Enski boltinn

Herða öryggis­gæsluna í kringum Sol­skjær eftir æsta að­dá­endur

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ole á hliðarlínunni í sigrinum á Brighton í gær en hann er með United í öðru sæti deildarinnar.
Ole á hliðarlínunni í sigrinum á Brighton í gær en hann er með United í öðru sæti deildarinnar. Matthew Peters/Getty

Manchester United er að skoða öryggisgæsluna í kringum stjórann Ole Gunnar Solskjær eftir atvik sem átti sér stað um helgina.

Daily Mail greinir frá þessu en Manchester United vann 2-1 endurkomusigur á Brighton um helgina. Marcus Rashford og Mason Greenwood tryggðu United sigurinn.

Þegar sá norski var að yfirgefa Lowry hótelið í gær, þar sem United heldur til fyrir heimaleiki, var æstur aðdáandi mættur á tröppurnar að biðja um eigindaráritun frá honum.

Solskjær komst út í bílinn sinn að endingu en það endaði ekki betur en svo að hann var eltur af öðrum bíl. Þegar hann stöðvaði á umferðaljósum var bankað á gluggann hjá Ole.

United segir að þetta sé einskiptisatburður en tekur þó engar áhættur og mun fylgjast enn frekar með ferðum Norðmannsins á næstunni.

Félög á Englandi hafa hugað að öryggisgæslu í kringum leikmenn og þjálfara eftir að brotist var inn til Robin Olsen, samherja Gylfa Sigurðssonar, á dögunum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.