Enski boltinn

„Eru heppnir að leik­vangurinn er tómur“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Frá leik Newcastle og Tottenham á tómum St. James' Park í gær.
Frá leik Newcastle og Tottenham á tómum St. James' Park í gær. Stu Forster/Getty Images

Graeme Souness, sparkspekingur Sky Sports, segir að leikmenn og þjálfarar Newcastle séu stálhepnir að það séu engir áhorfendur á leikjum liðsins þessar vikurnar.

Newcastle er í mikilli fallbaráttu og síðasta leiknum fyrir landsleikjahléið töpuðu þeir 3-0 gegn öðru liði í fallbaráttunni, Brighton.

Það skánaði ekki umtalið um Steve Bruce og lærisveina hans í norðrinu en Souness var í settinu hjá Sky Sports fyrir leik Newcastle gegn Tottenham í gær.

„Það er pressa á Newcastle og réttilega. Þeir hafa ekki staðið sig, ekki náð í nægilega mörg stig og ég held að þetta sé áhyggjuefni fyrir Newcastle stuðningsmenn,“ sagði Souness.

„Ef þú horfir á leikinn þeirra gegn Brighton þá var engin barátta. Þeir eru í harðir baráttu og þú verður að ná í einhver stig því ef þú ert alltaf að spila undir pressu og þarft að vinna þá bregðast sumir leikmenn illa við.“

„Og það sem bjargar þeim, hafandi starfað fyrir þetta félag, þá eru þeir heppnir að leikvangurinn er tómur. Áhorfendurnir myndu ekki hika við að láta í sér heyra varðandi þessi vonbrigði,“ bætti Souness við.

Newcastle gerði 2-2 jafntefli við Tottenham í gær. Heimamenn komust yfir snemma leiks en Tottenham svaraði með tveimur mörkum. Newcastle bjargaði svo stigi í síðari hálfleik.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.