Hyggst ekki endurskoða umdeilda reglugerð um sóttkvíarhótel Eiður Þór Árnason skrifar 3. apríl 2021 21:34 Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðherra segir það ekki koma til greina eins og er að endurskoða reglugerð sína um takmarkanir á landamærum. Reglugerðin sem tók gildi síðasta fimmtudag skyldar alla sem koma til landsins frá hááhættusvæðum til að dvelja í sóttkví eða í einangrun í sóttvarnahúsi. Ákvæðið hefur reynst umdeilt og hafa þrír gestir sóttkvíarhótelsins í Þórunnartúni leitað réttar síns. Vilja þeir meðal annars láta reyna á það hvort stjórnvöldum hafi verið heimilt að neyða þá til dvalar í sóttkvíarhóteli þegar þeir gátu verið sóttkví í eigin húsnæði. Von er á að kröfugerð Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis til Héraðsdóms Reykjavíkur í kvöld vegna málanna. Byggi á traustum lagagrunni Svandís Svavarsdóttir bregst við gagnrýninni í samtali við Fréttablaðið en hún hefur ekki gefið kost á viðtali þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir fréttastofu í dag. Í frétt blaðsins er haft eftir Svandísi að hún hafi ekki séð neitt að svo stöddu sem kalli á endurskoðun reglugerðarinnar. „Ég held að það sé mikilvægt að fólk gleymi því ekki um hvað þetta snýst. Þetta snýst um heimsfaraldur og að ná tökum á heimsfaraldri og koma í veg fyrir útbreiðslu hans.“ Aðspurð um þær efasemdir sem sumir hafa haft um að ákvæðið eigi sér stoð í lögum segir Svandís að ráðuneytið telji reglugerðina byggja á traustum lagagrunni. Segir úrræðið nauðungarvistun Jón Magnússon, lögmaður konu, sem dvelur nú á sóttkvíarhótelinu kallaði úrræðið nauðungarvistun í samtali við fréttastofu fyrr í dag. Konan sem fór erlendis ásamt þrettán ára dóttur sinni til að vera viðstödd jarðarför hefur gert kröfu um að fá að taka út sóttkví á heimili sínu. Jón telur að ný reglugerð heilbrigðisráðherra byggi á veikri lagastoð þar sem gildandi sóttvarnalög heimili stjórnvöldum einungis að skylda fólk í sóttvarnahús þegar einstaklingar hafi ekki önnur úrræði. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur verið boðuð á fund velferðarnefndar vegna efasemda nokkurra þingmanna um lögmæti sóttkvíarhótelsins. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Dvelur á sóttkvíarhóteli á Íslandi og aftur í Noregi eftir nokkra daga Það er svolítið hart að mega ekki fara út, segir kona sem dvelur á sóttkvíarhótelinu við Þórunnartún. Hún segir ekkert væsa um sig en hefði þó frekar verið til í að verja sóttkvínni á heimili sínu í Hafnarfirði. Hún mun þurfa að fara aftur á sóttkvíarhóteli þegar hún fer aftur heim til Noregs. 3. apríl 2021 19:00 Von á kröfugerð sóttvarnalæknis í kvöld vegna kærumála Von er á að kröfugerð Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis til Héraðsdóms Reykjavíkur í kvöld en þrír hafa nú lagt fram kröfu til dómsins um að ekki sé heimilt að halda þeim í sóttkvíarhótelinu við Þórunnartún. 3. apríl 2021 17:42 Sóttkvíarhótelið enginn lúxus: „Maður upplifir innilokunarkennd og þetta er skrítið“ Dagarnir hafa aldrei verið jafn lengi að líða og erfiðast er að komast ekkert út segir Eva Björk Benediktsdóttir, íþróttafréttakona á RÚV, sem er ein þeirra sem nú dvelja á sóttkvíarhótelinu við Þórunnartún. Eva Björk kom til landsins 1. apríl eftir að hafa fylgt U21 karlalandsliði Íslands í knattspyrnu sem spilaði leik á Evrópumótinu í Ungverjalandi í síðustu viku. 3. apríl 2021 15:48 Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Fleiri fréttir Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Sjá meira
Ákvæðið hefur reynst umdeilt og hafa þrír gestir sóttkvíarhótelsins í Þórunnartúni leitað réttar síns. Vilja þeir meðal annars láta reyna á það hvort stjórnvöldum hafi verið heimilt að neyða þá til dvalar í sóttkvíarhóteli þegar þeir gátu verið sóttkví í eigin húsnæði. Von er á að kröfugerð Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis til Héraðsdóms Reykjavíkur í kvöld vegna málanna. Byggi á traustum lagagrunni Svandís Svavarsdóttir bregst við gagnrýninni í samtali við Fréttablaðið en hún hefur ekki gefið kost á viðtali þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir fréttastofu í dag. Í frétt blaðsins er haft eftir Svandísi að hún hafi ekki séð neitt að svo stöddu sem kalli á endurskoðun reglugerðarinnar. „Ég held að það sé mikilvægt að fólk gleymi því ekki um hvað þetta snýst. Þetta snýst um heimsfaraldur og að ná tökum á heimsfaraldri og koma í veg fyrir útbreiðslu hans.“ Aðspurð um þær efasemdir sem sumir hafa haft um að ákvæðið eigi sér stoð í lögum segir Svandís að ráðuneytið telji reglugerðina byggja á traustum lagagrunni. Segir úrræðið nauðungarvistun Jón Magnússon, lögmaður konu, sem dvelur nú á sóttkvíarhótelinu kallaði úrræðið nauðungarvistun í samtali við fréttastofu fyrr í dag. Konan sem fór erlendis ásamt þrettán ára dóttur sinni til að vera viðstödd jarðarför hefur gert kröfu um að fá að taka út sóttkví á heimili sínu. Jón telur að ný reglugerð heilbrigðisráðherra byggi á veikri lagastoð þar sem gildandi sóttvarnalög heimili stjórnvöldum einungis að skylda fólk í sóttvarnahús þegar einstaklingar hafi ekki önnur úrræði. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur verið boðuð á fund velferðarnefndar vegna efasemda nokkurra þingmanna um lögmæti sóttkvíarhótelsins.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Dvelur á sóttkvíarhóteli á Íslandi og aftur í Noregi eftir nokkra daga Það er svolítið hart að mega ekki fara út, segir kona sem dvelur á sóttkvíarhótelinu við Þórunnartún. Hún segir ekkert væsa um sig en hefði þó frekar verið til í að verja sóttkvínni á heimili sínu í Hafnarfirði. Hún mun þurfa að fara aftur á sóttkvíarhóteli þegar hún fer aftur heim til Noregs. 3. apríl 2021 19:00 Von á kröfugerð sóttvarnalæknis í kvöld vegna kærumála Von er á að kröfugerð Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis til Héraðsdóms Reykjavíkur í kvöld en þrír hafa nú lagt fram kröfu til dómsins um að ekki sé heimilt að halda þeim í sóttkvíarhótelinu við Þórunnartún. 3. apríl 2021 17:42 Sóttkvíarhótelið enginn lúxus: „Maður upplifir innilokunarkennd og þetta er skrítið“ Dagarnir hafa aldrei verið jafn lengi að líða og erfiðast er að komast ekkert út segir Eva Björk Benediktsdóttir, íþróttafréttakona á RÚV, sem er ein þeirra sem nú dvelja á sóttkvíarhótelinu við Þórunnartún. Eva Björk kom til landsins 1. apríl eftir að hafa fylgt U21 karlalandsliði Íslands í knattspyrnu sem spilaði leik á Evrópumótinu í Ungverjalandi í síðustu viku. 3. apríl 2021 15:48 Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Fleiri fréttir Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Sjá meira
Dvelur á sóttkvíarhóteli á Íslandi og aftur í Noregi eftir nokkra daga Það er svolítið hart að mega ekki fara út, segir kona sem dvelur á sóttkvíarhótelinu við Þórunnartún. Hún segir ekkert væsa um sig en hefði þó frekar verið til í að verja sóttkvínni á heimili sínu í Hafnarfirði. Hún mun þurfa að fara aftur á sóttkvíarhóteli þegar hún fer aftur heim til Noregs. 3. apríl 2021 19:00
Von á kröfugerð sóttvarnalæknis í kvöld vegna kærumála Von er á að kröfugerð Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis til Héraðsdóms Reykjavíkur í kvöld en þrír hafa nú lagt fram kröfu til dómsins um að ekki sé heimilt að halda þeim í sóttkvíarhótelinu við Þórunnartún. 3. apríl 2021 17:42
Sóttkvíarhótelið enginn lúxus: „Maður upplifir innilokunarkennd og þetta er skrítið“ Dagarnir hafa aldrei verið jafn lengi að líða og erfiðast er að komast ekkert út segir Eva Björk Benediktsdóttir, íþróttafréttakona á RÚV, sem er ein þeirra sem nú dvelja á sóttkvíarhótelinu við Þórunnartún. Eva Björk kom til landsins 1. apríl eftir að hafa fylgt U21 karlalandsliði Íslands í knattspyrnu sem spilaði leik á Evrópumótinu í Ungverjalandi í síðustu viku. 3. apríl 2021 15:48
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent