Svandís segir mögulegt að breyta þurfi sóttvarnalögum Heimir Már Pétursson skrifar 8. apríl 2021 19:20 Ný reglugerð heilbrigðisráðherra um heimasóttkví og sóttkvíarhótel tekur gildi á miðnætti. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðherra setti nýja reglugerð í dag um sóttkví farþega til landsins þar sem skilyrði eru sett um aðstæður í heimasóttkví og ef þau eru ekki uppfyllt skuli fólk fara á sóttvarnahótel því að kostnaðarlausu. Sóttvarnalæknir segir það enga stefnubreytingu að stefnt sé að veirulausu Íslandi. Fjórir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og voru allir í sóttkví. Þrír greindust smitaðir á landamærunum. Sóttvarnalæknir skilaði nýju minnisblaði til heilbrigisráðherra eftir að reglugerð sem skyldaði alla til dvalar á sóttkvíarhóteli var dæmd ólögleg. Sóttvarnalæknir segir að grípa þurfi til allra aðgerða sem lög leyfi til að komoa í veg fyrir að covid 19 veiran sleppi inn í landið. Það sé lykillinn að afléttingu takmarkana innanlands.Vísir/Vilhelm „Við þurfum að reyna að bæta eftirlit með fólki sem er í sóttkví. Við þurfum að hafa skýrari kröfur og reglur um hvað húsnæðið þarf að uppfylla. Hvað fólk má gera og ekki gera í sóttkví. Svo þurfum við kannski að bæta eftirlitið á landamærum og fylgja því betur eftir hvort fólk er að fara í fullnægjandi húsnæði," segir Þórólfur Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur sett nýja reglugerð í þessum anda sem gildir til fyrsta maí. Auk þess leggur ráðherra til í bréfi til ríkissaksóknara að sektir fyrir brot á sóttvarnalögum verði hækkaðar umtalsvert og í öðru bréfi er lagt til við ríkislögreglustjóra að eftirlit með sóttkví verði hert. Reglur um heimasóttkví skilgreindar Heilbrigðisráðherra segir ekki útilokað að breyta þurfi sóttvarnalögum þrátt fyrir nýja reglugerð hennar.Vísir/Vilhelm „Nú gerum við ráð fyrir að það þurfi að uppfylla tiltekin skilyrði sem eru þröng til að kallast geti að vera í heimasóttkví. Ef þau eru ekki uppfyllt þurfi að vera í sóttkvíarhúsi,“ segir Svandís. Þetta hafi verið skoðaðmeð hliðsjón af dómi héraðsdóms og lagaumhverfisins. Fólk þarf aðvera eitt á sóttkvíarstaðen ef fleiri dvelji þar þurfi þeir að lúta öllum sömu skilyrðum og sásem er í sóttkví. Að öðrum kosti verði fólk að fara ásóttkvíarhótel. „Svo höfum við líka tekið ákvörðun um að falla frá gjaldtöku í sóttkvíarhótel og tryggja útiveru.“ Þannig að þú heldur að þetta rúmist innan lagarammans? „ Já ég hef verið fullvissuðum það af mínu fólki hér í ráðuneytinu," segir Svandís. Enn sé þó ekki útilokaðað breyta þurfi lögum „Ég held að viðþurfum að velta því fyrir okkur áfram næstu daga. Sjá hvernig þetta virkar. Þessi reglugerðtekur gildi núna á miðnætti þannig að við ættum að sjá áhrifin af þessum breytingum vonandi fljótt og vel," segir Svandís. Enginn stefnubreyting um veirufrítt Ísland Sóttvarnalæknir segir enga stefnubreytingu felast í þvíað stefnt sé aðveirulausu landi. Frá upphafi hafi markmiðiðverið að fletja kúrfuna. „Þá vissum við ekki hvað við gætum gert. Þá vissum við ekki hver árangurinn væri af okkar aðgerðum. Þegar við sáum að við gátum með aðgerðum haldið hér nánast veirufríu samfélagi þá að sjálfsögðu stefnum við að því. Það er það sem við höfum veriðað gera. Þess vegna erum við að reyna að aflétta aðgerðum innanlands eins og mögulegt er. En forsendan fyrir því er að við fáum ekki veiru inn í landið til að setja hér allt á kvolf," segir Þórólfur Guðnason. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Innlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira
