Vill vita hvort Svandís njóti áfram trausts Snorri Másson skrifar 6. apríl 2021 11:14 Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Miðflokksins, segir stjórnmálamenn ábyrga fyrir ólögmætri sóttkvíarskyldu. Vísir/Vilhelm Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Miðflokksins, telur að stjórnvöld þurfi að falla frá stefnu sinni um að skylda fólk til dvalar á sóttkvíarhóteli við komuna til landsins. Gunnar kallar eftir því að samstarfsflokkar Vinstri grænna í ríkisstjórn svari því hvort heilbrigðisráðherra njóti enn trausts, í kjölfar þess að héraðsdómur dæmdi sóttkvíarskyldu á hóteli ólögmæta í gær. Að mati Gunnars ætti að sæta lagi og breyta um stefnu í kjölfar dómsins. „Mér finnst það mjög langt gengið að skylda fólk til að vera í fangelsi. Ég held að við ættum ekki að fara þessa leið,“ segir Gunnar Bragi. „Með ólíkindum“ Reglugerðin sem hlaut ekki blessun dómstóls í gær var samþykkt í ríkisstjórn 30. mars. Málið var á vegum heilbrigðisráðherra en byggt á tillögum sóttvarnalæknis. „Klúðrið“ segir Gunnar Bragi að skrifist á ríkisstjórnina, en ekki embættismenn. „Það er með ólíkindum að fara fram með svona ráðstafanir án þess að hafa fyrir þeim lagastoð,“ segir Gunnar. „Heilbrigðisráðherra er búinn að klúðra þessum málum frá upphafi en að hún byggi ekki ákvarðanir á lögum kallar á að menn endurskoði svolítið hvort hún nýtur stuðnings samstarfsflokkanna. Við vitum að hún nýtur stuðnings forsætisráðherra en hvað með hina flokkana?“ spyr Gunnar. „Við hljótum að kalla eftir því hvort samstarfsflokkarnir bakki þessar aðgerðir upp og hvort hún njóti áfram trausts.“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur sagt að hann telji úrskurðinn vonbrigði fyrir íslenska þjóð, enda séu meiri líkur á að smit rati inn í samfélagið ef skyldudvalar á sóttkvíarhóteli nýtur ekki við. Fimm einstaklingar greindust á landamærunum í gær og fjórir innanlands, allir í sóttkví. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Fjórir greindust með veiruna innanlands Fjórir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og voru allir í sóttkví. Þetta kemur fram í uppfærðum tölum á Covid.is. Fimm greindust á landamærum, þar af greindust fjórir með virk smit í seinni skimun en beðið er niðurstöðu mótefnamælingar hjá þeim fimmta. 6. apríl 2021 10:50 Rýnt í úrskurðinn: Reglugerðin gekk lengra en lög heimiluðu Sóttvarnalæknir gekk lengra en sóttvarnalög heimiluðu með því að skikka fólk sem sannarlega hafði í hús að vernda hér á landi til að sæta fimm daga sóttkví í til þess gerðu sóttvarnarhúsi. Til þess skorti reglugerð heilbrigðisráðuneytisins lagastoð. 6. apríl 2021 01:05 Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Sjómenn mótmæla breytingum um samsköttun hjóna Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Erlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Fleiri fréttir Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum um samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Sjá meira
Gunnar kallar eftir því að samstarfsflokkar Vinstri grænna í ríkisstjórn svari því hvort heilbrigðisráðherra njóti enn trausts, í kjölfar þess að héraðsdómur dæmdi sóttkvíarskyldu á hóteli ólögmæta í gær. Að mati Gunnars ætti að sæta lagi og breyta um stefnu í kjölfar dómsins. „Mér finnst það mjög langt gengið að skylda fólk til að vera í fangelsi. Ég held að við ættum ekki að fara þessa leið,“ segir Gunnar Bragi. „Með ólíkindum“ Reglugerðin sem hlaut ekki blessun dómstóls í gær var samþykkt í ríkisstjórn 30. mars. Málið var á vegum heilbrigðisráðherra en byggt á tillögum sóttvarnalæknis. „Klúðrið“ segir Gunnar Bragi að skrifist á ríkisstjórnina, en ekki embættismenn. „Það er með ólíkindum að fara fram með svona ráðstafanir án þess að hafa fyrir þeim lagastoð,“ segir Gunnar. „Heilbrigðisráðherra er búinn að klúðra þessum málum frá upphafi en að hún byggi ekki ákvarðanir á lögum kallar á að menn endurskoði svolítið hvort hún nýtur stuðnings samstarfsflokkanna. Við vitum að hún nýtur stuðnings forsætisráðherra en hvað með hina flokkana?“ spyr Gunnar. „Við hljótum að kalla eftir því hvort samstarfsflokkarnir bakki þessar aðgerðir upp og hvort hún njóti áfram trausts.“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur sagt að hann telji úrskurðinn vonbrigði fyrir íslenska þjóð, enda séu meiri líkur á að smit rati inn í samfélagið ef skyldudvalar á sóttkvíarhóteli nýtur ekki við. Fimm einstaklingar greindust á landamærunum í gær og fjórir innanlands, allir í sóttkví.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Fjórir greindust með veiruna innanlands Fjórir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og voru allir í sóttkví. Þetta kemur fram í uppfærðum tölum á Covid.is. Fimm greindust á landamærum, þar af greindust fjórir með virk smit í seinni skimun en beðið er niðurstöðu mótefnamælingar hjá þeim fimmta. 6. apríl 2021 10:50 Rýnt í úrskurðinn: Reglugerðin gekk lengra en lög heimiluðu Sóttvarnalæknir gekk lengra en sóttvarnalög heimiluðu með því að skikka fólk sem sannarlega hafði í hús að vernda hér á landi til að sæta fimm daga sóttkví í til þess gerðu sóttvarnarhúsi. Til þess skorti reglugerð heilbrigðisráðuneytisins lagastoð. 6. apríl 2021 01:05 Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Sjómenn mótmæla breytingum um samsköttun hjóna Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Erlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Fleiri fréttir Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum um samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Sjá meira
Fjórir greindust með veiruna innanlands Fjórir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og voru allir í sóttkví. Þetta kemur fram í uppfærðum tölum á Covid.is. Fimm greindust á landamærum, þar af greindust fjórir með virk smit í seinni skimun en beðið er niðurstöðu mótefnamælingar hjá þeim fimmta. 6. apríl 2021 10:50
Rýnt í úrskurðinn: Reglugerðin gekk lengra en lög heimiluðu Sóttvarnalæknir gekk lengra en sóttvarnalög heimiluðu með því að skikka fólk sem sannarlega hafði í hús að vernda hér á landi til að sæta fimm daga sóttkví í til þess gerðu sóttvarnarhúsi. Til þess skorti reglugerð heilbrigðisráðuneytisins lagastoð. 6. apríl 2021 01:05