóttkvíarhóteli var dæmd ólögleg. Sóttvarnalæknir segir að grípa þurfi til allra aðgerða sem lög leyfi til að komoa í veg fyrir að covid 19 veiran sleppi inn í landið. Það sé lykillinn að afléttingu takmarkana innanlands.Vísir/Vilhelm „Við þurfum að reyna að bæta eftirlit með fólki sem er í sóttkví. Við þurfum að hafa skýrari kröfur og reglur um hvað húsnæðið þarf að uppfylla. Hvað fólk má gera og ekki gera í sóttkví. Svo þurfum við kannski að bæta eftirlitið á landamærum og fylgja því betur eftir hvort fólk er að fara í fullnægjandi húsnæði," segir Þórólfur Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur sett nýja reglugerð í þessum anda sem gildir til fyrsta maí. Auk þess leggur ráðherra til í bréfi til ríkissaksóknara að sektir fyrir brot á sóttvarnalögum verði hækkaðar umtalsvert og í öðru bréfi er lagt til við ríkislögreglustjóra að eftirlit með sóttkví verði hert. Reglur um heimasóttkví skilgreindar Heilbrigðisráðherra segir ekki útilokað að breyta þurfi sóttvarnalögum þrátt fyrir nýja reglugerð hennar.Vísir/Vilhelm „Nú gerum við ráð fyrir að það þurfi að uppfylla tiltekin skilyrði sem eru þröng til að kallast geti að vera í heimasóttkví. Ef þau eru ekki uppfyllt þurfi að vera í sóttkvíarhúsi,“ segir Svandís. Þetta hafi verið skoðaðmeð hliðsjón af dómi héraðsdóms og lagaumhverfisins. Fólk þarf aðvera eitt á sóttkvíarstaðen ef fleiri dvelji þar þurfi þeir að lúta öllum sömu skilyrðum og sásem er í sóttkví. Að öðrum kosti verði fólk að fara ásóttkvíarhótel. „Svo höfum við líka tekið ákvörðun um að falla frá gjaldtöku í sóttkvíarhótel og tryggja útiveru.“ Þannig að þú heldur að þetta rúmist innan lagarammans? „ Já ég hef verið fullvissuðum það af mínu fólki hér í ráðuneytinu," segir Svandís. Enn sé þó ekki útilokaðað breyta þurfi lögum „Ég held að viðþurfum að velta því fyrir okkur áfram næstu daga. Sjá hvernig þetta virkar. Þessi reglugerðtekur gildi núna á miðnætti þannig að við ættum að sjá áhrifin af þessum breytingum vonandi fljótt og vel," segir Svandís. Enginn stefnubreyting um veirufrítt Ísland Sóttvarnalæknir segir enga stefnubreytingu felast í þvíað stefnt sé aðveirulausu landi. Frá upphafi hafi markmiðiðverið að fletja kúrfuna. „Þá vissum við ekki hvað við gætum gert. Þá vissum við ekki hver árangurinn væri af okkar aðgerðum. Þegar við sáum að við gátum með aðgerðum haldið hér nánast veirufríu samfélagi þá að sjálfsögðu stefnum við að því. Það er það sem við höfum veriðað gera. Þess vegna erum við að reyna að aflétta aðgerðum innanlands eins og mögulegt er. En forsendan fyrir því er að við fáum ekki veiru inn í landið til að setja hér allt á kvolf," segir Þórólfur Guðnason. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Erlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Fleiri fréttir Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Sjá meira
Fjórir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og voru allir í sóttkví. Þrír greindust smitaðir á landamærunum. Sóttvarnalæknir skilaði nýju minnisblaði til heilbrigisráðherra eftir að reglugerð sem skyldaði alla til dvalar á sóttkvíarhóteli var dæmd ólögleg. Sóttvarnalæknir segir að grípa þurfi til allra aðgerða sem lög leyfi til að komoa í veg fyrir að covid 19 veiran sleppi inn í landið. Það sé lykillinn að afléttingu takmarkana innanlands.Vísir/Vilhelm „Við þurfum að reyna að bæta eftirlit með fólki sem er í sóttkví. Við þurfum að hafa skýrari kröfur og reglur um hvað húsnæðið þarf að uppfylla. Hvað fólk má gera og ekki gera í sóttkví. Svo þurfum við kannski að bæta eftirlitið á landamærum og fylgja því betur eftir hvort fólk er að fara í fullnægjandi húsnæði," segir Þórólfur Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur sett nýja reglugerð í þessum anda sem gildir til fyrsta maí. Auk þess leggur ráðherra til í bréfi til ríkissaksóknara að sektir fyrir brot á sóttvarnalögum verði hækkaðar umtalsvert og í öðru bréfi er lagt til við ríkislögreglustjóra að eftirlit með sóttkví verði hert. Reglur um heimasóttkví skilgreindar Heilbrigðisráðherra segir ekki útilokað að breyta þurfi sóttvarnalögum þrátt fyrir nýja reglugerð hennar.Vísir/Vilhelm „Nú gerum við ráð fyrir að það þurfi að uppfylla tiltekin skilyrði sem eru þröng til að kallast geti að vera í heimasóttkví. Ef þau eru ekki uppfyllt þurfi að vera í sóttkvíarhúsi,“ segir Svandís. Þetta hafi verið skoðaðmeð hliðsjón af dómi héraðsdóms og lagaumhverfisins. Fólk þarf aðvera eitt á sóttkvíarstaðen ef fleiri dvelji þar þurfi þeir að lúta öllum sömu skilyrðum og sásem er í sóttkví. Að öðrum kosti verði fólk að fara ásóttkvíarhótel. „Svo höfum við líka tekið ákvörðun um að falla frá gjaldtöku í sóttkvíarhótel og tryggja útiveru.“ Þannig að þú heldur að þetta rúmist innan lagarammans? „ Já ég hef verið fullvissuðum það af mínu fólki hér í ráðuneytinu," segir Svandís. Enn sé þó ekki útilokaðað breyta þurfi lögum „Ég held að viðþurfum að velta því fyrir okkur áfram næstu daga. Sjá hvernig þetta virkar. Þessi reglugerðtekur gildi núna á miðnætti þannig að við ættum að sjá áhrifin af þessum breytingum vonandi fljótt og vel," segir Svandís. Enginn stefnubreyting um veirufrítt Ísland Sóttvarnalæknir segir enga stefnubreytingu felast í þvíað stefnt sé aðveirulausu landi. Frá upphafi hafi markmiðiðverið að fletja kúrfuna. „Þá vissum við ekki hvað við gætum gert. Þá vissum við ekki hver árangurinn væri af okkar aðgerðum. Þegar við sáum að við gátum með aðgerðum haldið hér nánast veirufríu samfélagi þá að sjálfsögðu stefnum við að því. Það er það sem við höfum veriðað gera. Þess vegna erum við að reyna að aflétta aðgerðum innanlands eins og mögulegt er. En forsendan fyrir því er að við fáum ekki veiru inn í landið til að setja hér allt á kvolf," segir Þórólfur Guðnason.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Erlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Fleiri fréttir Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Sjá meira