Fótbolti

Ís­lendingarnir byrjuðu báðir í sigri CSKA

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Hörður Björgvin Magnússon og Arnór Sigurðsson hafa verið liðsfélagar hjá CSKA Moskvu síðustu ár.
Hörður Björgvin Magnússon og Arnór Sigurðsson hafa verið liðsfélagar hjá CSKA Moskvu síðustu ár. VÍSIR/GETTY

CSKA Moskva vann Tambov 2-1 á útivelli í rússnesku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Öll mörk leiksins komu úr vítaspyrnum.

Hörður Björgvin Magnúsdóttir og Arnór Sigurðsson voru báðir í byrjunarliði CSKA en Hörður Björgvin var tekinn af velli þegar 20 mínútur voru til leiksloka.

Artem Arkhipov kom Tambov yfir á 16. mínútu en Nikola Vlašić jafnaði metin tíu mínútum síðar og staðan því 1-1 í hálfleik. Salomón Rondón kom CSKA yfir þegar sjö mínútur voru liðnar af síðari hálfleik og staðan orðin 2-1 gestunum í vil.

Vlašić fékk tækifæri til að gulltryggja sigurinn á 64. mínútu þegar CSKA fékk sína þriðja vítaspyrnu. Hún fór forgörðum en gestirnir héldu út og unnu 2-1 sigur.

CSKA er nú í 4. sæti deildarinnar með 43 stig eftir 24 leiki. Lokomotiv Moskva er í 3. sæti, einnig með 43 stig og Spartak Moskva er svo með stigi meira í 2. sæti. Zenit St. Pétursborg trónir á toppnum með 48 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×