Þurfum að ná sömu markmiðum með öðrum hætti ef niðurstaðan verður staðfest Sunna Sæmundsdóttir skrifar 6. apríl 2021 18:36 Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra. vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðherra segir niðurstöðu héraðsdóms um sóttkvíarhótel vera vonbrigði en næstu skref verða ákveðin eftir úrskurð Landsréttar. Þingmaður Pírata í velferðarnefnd segir málið risa stórt klúður og ætlar ekki að samþykkja lagabreytingar sem gætu skotið stoðum undir fyrirkomulagið. Í úrskurði héraðsdóms segir að skyldusóttkvíin á Fosshótel, sem kveðið er á um í reglugerð, eigi sér ekki stoð í sóttvarnarlögum. Í lögum sé sóttvarnarhús skilgreint sem staður fyrir fólk sem eigi ekki í önnur hús að venda. Bent er á að kærandi eigi lögheimili á Íslandi og geti verið þar. Velferðarnefnd fundaði í dag um stöðuna sem upp er komin. Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata í nefndinni, telur að meðalhófs hafi ekki verið gætt. „Þetta er bara eitt risastórt klúður þessi reglugerð,“ segir hún. „Það skiptir gríðarlegu máli að við séum að hindra útbreiðslu veirunnar án þess að brjóta á réttindum fólks að óþörfu. Eftir þennan fund get ég ekki séð að við höfum fullrannsakað alla kosti, eða það er að segja vægari úrræði. Og til dæmis það að efla eftirlit eða skapa jákvæð hvata fyrir fólk að fara í sóttvarnarhús,; hvort það væri með dagpeningum eða öðru,“ segir Halldóra. Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata.vísir/Vilhelm Sóttvarnarlæknir hefur kært úrskurð héraðsdóms til Landsréttar. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, segir niðurstöðuna vonbrigði en að næstu skref verði ákveðin eftir úrskurð Landsréttar. „Við þurfum að skoða þetta allt í samhengi. Annars vegar lagagrundvöllurinn og regluverkið og hins vegar framkvæmdina varðandi sóttkví og landamærin. Markmiðið er að ná utan um smit og að þau breiðist ekki út í samfélaginu. Og við þurfum að huga að því, ef niðurstaðan er þannig, með hvaða hætti við náum þessum sömu markmiðum.“ Sóttvarnarlæknir skoraði í dag á stjórnvöld að treysta lagagrundvöllinn til þess að hægt verði að skylda fólk áfram í sóttkví. Ekki er einhugur um það á þingi. „Ég samþykki það ekki. Eða ég myndi ekki taka þátt í því. Ég myndi frekar vilja sjá okkur gæta meðalhófs og skoða aðrar aðgerðir fyrst, hvort það sé með öðrum hætti hægt að vinna bug á því að nokkrir aðilar séu að brjóta sóttkví,“ segir Halldóra Mogensen. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir kærði úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur til Landsréttar.vísir/Vilhelm Aðspurð um meðalhóf í þessum aðgerðum segist Svandís segist þó hafa gengið skemur en sóttvarnarlæknir lagði til. „Tillaga sóttvarnalæknis gengur til að byrja með út á að skoða hvort það sé hægt að að beita þessu úrræði á alla sem koma til landsins. Og þetta er okkar nálgun að fara þessa leið; að skylda þau sem hafa verið á hááhættusvæðum til þess að vera í sóttvarnarhúsi.“ Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar og formaður velferðarnefndar, sagði í dag að aðgerðir ríkisstjórnarinnar væru glannalegar. „Þegar það er hiti á málum er freistandi fyrir stjórnmálin að hoppa undir ljósið og hafa stór orð um stöðuna. En þegar viðfangsefnið er heimsfaraldur þurfum við að sýna ábyrgð og taka skrefin af yfirvegun og reyna að glíma við það innra með okkur sem stjórnmálafólk að fara ekki í gífuryrðin,“ segir Svandís aðspurð um gagnrýnina. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Sjá meira
Í úrskurði héraðsdóms segir að skyldusóttkvíin á Fosshótel, sem kveðið er á um í reglugerð, eigi sér ekki stoð í sóttvarnarlögum. Í lögum sé sóttvarnarhús skilgreint sem staður fyrir fólk sem eigi ekki í önnur hús að venda. Bent er á að kærandi eigi lögheimili á Íslandi og geti verið þar. Velferðarnefnd fundaði í dag um stöðuna sem upp er komin. Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata í nefndinni, telur að meðalhófs hafi ekki verið gætt. „Þetta er bara eitt risastórt klúður þessi reglugerð,“ segir hún. „Það skiptir gríðarlegu máli að við séum að hindra útbreiðslu veirunnar án þess að brjóta á réttindum fólks að óþörfu. Eftir þennan fund get ég ekki séð að við höfum fullrannsakað alla kosti, eða það er að segja vægari úrræði. Og til dæmis það að efla eftirlit eða skapa jákvæð hvata fyrir fólk að fara í sóttvarnarhús,; hvort það væri með dagpeningum eða öðru,“ segir Halldóra. Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata.vísir/Vilhelm Sóttvarnarlæknir hefur kært úrskurð héraðsdóms til Landsréttar. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, segir niðurstöðuna vonbrigði en að næstu skref verði ákveðin eftir úrskurð Landsréttar. „Við þurfum að skoða þetta allt í samhengi. Annars vegar lagagrundvöllurinn og regluverkið og hins vegar framkvæmdina varðandi sóttkví og landamærin. Markmiðið er að ná utan um smit og að þau breiðist ekki út í samfélaginu. Og við þurfum að huga að því, ef niðurstaðan er þannig, með hvaða hætti við náum þessum sömu markmiðum.“ Sóttvarnarlæknir skoraði í dag á stjórnvöld að treysta lagagrundvöllinn til þess að hægt verði að skylda fólk áfram í sóttkví. Ekki er einhugur um það á þingi. „Ég samþykki það ekki. Eða ég myndi ekki taka þátt í því. Ég myndi frekar vilja sjá okkur gæta meðalhófs og skoða aðrar aðgerðir fyrst, hvort það sé með öðrum hætti hægt að vinna bug á því að nokkrir aðilar séu að brjóta sóttkví,“ segir Halldóra Mogensen. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir kærði úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur til Landsréttar.vísir/Vilhelm Aðspurð um meðalhóf í þessum aðgerðum segist Svandís segist þó hafa gengið skemur en sóttvarnarlæknir lagði til. „Tillaga sóttvarnalæknis gengur til að byrja með út á að skoða hvort það sé hægt að að beita þessu úrræði á alla sem koma til landsins. Og þetta er okkar nálgun að fara þessa leið; að skylda þau sem hafa verið á hááhættusvæðum til þess að vera í sóttvarnarhúsi.“ Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar og formaður velferðarnefndar, sagði í dag að aðgerðir ríkisstjórnarinnar væru glannalegar. „Þegar það er hiti á málum er freistandi fyrir stjórnmálin að hoppa undir ljósið og hafa stór orð um stöðuna. En þegar viðfangsefnið er heimsfaraldur þurfum við að sýna ábyrgð og taka skrefin af yfirvegun og reyna að glíma við það innra með okkur sem stjórnmálafólk að fara ekki í gífuryrðin,“ segir Svandís aðspurð um gagnrýnina.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Sjá meira