Liðstjórinn lætur fara vel um sig á sóttkvíarhóteli með skyrbúst og enska boltann Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 3. apríl 2021 14:21 Fyrstu gestir sóttkvíarhótelsins komu á fimmtudag. U21 landsliðsteymi karla í knattspyrnu eyðir nú páskunum þar. Liðstjórinn er jákvæður. Vísir/Arnar Liðstjóri U21 karlalandsliðsins í knattspyrnu er meðal þeirra sem gistir á sóttkvíarhótelinu um páskanna. Hann heldur úti stuttri dagbók um veru sína á Facebook og ætlar að njóta enska boltans í dag. U21 árs landsliðsteymi Íslands er á meðal þeirra sem hafa dvalið síðustu daga á sóttkvíarhótelinu Fosshóteli eftir að liðið spilaði á Evrópumótinu í Ungverjalandi í síðustu viku. Þrátt fyrir að þjálfari liðsins virtist allt annað en sáttur með veruna á Twitter hefur liðstjórinn Ágúst Valsson lýst yfir á Facebook að hann ætli að taka þetta á jákvæðu nótunum. Hann lýsir örstuttum göngutúrum í gær. Þá er hann hæst ánægður með að fá skyrboost í dag og ætlar svo að eyða deginum í Enska boltann. Þó tekur hann fram að það verði engin útivera leyfð í dag. Nú dvelja 165 manns á sóttkvíarhótelinu við Þórunnartún í Reykjavík. Hertar aðgerðir á landamærunum tóku gildi í fyrradag en þá var farþegum sem koma frá svokölluðum dökkrauðum löndum gert að dvelja á hótelinu en talsvert færri eru á hótelinu en búist var við, því langflestir afbókuðu ferð sína eftir að reglur um skyldusóttkví á hótelinu tóku gildi. Tveir gestir hótelsins hafa greinst með kórónuveirusmit og báðir verið fluttir í farsóttahús. Efasemdir hafa verið uppi um lögmæti sóttkvíarhótelsins en Gunnlaugur Bragi Björnsson, upplýsingafulltrúi Rauða krossins, segir langflesta hafa tekið dvöl sinni á hótelinu með skilningi. Dagur 2 Enski boltinn í allan dag love it Hádegishressing í boði theskyrfactory Hlakka til kvöldmatarins ps. engin útivera í dag Posted by Gústi Vals on Saturday, April 3, 2021 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Allt annað en sáttur við páskadvöl á sóttvarnahótelinu Þjálfari í 21 árs landsliðsteymi Íslands er ekki par ánægður með að þurfa að dúsa í sóttvarnarhúsi yfir páskana. Leiguvél Icelandair með karlaliðin, A-liðið og 21 árs liðið, lenti á Keflavíkurflugvelli í kvöld. Hlutskipti leikmanna, þjálfara, starfsfólks og fjölmiðlamanna voru æði ólík við komuna eftir því hvoru teyminu fólk tilheyrði. 2. apríl 2021 00:59 Sumir lagt á flótta á meðan aðrir djamma Dæmi eru um að fólk hafi lagt á flótta úr sóttkvíarhótelinu við Þórunnartún. Óánægju virðist gæta á meðal gesta og hafa tveir lagt fram kæru til héraðsdóms. 3. apríl 2021 12:16 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Fleiri fréttir Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Sjá meira
U21 árs landsliðsteymi Íslands er á meðal þeirra sem hafa dvalið síðustu daga á sóttkvíarhótelinu Fosshóteli eftir að liðið spilaði á Evrópumótinu í Ungverjalandi í síðustu viku. Þrátt fyrir að þjálfari liðsins virtist allt annað en sáttur með veruna á Twitter hefur liðstjórinn Ágúst Valsson lýst yfir á Facebook að hann ætli að taka þetta á jákvæðu nótunum. Hann lýsir örstuttum göngutúrum í gær. Þá er hann hæst ánægður með að fá skyrboost í dag og ætlar svo að eyða deginum í Enska boltann. Þó tekur hann fram að það verði engin útivera leyfð í dag. Nú dvelja 165 manns á sóttkvíarhótelinu við Þórunnartún í Reykjavík. Hertar aðgerðir á landamærunum tóku gildi í fyrradag en þá var farþegum sem koma frá svokölluðum dökkrauðum löndum gert að dvelja á hótelinu en talsvert færri eru á hótelinu en búist var við, því langflestir afbókuðu ferð sína eftir að reglur um skyldusóttkví á hótelinu tóku gildi. Tveir gestir hótelsins hafa greinst með kórónuveirusmit og báðir verið fluttir í farsóttahús. Efasemdir hafa verið uppi um lögmæti sóttkvíarhótelsins en Gunnlaugur Bragi Björnsson, upplýsingafulltrúi Rauða krossins, segir langflesta hafa tekið dvöl sinni á hótelinu með skilningi. Dagur 2 Enski boltinn í allan dag love it Hádegishressing í boði theskyrfactory Hlakka til kvöldmatarins ps. engin útivera í dag Posted by Gústi Vals on Saturday, April 3, 2021
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Allt annað en sáttur við páskadvöl á sóttvarnahótelinu Þjálfari í 21 árs landsliðsteymi Íslands er ekki par ánægður með að þurfa að dúsa í sóttvarnarhúsi yfir páskana. Leiguvél Icelandair með karlaliðin, A-liðið og 21 árs liðið, lenti á Keflavíkurflugvelli í kvöld. Hlutskipti leikmanna, þjálfara, starfsfólks og fjölmiðlamanna voru æði ólík við komuna eftir því hvoru teyminu fólk tilheyrði. 2. apríl 2021 00:59 Sumir lagt á flótta á meðan aðrir djamma Dæmi eru um að fólk hafi lagt á flótta úr sóttkvíarhótelinu við Þórunnartún. Óánægju virðist gæta á meðal gesta og hafa tveir lagt fram kæru til héraðsdóms. 3. apríl 2021 12:16 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Fleiri fréttir Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Sjá meira
Allt annað en sáttur við páskadvöl á sóttvarnahótelinu Þjálfari í 21 árs landsliðsteymi Íslands er ekki par ánægður með að þurfa að dúsa í sóttvarnarhúsi yfir páskana. Leiguvél Icelandair með karlaliðin, A-liðið og 21 árs liðið, lenti á Keflavíkurflugvelli í kvöld. Hlutskipti leikmanna, þjálfara, starfsfólks og fjölmiðlamanna voru æði ólík við komuna eftir því hvoru teyminu fólk tilheyrði. 2. apríl 2021 00:59
Sumir lagt á flótta á meðan aðrir djamma Dæmi eru um að fólk hafi lagt á flótta úr sóttkvíarhótelinu við Þórunnartún. Óánægju virðist gæta á meðal gesta og hafa tveir lagt fram kæru til héraðsdóms. 3. apríl 2021 12:16