Sýndu nýjar myndir af handtöku Floyds Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. apríl 2021 07:59 Skjáskot úr myndbandi úr búkmyndavél eins lögreglumannsins. Court TV/AP Ákæruvaldið í réttarhöldunum yfir Derek Chauvin, fyrrverandi lögreglumanninum sem ákærður hefur verið fyrir að hafa banað George Floyd þegar hann kraup á hálsi hans í meira en níu mínútur, sýndi kviðdómi í gær myndbönd af handtöku og dauða Floyds sem tekin voru á búkmyndavélar lögreglumanna á vettvangi. Í myndböndum, sem höfðu ekki verið gerð opinber, sjást samskipti lögreglunnar og Floyds, meðal annars þegar sá síðarnefndi er kominn inn í lögreglubíl og segist ekki vera vondur maður. Myndskeið úr búkmyndavélum þriggja lögreglumanna, þeirra Thomas Lane, J Alexander Kueng og Tou Thao voru sýnd, en búkmyndavél Chauvins féll til jarðar við handtökuna og sýndi því ekkert myndefni, aðeins hljóð, að því er fram kemur hjá breska ríkisútvarpinu. Í einu myndskeiðanna má sjá og heyra þegar Floyd, sem er á þeim tímapunkti kominn í handjárn, biður lögreglumennina um að skjóta sig ekki. Hann segist ekki vera að streitast á móti og kveðst vera tilbúinn að gera allt sem lögreglan segir honum að gera. Þá sést þegar lögreglumennirnir reyna að koma Floyd inn í lögreglubílinn og hann streitist á móti og kveðst vera með innilokunarkennd og kvíða. Floyd var síðar dreginn út úr lögreglubílnum og tekinn tökum þar sem hann lá á götunni. Þá heyrist þegar vegfarendur byrja að kalla eftir því við lögregluna að hætta að halda Floyd niðri og kanna hvort hann sé með hjartslátt. Ætla að sýna fram á aðra dánarorsök Réttarhöldin yfir Chauvin hófust í vikunni og hafa vakið mikla athygli, bæði í Bandaríkjunum og víðar. Dauði George Floyd olli mótmælaöldu víða um heim, þar sem mótmælendur kröfðust þess að lögregla hætti að drepa svart, óvopnað fólk og kölluðu eftir því að dregið yrði úr himinháum fjárútlátum til bandarískra lögreglusveita. Verjendur Chauvins virðast ætla að sýna fram á að dánarorsök Floyds, sem lést 25. maí á síðasta ári, hafi verið allt önnur en sú staðreynd að Chauvin kraup á hálsi hans í níu mínútur og 29 sekúndur. Hafa þeir haldið því fram við kviðdóminn að hjartasjúkdómur Floyds, í bland við meinta fíkniefnaneyslu, hafi valdið dauða hans. Þá byggja verjendur einnig á því að hegðun vitna að dauða Floyds hafi verið ógnandi við lögreglumenn á vettvangi. Því hafa vitni sem leidd hafa verið fyrir dóminn hafnað. Bandaríkin Dauði George Floyd Tengdar fréttir Lýsti því hvernig Floyd grátbað um að lífi hans yrði þyrmt Darnella Frazier, unglingsstúlkan sem tók myndband af George Floyd á meðan lögregluþjónninn Derek Chauvin þrýsti hné sínu að hálsi hans með þeim afleiðingum að Floyd lést, segir að hann hafi grátbeðið um að lífi sínu yrði þyrmt. 31. mars 2021 08:55 „Derek Chauvin sveik skjöld sinn“ Saksóknarar og verjendur í máli bandaríska fyrrum lögreglumannsins Dereks Chauvin, sem er ákærður fyrir morðið á George Floyd, fluttu upphafsræður sínar fyrir kviðdómi í Minneapolis í dag. Réttarhöldin yfir Chauvin eru hafin, tíu mánuðum eftir að Floyd lést þegar Chauvin kraup á hálsi hans í meira en níu mínútur. 29. mars 2021 23:23 Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Sjá meira
