Weinstein áfrýjar kynferðisbrotadómum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 5. apríl 2021 20:43 Hinn 68 ára Harvey Weinstein var á síðasta ári dæmdur í 23 ára fangelsi fyrir nauðgun og kynferðisárás. Getty/Spencer Platt Lögmenn Harvey Weinstein, kvikmyndaframleiðanda sem dæmdur var fyrir kynferðisbrot og nauðgun, hafa áfrýjað dómunum. Weinstein segist ákveðinn í því að hreinsa mannorð sitt og segja lögmenn hans að dómarinn í málinu hafi gert alvarleg mistök sem leitt hafi til þess að Weinstein hafi ekki fengið sanngjörn réttarhöld. Rúmt ár er síðan Weinstein var sakfelldur fyrir fjölda kynferðisbrota og dæmdur í 23 ára fangelsi. Weinstein var ákærður fyrir kynferðisbrot gegn tveimur konum en sex konur sem segjast hafa verið fórnarlömb hans báru vitni í réttarhöldunum yfir honum. Tugir kvenna hafa stigið fram undanfarin ár og sakað Weinstein um kynferðisofbeldi eða áreitni. Lang flestar þeirra starfa eða störfuðu í kvikmyndageiranum í Hollywood og hefur fjöldi kvenna haldið því fram að erfitt hafi verið að komast áfram í Hollywood án þess að verða á vegi Weinstein. Hann hafi iðulega notfært sér valdastöðu sína til þess að brjóta á konum. Weinstein, sem lengi var einn valdamesti maður Hollywood, hefur ítrekað haldið fram sakleysi sínu. Lögmenn hans sögðu í réttarhöldunum í fyrra að kynferðislegt samband Weinstein og kvennanna sem hafa sakað hann um kynferðisbrot hafi verið með þeirra samþykki. MeToo Bandaríkin Mál Harvey Weinstein Tengdar fréttir Sautján milljónir dala úr þrotabúi og til fórnarlamba Dómari í Bandaríkjunum hefur úrskurðað að sautján milljónir dala skuli greiddar í miskabætur til fórnarlamba kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein sem sökuðu hann um kynferðislegt ofbeldi og áreitni. Upphæðin nemur 2,2 milljarðar íslenskra króna. 26. janúar 2021 07:37 Sex nýjar ákærur á hendur Weinstein Saksóknarinn Jackie Lacey tilkynnti í dag að sex nýjar ákærur yrðu gefnar út á hendur kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein. 2. október 2020 21:24 Weinstein greindur með kórónuveiruna Weinstein er nú í einangrun í Wende-öryggisfangelsinu í New York-ríki. 22. mars 2020 22:01 Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Fleiri fréttir Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Sjá meira
Weinstein segist ákveðinn í því að hreinsa mannorð sitt og segja lögmenn hans að dómarinn í málinu hafi gert alvarleg mistök sem leitt hafi til þess að Weinstein hafi ekki fengið sanngjörn réttarhöld. Rúmt ár er síðan Weinstein var sakfelldur fyrir fjölda kynferðisbrota og dæmdur í 23 ára fangelsi. Weinstein var ákærður fyrir kynferðisbrot gegn tveimur konum en sex konur sem segjast hafa verið fórnarlömb hans báru vitni í réttarhöldunum yfir honum. Tugir kvenna hafa stigið fram undanfarin ár og sakað Weinstein um kynferðisofbeldi eða áreitni. Lang flestar þeirra starfa eða störfuðu í kvikmyndageiranum í Hollywood og hefur fjöldi kvenna haldið því fram að erfitt hafi verið að komast áfram í Hollywood án þess að verða á vegi Weinstein. Hann hafi iðulega notfært sér valdastöðu sína til þess að brjóta á konum. Weinstein, sem lengi var einn valdamesti maður Hollywood, hefur ítrekað haldið fram sakleysi sínu. Lögmenn hans sögðu í réttarhöldunum í fyrra að kynferðislegt samband Weinstein og kvennanna sem hafa sakað hann um kynferðisbrot hafi verið með þeirra samþykki.
MeToo Bandaríkin Mál Harvey Weinstein Tengdar fréttir Sautján milljónir dala úr þrotabúi og til fórnarlamba Dómari í Bandaríkjunum hefur úrskurðað að sautján milljónir dala skuli greiddar í miskabætur til fórnarlamba kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein sem sökuðu hann um kynferðislegt ofbeldi og áreitni. Upphæðin nemur 2,2 milljarðar íslenskra króna. 26. janúar 2021 07:37 Sex nýjar ákærur á hendur Weinstein Saksóknarinn Jackie Lacey tilkynnti í dag að sex nýjar ákærur yrðu gefnar út á hendur kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein. 2. október 2020 21:24 Weinstein greindur með kórónuveiruna Weinstein er nú í einangrun í Wende-öryggisfangelsinu í New York-ríki. 22. mars 2020 22:01 Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Fleiri fréttir Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Sjá meira
Sautján milljónir dala úr þrotabúi og til fórnarlamba Dómari í Bandaríkjunum hefur úrskurðað að sautján milljónir dala skuli greiddar í miskabætur til fórnarlamba kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein sem sökuðu hann um kynferðislegt ofbeldi og áreitni. Upphæðin nemur 2,2 milljarðar íslenskra króna. 26. janúar 2021 07:37
Sex nýjar ákærur á hendur Weinstein Saksóknarinn Jackie Lacey tilkynnti í dag að sex nýjar ákærur yrðu gefnar út á hendur kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein. 2. október 2020 21:24
Weinstein greindur með kórónuveiruna Weinstein er nú í einangrun í Wende-öryggisfangelsinu í New York-ríki. 22. mars 2020 22:01