Erlent

Netanjahú falið að mynda nýja stjórn

Atli Ísleifsson skrifar
Benjamín Netanjahú hefur leitt fimm ríkisstjórnir í landinu frá árinu 1996.
Benjamín Netanjahú hefur leitt fimm ríkisstjórnir í landinu frá árinu 1996. EPA/BIR SULTAN

Reuven Rivlin Ísraelsforseti hefur veitt Benjamín Netanjahú, starfandi forsætisráðherra landsins, umboð til að mynda nýja ríkisstjórn.

Rivlin segir svo gera jafnvel þó að hann telji engan vera með „raunhæfan möguleika að mynda ríkisstjórn sem njóti stuðnings [meirihluta] ísraelska þingsins.“

Þingkosningar fóru fram í Ísrael þann 23. mars, þær fjórðu á síðustu tveimur árum. Engin skýr niðurstaða fékkst í kosningunum frekar en þeim fyrri, en alls náðu nú þrettán flokkar mönnum á þing. Rivlin segir að Netanjahú hafi nú fjórar vikur til að setja saman samsteypustjórn. 

Netanjahú og Likud-flokkur hans fengu þrjátíu þingsæti af þeim 120 sem í boði eru. Helsti andstæðingur Netanjahú, Yair Lapid og miðjuflokkurinn Yesh Atid, fengu sautján þingsæti.

Netanjahú hefur í nógu að snúast þessa dagana, en auk þess að reyna að setja saman nýja stjórn kom forsætisráðherrann fyrir dómara í Jerúsalem í gær, en hann sætir nú ákæru fyrir mútubrot, fjársvik og embættisbrot. Hann neitar sök í málinu.

Netanjahú hefur leitt fimm ríkisstjórnir í landinu frá árinu 1996.


Tengdar fréttir

Stefnir í enn eitt þráteflið í Ísrael

Horfur eru á því að fylking hægriflokka undir forystu Benjamíns Netanjahú, forsætisráðherra, nái ekki meirihluta þingsæta í kosningunum sem fóru fram í Ísrael í gær. Jafnvel gæti svo farið að lítill flokkur arabískra íslamista verði í oddastöðu þegar endanlegar niðurstöður liggja fyrir.

Sak­sóknari segir Netanyahu hafa mis­beitt valdi sínu

Saksóknari í máli gegn Benjamin Netanyahu forsætisráðherra Ísrael segir hann hafa misbeitt valdi sínu með því að hafa þegið jákvæða umfjöllun frá fjölmiðlarisum í skiptum fyrir lagabreytingar sem voru þeim í hag. Forsætisráðherrann er einnig ákærður fyrir að hafa þegið gjafir í skiptum fyrir persónulega greiða fyrir valdamikla menn í viðskiptalífinu.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.