Erlent

Stöðva tímabundið bóluefnarannsóknir á börnum

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Breska lyfjastofnunin og Lyfjastofnun Evrópu rannsaka nú möguleg tengsl bóluefnisins og sjaldgæfra blóðtappa.
Breska lyfjastofnunin og Lyfjastofnun Evrópu rannsaka nú möguleg tengsl bóluefnisins og sjaldgæfra blóðtappa. AP/Matthias Schrader

Vísindamenn AstraZeneca og Oxford-háskóla hafa stöðvað tímabundið bólusetningar barna með bóluefni sínu gegn Covid-19. Ákveðið hefur verið að bíða á meðan breska lyfjastofnunin (MHRA) rannsakar tengsl bóluefnsisins við sjaldgæfa blóðtappa.

Andrew Pollard hjá Oxford-háskóla sagði ekkert hafa komið upp á í tengslum við rannsóknina sjálfa, heldur væri verið að bíða eftir meiri upplýsingum um blóðtappa sem hefðu verið tilkynntir hjá fullorðnum í kjölfar bólusetninga.

Um 300 börn á aldrinum sex til sautján ára höfðu verið skráð til þátttöku. Fyrrnefnd ákvörðun þýðir að engir fleiri skammtar verða gefnir fyrr en niðurstaða MHRA liggur fyrir.

Erlendir miðlar höfðu í gær eftir heimildarmanni hjá Lyfjastofnun Evrópu að svo virtist vera sem orsakatengsl væru á milli bóluefnisins frá AstraZeneca og umræddra blóðtappatilvika. Stofnunin hefur þó ekki lokið rannsóknum né gefið neitt út opinberlega um niðurstöður.

Um 31,6 milljónir Breta hafa fengið að minnsta kosti einn skammt af bóluefni, ýmist frá AstraZeneca eða Pfizer. Breskum yfirvöldum hafa borist 30 tilkynningar um blóðtappa í kjölfar bólusetningar, þar af létust sjö. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×