Innlent

Hraunbreiðurnar úr gosunum þremur ná nú saman

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
„Nýju gossprungurnar sem mynduðust í gær, um kl. 12 á hádegi, eru um 700 m norðaustan við gosstöðvarnar, á Fagradalsfjallsheiðinni norðan við Geldingadali. Sprungurnar eru í heild um 200 m langar og eru í sömu stefnu og sprungur á fyrri gosstöðvum. Rauða línan táknar sprunguna sem opnaðist 19. mars,“ sagði á vef Veðurstofunnar í gær.
„Nýju gossprungurnar sem mynduðust í gær, um kl. 12 á hádegi, eru um 700 m norðaustan við gosstöðvarnar, á Fagradalsfjallsheiðinni norðan við Geldingadali. Sprungurnar eru í heild um 200 m langar og eru í sömu stefnu og sprungur á fyrri gosstöðvum. Rauða línan táknar sprunguna sem opnaðist 19. mars,“ sagði á vef Veðurstofunnar í gær.

„Það er ennþá gos,“ segir Bryndís Ýr Gísladóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, nú í morgunsárið en fátt annað sé að frétta af gosstöðvunum.

Gasmælir Veðurstofunnar á svæðinu er bilaður eins og er en Bryndís segir gasmengunarspána ennþá gilda, enda byggi hún á fleiri gögnum en koma frá honum. 

Í spánni, sem var birt um kl. 23 í gærkvöldi og gildir fram á miðnætti, segir að spáð sé norðaustan 10-15 m/s í dag og líklegt sé að gas mælist í Grindavík.

Veðurstofa greindi frá því í gærkvöldi að hraunbreiðurnar úr gosunum þremur í Fagradalsfjalli næðu nú saman.

„Hraun frá þriðja gosstaðnum sem opnaðist á miðnætti hefur runnið bæði til suðurs niður í Geldingadali og í norðaustur í áttina að gosopinu ofan við Meradali. Samfeld hraunbreiða er því á milli gosstaðanna þriggja sem í raun tilheyra einni og sömu gossprungunni yfir kvikuganginum við Fagradalsfjall,“ segir á vef Veðurstofunnar.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.