Þurfum að ná sömu markmiðum með öðrum hætti ef niðurstaðan verður staðfest Sunna Sæmundsdóttir skrifar 6. apríl 2021 18:36 Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra. vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðherra segir niðurstöðu héraðsdóms um sóttkvíarhótel vera vonbrigði en næstu skref verða ákveðin eftir úrskurð Landsréttar. Þingmaður Pírata í velferðarnefnd segir málið risa stórt klúður og ætlar ekki að samþykkja lagabreytingar sem gætu skotið stoðum undir fyrirkomulagið. Í úrskurði héraðsdóms segir að skyldusóttkvíin á Fosshótel, sem kveðið er á um í reglugerð, eigi sér ekki stoð í sóttvarnarlögum. Í lögum sé sóttvarnarhús skilgreint sem staður fyrir fólk sem eigi ekki í önnur hús að venda. Bent er á að kærandi eigi lögheimili á Íslandi og geti verið þar. Velferðarnefnd fundaði í dag um stöðuna sem upp er komin. Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata í nefndinni, telur að meðalhófs hafi ekki verið gætt. „Þetta er bara eitt risastórt klúður þessi reglugerð,“ segir hún. „Það skiptir gríðarlegu máli að við séum að hindra útbreiðslu veirunnar án þess að brjóta á réttindum fólks að óþörfu. Eftir þennan fund get ég ekki séð að við höfum fullrannsakað alla kosti, eða það er að segja vægari úrræði. Og til dæmis það að efla eftirlit eða skapa jákvæð hvata fyrir fólk að fara í sóttvarnarhús,; hvort það væri með dagpeningum eða öðru,“ segir Halldóra. Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata.vísir/Vilhelm Sóttvarnarlæknir hefur kært úrskurð héraðsdóms til Landsréttar. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, segir niðurstöðuna vonbrigði en að næstu skref verði ákveðin eftir úrskurð Landsréttar. „Við þurfum að skoða þetta allt í samhengi. Annars vegar lagagrundvöllurinn og regluverkið og hins vegar framkvæmdina varðandi sóttkví og landamærin. Markmiðið er að ná utan um smit og að þau breiðist ekki út í samfélaginu. Og við þurfum að huga að því, ef niðurstaðan er þannig, með hvaða hætti við náum þessum sömu markmiðum.“ Sóttvarnarlæknir skoraði í dag á stjórnvöld að treysta lagagrundvöllinn til þess að hægt verði að skylda fólk áfram í sóttkví. Ekki er einhugur um það á þingi. „Ég samþykki það ekki. Eða ég myndi ekki taka þátt í því. Ég myndi frekar vilja sjá okkur gæta meðalhófs og skoða aðrar aðgerðir fyrst, hvort það sé með öðrum hætti hægt að vinna bug á því að nokkrir aðilar séu að brjóta sóttkví,“ segir Halldóra Mogensen. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir kærði úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur til Landsréttar.vísir/Vilhelm Aðspurð um meðalhóf í þessum aðgerðum segist Svandís segist þó hafa gengið skemur en sóttvarnarlæknir lagði til. „Tillaga sóttvarnalæknis gengur til að byrja með út á að skoða hvort það sé hægt að að beita þessu úrræði á alla sem koma til landsins. Og þetta er okkar nálgun að fara þessa leið; að skylda þau sem hafa verið á hááhættusvæðum til þess að vera í sóttvarnarhúsi.“ Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar og formaður velferðarnefndar, sagði í dag að aðgerðir ríkisstjórnarinnar væru glannalegar. „Þegar það er hiti á málum er freistandi fyrir stjórnmálin að hoppa undir ljósið og hafa stór orð um stöðuna. En þegar viðfangsefnið er heimsfaraldur þurfum við að sýna ábyrgð og taka skrefin af yfirvegun og reyna að glíma við það innra með okkur sem stjórnmálafólk að fara ekki í gífuryrðin,“ segir Svandís aðspurð um gagnrýnina. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Fleiri fréttir Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Særð álft syndir með Seltirningum í lauginni Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Sjá meira
Í úrskurði héraðsdóms segir að skyldusóttkvíin á Fosshótel, sem kveðið er á um í reglugerð, eigi sér ekki stoð í sóttvarnarlögum. Í lögum sé sóttvarnarhús skilgreint sem staður fyrir fólk sem eigi ekki í önnur hús að venda. Bent er á að kærandi eigi lögheimili á Íslandi og geti verið þar. Velferðarnefnd fundaði í dag um stöðuna sem upp er komin. Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata í nefndinni, telur að meðalhófs hafi ekki verið gætt. „Þetta er bara eitt risastórt klúður þessi reglugerð,“ segir hún. „Það skiptir gríðarlegu máli að við séum að hindra útbreiðslu veirunnar án þess að brjóta á réttindum fólks að óþörfu. Eftir þennan fund get ég ekki séð að við höfum fullrannsakað alla kosti, eða það er að segja vægari úrræði. Og til dæmis það að efla eftirlit eða skapa jákvæð hvata fyrir fólk að fara í sóttvarnarhús,; hvort það væri með dagpeningum eða öðru,“ segir Halldóra. Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata.vísir/Vilhelm Sóttvarnarlæknir hefur kært úrskurð héraðsdóms til Landsréttar. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, segir niðurstöðuna vonbrigði en að næstu skref verði ákveðin eftir úrskurð Landsréttar. „Við þurfum að skoða þetta allt í samhengi. Annars vegar lagagrundvöllurinn og regluverkið og hins vegar framkvæmdina varðandi sóttkví og landamærin. Markmiðið er að ná utan um smit og að þau breiðist ekki út í samfélaginu. Og við þurfum að huga að því, ef niðurstaðan er þannig, með hvaða hætti við náum þessum sömu markmiðum.“ Sóttvarnarlæknir skoraði í dag á stjórnvöld að treysta lagagrundvöllinn til þess að hægt verði að skylda fólk áfram í sóttkví. Ekki er einhugur um það á þingi. „Ég samþykki það ekki. Eða ég myndi ekki taka þátt í því. Ég myndi frekar vilja sjá okkur gæta meðalhófs og skoða aðrar aðgerðir fyrst, hvort það sé með öðrum hætti hægt að vinna bug á því að nokkrir aðilar séu að brjóta sóttkví,“ segir Halldóra Mogensen. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir kærði úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur til Landsréttar.vísir/Vilhelm Aðspurð um meðalhóf í þessum aðgerðum segist Svandís segist þó hafa gengið skemur en sóttvarnarlæknir lagði til. „Tillaga sóttvarnalæknis gengur til að byrja með út á að skoða hvort það sé hægt að að beita þessu úrræði á alla sem koma til landsins. Og þetta er okkar nálgun að fara þessa leið; að skylda þau sem hafa verið á hááhættusvæðum til þess að vera í sóttvarnarhúsi.“ Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar og formaður velferðarnefndar, sagði í dag að aðgerðir ríkisstjórnarinnar væru glannalegar. „Þegar það er hiti á málum er freistandi fyrir stjórnmálin að hoppa undir ljósið og hafa stór orð um stöðuna. En þegar viðfangsefnið er heimsfaraldur þurfum við að sýna ábyrgð og taka skrefin af yfirvegun og reyna að glíma við það innra með okkur sem stjórnmálafólk að fara ekki í gífuryrðin,“ segir Svandís aðspurð um gagnrýnina.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Fleiri fréttir Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Særð álft syndir með Seltirningum í lauginni Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Sjá meira