Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Frettir-hadegis_1080x720

Hundrað og tuttugu manns dvöldu í sóttkvíarhótelinu við Þórunnartún í nótt. Útlit er fyrir að langflestir hafi afbókað ferð sína til landsins því viðbúið var að ríflega sex hundruð manns yrðu þar í nótt. Við ræðum við umsjónarmann sóttkvíarhússins í hádegisfréttum Bylgjunnar.

Þá segjum við einnig frá því að þingflokksformaður Pírata telur óvíst að sóttkvíarhótelin standist lög, og hefur farið fram á að velferðarnefnd Alþingis komi saman í páskahléi vegna málsins.

Í Samhjálp er búist við fjölmenni nú um páskana, en daglega koma þangað allt að 200 manns í hádegismat.

Og gott veður er við gosstöðvarnar í Geldingadölum og fyrstu gestir mættu þangað upp úr klukkan fimm í morgun.

Þetta og margt fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.