Leikmenn Tottenham við það að gefast upp á Mourinho Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. apríl 2021 23:00 Ummæli José eftir 2-2 jafnteflið gegn Newcastle fóru ekki vel í mannskapinn. EPA-EFE/Peter Powell Ummæli José Mourinho eftir 2-2 jafntefli Tottenham Hotspur gegn Newcastle United í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á sunnudag féllu í grýttan jarðveg hjá leikmönnum liðsins. Eru margir þeirra búnir að fá nóg af hegðun þjálfarans. Aðferðir Portúgalans eru ekki allra og virðist hann ekki ná því sama út úr leikmönnum í dag og hann gerði hér forðum daga. Mourinho var talinn með betri þjálfurum heims eftir að hafa gert Porto að Evrópumeisturum, unnið deildina tvívegis með Chelsea, þrennuna með Inter Milan og stöðvað magnað Barcelona-lið Pep Guardiola er hann þjálfaði Real Madrid. Nú er öldin önnur. Eftir að Tottenham missti enn og aftur unninn leik niður í jafntefli um helgina var José spurður af hverju lið hans – sem voru frábær í því að halda forystu hér áður fyrr – gætu það ekki lengur. Svar hans var einkar einfalt: „Sami þjálfarinn, aðrir leikmenn.“ Þetta ku hafa verið kornið sem fyllti mælinn. Hann hefur ítrekað gert lítið úr leikmönnum sínum og sagt að Tottenham sé ekki með nægilega gott lið til að enda í Meistaradeildarsæti. Þetta er gömul saga og ný en þegar José stýrði Manchester United fékk Luke Shaw reglulega að heyra það. Sami Luke Shaw og hefur unnið sér inn sæti í enska landsliðinu og verður að öllum líkindum vinstra megin í vörn liðsins á EM í sumar. Samkvæmt heimildum Telegraph hafa leikmenn einfaldlega fengið nóg. Þjálfarinn kennir öllum öðrum nema sjálfum sér um slæm úrslit. Tottenham stars are getting fed up with what they feel has become blame being shifted in their direction and away from Jose Mourinho for a series of underwhelming results | @matt_law_DT https://t.co/1rGdyWcbWV #THFC— Telegraph Sport (@TelegraphSport) April 6, 2021 Þá klóruðu blaðamenn sér í hausnum yfir því að Toby Alderweireld hafi ekki spilað gegn Newcastle á sunnudaginn var. Mourinho sagði að miðvörðurinn hefði ekki skilað sér til baka úr landsliðsverkefni Belgíu fyrr en á laugardag, degi fyrir leik. Hins vegar sýna myndir og myndbönd af æfingum Tottenam að Alderweireld hafi æft með liðinu fimmtudag, föstudag og laugardag. Daniel Levy, stjórnarformaður Tottenham, ákvað frekar að reka Pochettino heldur en að hrista upp í leikmannahópi liðsins. Hann þarf mögulega að taka aðra slíka ákvörðun bráðlega ef satt reynist og margir af leikmönnum liðsins séu búnir að fá nóg af þjálfara sínum. Talið er að Julian Nagelsmann, þjálfari RB Leipzig, sé efstur á blaði hjá Levy fari svo að hann ákveði að skipta um þjálfara. Hvort Nagelsmann hafi áhuga á starfinu er svo önnur saga. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Gestirnir geta veitt náðarhöggið Körfubolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Í beinni: Valur - Afturelding | Leikur upp á líf og dauða Handbolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Juventus-parið hætt saman Fótbolti Fleiri fréttir De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Sjá meira
Aðferðir Portúgalans eru ekki allra og virðist hann ekki ná því sama út úr leikmönnum í dag og hann gerði hér forðum daga. Mourinho var talinn með betri þjálfurum heims eftir að hafa gert Porto að Evrópumeisturum, unnið deildina tvívegis með Chelsea, þrennuna með Inter Milan og stöðvað magnað Barcelona-lið Pep Guardiola er hann þjálfaði Real Madrid. Nú er öldin önnur. Eftir að Tottenham missti enn og aftur unninn leik niður í jafntefli um helgina var José spurður af hverju lið hans – sem voru frábær í því að halda forystu hér áður fyrr – gætu það ekki lengur. Svar hans var einkar einfalt: „Sami þjálfarinn, aðrir leikmenn.“ Þetta ku hafa verið kornið sem fyllti mælinn. Hann hefur ítrekað gert lítið úr leikmönnum sínum og sagt að Tottenham sé ekki með nægilega gott lið til að enda í Meistaradeildarsæti. Þetta er gömul saga og ný en þegar José stýrði Manchester United fékk Luke Shaw reglulega að heyra það. Sami Luke Shaw og hefur unnið sér inn sæti í enska landsliðinu og verður að öllum líkindum vinstra megin í vörn liðsins á EM í sumar. Samkvæmt heimildum Telegraph hafa leikmenn einfaldlega fengið nóg. Þjálfarinn kennir öllum öðrum nema sjálfum sér um slæm úrslit. Tottenham stars are getting fed up with what they feel has become blame being shifted in their direction and away from Jose Mourinho for a series of underwhelming results | @matt_law_DT https://t.co/1rGdyWcbWV #THFC— Telegraph Sport (@TelegraphSport) April 6, 2021 Þá klóruðu blaðamenn sér í hausnum yfir því að Toby Alderweireld hafi ekki spilað gegn Newcastle á sunnudaginn var. Mourinho sagði að miðvörðurinn hefði ekki skilað sér til baka úr landsliðsverkefni Belgíu fyrr en á laugardag, degi fyrir leik. Hins vegar sýna myndir og myndbönd af æfingum Tottenam að Alderweireld hafi æft með liðinu fimmtudag, föstudag og laugardag. Daniel Levy, stjórnarformaður Tottenham, ákvað frekar að reka Pochettino heldur en að hrista upp í leikmannahópi liðsins. Hann þarf mögulega að taka aðra slíka ákvörðun bráðlega ef satt reynist og margir af leikmönnum liðsins séu búnir að fá nóg af þjálfara sínum. Talið er að Julian Nagelsmann, þjálfari RB Leipzig, sé efstur á blaði hjá Levy fari svo að hann ákveði að skipta um þjálfara. Hvort Nagelsmann hafi áhuga á starfinu er svo önnur saga.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Gestirnir geta veitt náðarhöggið Körfubolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Í beinni: Valur - Afturelding | Leikur upp á líf og dauða Handbolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Juventus-parið hætt saman Fótbolti Fleiri fréttir De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Sjá meira