Í myndböndum, sem höfðu ekki verið gerð opinber, sjást samskipti lögreglunnar og Floyds, meðal annars þegar sá síðarnefndi er kominn inn í lögreglubíl og segist ekki vera vondur maður. Myndskeið úr búkmyndavélum þriggja lögreglumanna, þeirra Thomas Lane, J Alexander Kueng og Tou Thao voru sýnd, en búkmyndavél Chauvins féll til jarðar við handtökuna og sýndi því ekkert myndefni, aðeins hljóð, að því er fram kemur hjá breska ríkisútvarpinu. Í einu myndskeiðanna má sjá og heyra þegar Floyd, sem er á þeim tímapunkti kominn í handjárn, biður lögreglumennina um að skjóta sig ekki. Hann segist ekki vera að streitast á móti og kveðst vera tilbúinn að gera allt sem lögreglan segir honum að gera. Þá sést þegar lögreglumennirnir reyna að koma Floyd inn í lögreglubílinn og hann streitist á móti og kveðst vera með innilokunarkennd og kvíða. Floyd var síðar dreginn út úr lögreglubílnum og tekinn tökum þar sem hann lá á götunni. Þá heyrist þegar vegfarendur byrja að kalla eftir því við lögregluna að hætta að halda Floyd niðri og kanna hvort hann sé með hjartslátt. Ætla að sýna fram á aðra dánarorsök Réttarhöldin yfir Chauvin hófust í vikunni og hafa vakið mikla athygli, bæði í Bandaríkjunum og víðar. Dauði George Floyd olli mótmælaöldu víða um heim, þar sem mótmælendur kröfðust þess að lögregla hætti að drepa svart, óvopnað fólk og kölluðu eftir því að dregið yrði úr himinháum fjárútlátum til bandarískra lögreglusveita. Verjendur Chauvins virðast ætla að sýna fram á að dánarorsök Floyds, sem lést 25. maí á síðasta ári, hafi verið allt önnur en sú staðreynd að Chauvin kraup á hálsi hans í níu mínútur og 29 sekúndur. Hafa þeir haldið því fram við kviðdóminn að hjartasjúkdómur Floyds, í bland við meinta fíkniefnaneyslu, hafi valdið dauða hans. Þá byggja verjendur einnig á því að hegðun vitna að dauða Floyds hafi verið ógnandi við lögreglumenn á vettvangi. Því hafa vitni sem leidd hafa verið fyrir dóminn hafnað.
Bandaríkin Dauði George Floyd Tengdar fréttir Lýsti því hvernig Floyd grátbað um að lífi hans yrði þyrmt Darnella Frazier, unglingsstúlkan sem tók myndband af George Floyd á meðan lögregluþjónninn Derek Chauvin þrýsti hné sínu að hálsi hans með þeim afleiðingum að Floyd lést, segir að hann hafi grátbeðið um að lífi sínu yrði þyrmt. 31. mars 2021 08:55 „Derek Chauvin sveik skjöld sinn“ Saksóknarar og verjendur í máli bandaríska fyrrum lögreglumannsins Dereks Chauvin, sem er ákærður fyrir morðið á George Floyd, fluttu upphafsræður sínar fyrir kviðdómi í Minneapolis í dag. Réttarhöldin yfir Chauvin eru hafin, tíu mánuðum eftir að Floyd lést þegar Chauvin kraup á hálsi hans í meira en níu mínútur. 29. mars 2021 23:23 Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Sjá meira
Lýsti því hvernig Floyd grátbað um að lífi hans yrði þyrmt Darnella Frazier, unglingsstúlkan sem tók myndband af George Floyd á meðan lögregluþjónninn Derek Chauvin þrýsti hné sínu að hálsi hans með þeim afleiðingum að Floyd lést, segir að hann hafi grátbeðið um að lífi sínu yrði þyrmt. 31. mars 2021 08:55
„Derek Chauvin sveik skjöld sinn“ Saksóknarar og verjendur í máli bandaríska fyrrum lögreglumannsins Dereks Chauvin, sem er ákærður fyrir morðið á George Floyd, fluttu upphafsræður sínar fyrir kviðdómi í Minneapolis í dag. Réttarhöldin yfir Chauvin eru hafin, tíu mánuðum eftir að Floyd lést þegar Chauvin kraup á hálsi hans í meira en níu mínútur. 29. mars 2021 23:23