Hvorki heimild né vilji til þess að hindra för fólks Sylvía Hall skrifar 4. apríl 2021 14:14 Fyrstu gestir sóttkvíarhótelsins komu á fimmtudag. Einhverjir gestir hafa þó ákveðið að bera skyldudvöl sína undir dómstóla og einn hefur yfirgefið hótelið. Vísir/Arnar Ein tilkynning hefur verið send til lögreglu vegna einstaklings sem ákvað að yfirgefa sóttkvíarhótelið í Þórunnartúni, þar sem fólki er gert að dvelja eftir komuna til landsins. Það heyrir til undantekninga að fólk vilji yfirgefa hótelið að sögn upplýsingafulltrúa Rauða krossins, sem segir heilt yfir hafa gengið mjög vel að taka á móti gestum. Þessa stundina eru 216 gestir á sóttkvíarhótelinu og segir Gunnlaugur Bragi Björnsson upplýsingafulltrúi að flestir sýni stöðunni skilning. „Okkar hlutverk er fyrst og fremst að tryggja að fólk hafi það sæmilegt hér á meðan það þarf að dvelja hérna.“ Líkt og áður hefur verið greint frá eru ekki allir allskostar sáttir við það að þurfa að dvelja á hótelinu. Í dag verða teknar fyrir kærur í Héraðsdómi Reykjavíkur frá gestum sem krefjast þess að taka út sóttkvína heima hjá sér. Gunnlaugur segir engan hindra för fólks, kjósi það að yfirgefa hótelið. Starfsfólki sé þó skylt að tilkynna slíkt til lögreglu. „Starfsfólk Rauða krossins hefur hvorki heimild né vilja til að hindra för fólks, það er annarra að gera það. Okkar fólk mun alltaf reyna að upplýsa gesti um að þeim sé ráðlagt að vera og það að fara sé brot á sóttkví og þar með sóttvarnalögum en það mun ekki hindra för fólks.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Kröfur vegna sóttkvíarhótels teknar fyrir í dag Tvær af þremur kröfum sem voru væntanlegar hafa borist Héraðsdómi Reykjavíkur og líklegt þykir að fyrirtaka í málunum verði eftir hádegi í dag. Þetta staðfestir Lárentsínus Kristjánsson héraðsdómari í samtali við fréttastofu. 4. apríl 2021 10:22 Segir mæðgurnar beittar ólögmætri nauðungarvistun Lögmaður konu sem dvelur nú á sóttkvíarhótelinu í Þórunnartúni segir að um ólögmæta nauðungarvistun sé að ræða og hún geri kröfu um að fá að vera í sóttkví á heimili sínu. 3. apríl 2021 23:06 Hyggst ekki endurskoða umdeilda reglugerð um sóttkvíarhótel Heilbrigðisráðherra segir það ekki koma til greina eins og er að endurskoða reglugerð sína um takmarkanir á landamærum. Reglugerðin sem tók gildi síðasta fimmtudag skyldar alla sem koma til landsins frá hááhættusvæðum til að dvelja í sóttkví eða í einangrun í sóttvarnahúsi. 3. apríl 2021 21:34 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sjá meira
Þessa stundina eru 216 gestir á sóttkvíarhótelinu og segir Gunnlaugur Bragi Björnsson upplýsingafulltrúi að flestir sýni stöðunni skilning. „Okkar hlutverk er fyrst og fremst að tryggja að fólk hafi það sæmilegt hér á meðan það þarf að dvelja hérna.“ Líkt og áður hefur verið greint frá eru ekki allir allskostar sáttir við það að þurfa að dvelja á hótelinu. Í dag verða teknar fyrir kærur í Héraðsdómi Reykjavíkur frá gestum sem krefjast þess að taka út sóttkvína heima hjá sér. Gunnlaugur segir engan hindra för fólks, kjósi það að yfirgefa hótelið. Starfsfólki sé þó skylt að tilkynna slíkt til lögreglu. „Starfsfólk Rauða krossins hefur hvorki heimild né vilja til að hindra för fólks, það er annarra að gera það. Okkar fólk mun alltaf reyna að upplýsa gesti um að þeim sé ráðlagt að vera og það að fara sé brot á sóttkví og þar með sóttvarnalögum en það mun ekki hindra för fólks.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Kröfur vegna sóttkvíarhótels teknar fyrir í dag Tvær af þremur kröfum sem voru væntanlegar hafa borist Héraðsdómi Reykjavíkur og líklegt þykir að fyrirtaka í málunum verði eftir hádegi í dag. Þetta staðfestir Lárentsínus Kristjánsson héraðsdómari í samtali við fréttastofu. 4. apríl 2021 10:22 Segir mæðgurnar beittar ólögmætri nauðungarvistun Lögmaður konu sem dvelur nú á sóttkvíarhótelinu í Þórunnartúni segir að um ólögmæta nauðungarvistun sé að ræða og hún geri kröfu um að fá að vera í sóttkví á heimili sínu. 3. apríl 2021 23:06 Hyggst ekki endurskoða umdeilda reglugerð um sóttkvíarhótel Heilbrigðisráðherra segir það ekki koma til greina eins og er að endurskoða reglugerð sína um takmarkanir á landamærum. Reglugerðin sem tók gildi síðasta fimmtudag skyldar alla sem koma til landsins frá hááhættusvæðum til að dvelja í sóttkví eða í einangrun í sóttvarnahúsi. 3. apríl 2021 21:34 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sjá meira
Kröfur vegna sóttkvíarhótels teknar fyrir í dag Tvær af þremur kröfum sem voru væntanlegar hafa borist Héraðsdómi Reykjavíkur og líklegt þykir að fyrirtaka í málunum verði eftir hádegi í dag. Þetta staðfestir Lárentsínus Kristjánsson héraðsdómari í samtali við fréttastofu. 4. apríl 2021 10:22
Segir mæðgurnar beittar ólögmætri nauðungarvistun Lögmaður konu sem dvelur nú á sóttkvíarhótelinu í Þórunnartúni segir að um ólögmæta nauðungarvistun sé að ræða og hún geri kröfu um að fá að vera í sóttkví á heimili sínu. 3. apríl 2021 23:06
Hyggst ekki endurskoða umdeilda reglugerð um sóttkvíarhótel Heilbrigðisráðherra segir það ekki koma til greina eins og er að endurskoða reglugerð sína um takmarkanir á landamærum. Reglugerðin sem tók gildi síðasta fimmtudag skyldar alla sem koma til landsins frá hááhættusvæðum til að dvelja í sóttkví eða í einangrun í sóttvarnahúsi. 3. apríl 2021 21:34