Fjórir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og voru allir í sóttkví. Þrír greindust smitaðir á landamærunum. Sóttvarnalæknir skilaði nýju minnisblaði til heilbrigisráðherra eftir að reglugerð sem skyldaði alla til dvalar á sóttkvíarhóteli var dæmd ólögleg. Sóttvarnalæknir segir að grípa þurfi til allra aðgerða sem lög leyfi til að komoa í veg fyrir að covid 19 veiran sleppi inn í landið. Það sé lykillinn að afléttingu takmarkana innanlands.Vísir/Vilhelm „Við þurfum að reyna að bæta eftirlit með fólki sem er í sóttkví. Við þurfum að hafa skýrari kröfur og reglur um hvað húsnæðið þarf að uppfylla. Hvað fólk má gera og ekki gera í sóttkví. Svo þurfum við kannski að bæta eftirlitið á landamærum og fylgja því betur eftir hvort fólk er að fara í fullnægjandi húsnæði," segir Þórólfur Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur sett nýja reglugerð í þessum anda sem gildir til fyrsta maí. Auk þess leggur ráðherra til í bréfi til ríkissaksóknara að sektir fyrir brot á sóttvarnalögum verði hækkaðar umtalsvert og í öðru bréfi er lagt til við ríkislögreglustjóra að eftirlit með sóttkví verði hert. Reglur um heimasóttkví skilgreindar Heilbrigðisráðherra segir ekki útilokað að breyta þurfi sóttvarnalögum þrátt fyrir nýja reglugerð hennar.Vísir/Vilhelm „Nú gerum við ráð fyrir að það þurfi að uppfylla tiltekin skilyrði sem eru þröng til að kallast geti að vera í heimasóttkví. Ef þau eru ekki uppfyllt þurfi að vera í sóttkvíarhúsi,“ segir Svandís. Þetta hafi verið skoðaðmeð hliðsjón af dómi héraðsdóms og lagaumhverfisins. Fólk þarf aðvera eitt á sóttkvíarstaðen ef fleiri dvelji þar þurfi þeir að lúta öllum sömu skilyrðum og sásem er í sóttkví. Að öðrum kosti verði fólk að fara ásóttkvíarhótel. „Svo höfum við líka tekið ákvörðun um að falla frá gjaldtöku í sóttkvíarhótel og tryggja útiveru.“ Þannig að þú heldur að þetta rúmist innan lagarammans? „ Já ég hef verið fullvissuðum það af mínu fólki hér í ráðuneytinu," segir Svandís. Enn sé þó ekki útilokaðað breyta þurfi lögum „Ég held að viðþurfum að velta því fyrir okkur áfram næstu daga. Sjá hvernig þetta virkar. Þessi reglugerðtekur gildi núna á miðnætti þannig að við ættum að sjá áhrifin af þessum breytingum vonandi fljótt og vel," segir Svandís. Enginn stefnubreyting um veirufrítt Ísland Sóttvarnalæknir segir enga stefnubreytingu felast í þvíað stefnt sé aðveirulausu landi. Frá upphafi hafi markmiðiðverið að fletja kúrfuna. „Þá vissum við ekki hvað við gætum gert. Þá vissum við ekki hver árangurinn væri af okkar aðgerðum. Þegar við sáum að við gátum með aðgerðum haldið hér nánast veirufríu samfélagi þá að sjálfsögðu stefnum við að því. Það er það sem við höfum veriðað gera. Þess vegna erum við að reyna að aflétta aðgerðum innanlands eins og mögulegt er. En forsendan fyrir því er að við fáum ekki veiru inn í landið til að setja hér allt á kvolf," segir Þórólfur Guðnason.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Innlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira