Innlent

Kröfur vegna sótt­kvíar­hótels teknar fyrir í dag

Sylvía Hall skrifar
Tvær af þremur kröfum höfðu borist Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 
Tvær af þremur kröfum höfðu borist Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun.  Vísir/Vilhelm

Tvær af þremur kröfum sem voru væntanlegar hafa borist Héraðsdómi Reykjavíkur og líklegt þykir að fyrirtaka í málunum verði eftir hádegi í dag. Þetta staðfestir Lárentsínus Kristjánsson héraðsdómari í samtali við fréttastofu.

Kærurnar þrjár eru lagðar fram af gestum hótelsins sem krefjast þess að fá að taka út sóttkvína heima. Lögum samkvæmt ber sóttvarnalækni að sækja málið fyrir dómi.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur skilað inn kröfugerð sinni og krefst hann þess að ákvörðun um sóttkví á hótelinu verði staðfest. Greint var frá því í gær að Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sæi ekki ástæðu til þess að breyta reglugerðinni þar sem hún teldi traustan lagagrundvöll fyrir henni.

Ekki eru þó allir sáttir við dvölina á sóttkvíarhótelinu.

Í samtali við fréttastofu í gær sagði Jón Magnússon, lögmaður konu sem dvelur nú á sóttkvíarhótelinu, að um ólögmæta nauðungarvistun sé að ræða. Konan krefðist þess að fá að taka út sína sóttkví á heimili sínu

„Í fyrsta lagi þarf fólk sem kemur til landsins að fara í sýnatöku og síðan á viðkomandi engan annan kost en að vera keyrður í rútu og vera á þessum stað. Það má ekki fara út af þessum stað svo það liggur alveg ljóst fyrir að þarna eru um nauðungarvistun að ræða,“ segir Jón, aðspurður hvort nauðungarvistun væri réttnefni.


Tengdar fréttir

Sumir lagt á flótta á meðan aðrir djamma

Dæmi eru um að fólk hafi lagt á flótta úr sóttkvíarhótelinu við Þórunnartún. Óánægju virðist gæta á meðal gesta og hafa tveir lagt fram kæru til héraðsdóms. Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.