Ræða grímuskyldu við gosstöðvarnar Kjartan Kjartansson skrifar 31. mars 2021 18:43 Fjölmennt hefur verið við eldgosið í Geldingadölum. Almannavarnir hvetja fólk ekki til að fara á svæðið en biðja þá sem það gera um að huga að sóttvörnum. Vísir/Vilhelm Almannavarnir skoða nú hvort tekin verði upp grímuskylda við gosstöðvarnar í Geldingadölum. Tugir þúsunda manna hafa lagt leið sína að gosinu undanfarna viku en engin grunur hefur komið upp um að kórónuveira hafi smitast á milli fólks þar enn sem komið er. Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, sagði að rætt hafi verið á vettvangi almannavarna hvort að taka bæri upp grímuskyldu í stað þess að gefa út tilmæli um sóttvarnir á gosstöðvunum í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Engin ákvörðun hafi þó verið tekin ennþá. „Allavegana þannig að fólk noti grímur þegar það er nálægt öðru fólki,“ sagði hann um mögulega grímuskyldu. Hátt í 24.000 manns hafa heimsótt gossvæðið undanfarna sjö daga samkvæmt teljara Ferðamálastofu. Rögnvaldur sagði að ekki hafi ennþá komið upp grunur um smit í Geldingadölum. Enginn sem er í sóttkví eða einangrun vegna kórónuveirunnar sé þar vegna tengingar við gosstöðvarnar. Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn.Vísir/Vilhelm Líklegasta smithættan á svæðinu taldi Rögnvaldur vera ef fólk stæði þétt saman og gætti ekki að fjarlægð. Töluvert hefur verið rætt um smithættu af reipum sem hefur verið komið upp í brekkum á gönguleiðinni. Rögnvaldur sagði almannavarnir hvetja fólk til að nota hanska og spritta hendur fyrir og eftir að það notar reipin. „Margir hafa talað um að best væri að taka reipin í burtu en við vitum líka að reipin hefur forðað slysum þarna. Nóg er nú samt um slys. Það er töluvert um að það þurfi að aðstoða fólk sem er að detta eða misstíga sig og þess háttar,“ sagði Rögnvaldur. Viðbúið er að umferð verði áfram mikil um gosstöðvarnar um páskana. Tekin hefur verið ákvörðun um að opna svæðið klukkan sex á morgnana og loka því aftur klukkan sex síðdegis. Rögnvaldur sagði að ef öngþveiti skapist á svæðinu líkt og gerðist í gær þegar bílastæði fylltust í bílaröð náði í gegnum Grindavík verði svæðinu lokað fyrr á daginn. Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Ferðamennska á Íslandi Almannavarnir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Breyttur opnunartími að eldgosinu í Geldingadölum: „Við getum ekki vaktað þetta svona lengi“ Ákveðið hefur verið að breyta opnunartíma að gosstöðvunum í Geldingadölum til þess að koma í veg fyrir umferðaröngþveiti og til þess að auka öryggi þeirra sem gosstöðvarnar sækja. Dæmi eru um að fólk sem beðið hafi í bílum sínum í allt að þrjár klukkustundir eftir að komast inn á svæðið í gær hafi verið snúið frá þegar svæðinu var lokað. 31. mars 2021 11:51 „Fjarstæðukennt er fyrir flesta að hefja gosgöngu í Grindavík“ Opnað verður fyrir umferð að gosstöðvum klukkan sex að morgni fram yfir páska, að því gefnu að það viðri vel til útivistar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum sem minnir einnig á að sóttvarnalæknir hefur hvatt fólk til að fara ekki að gosinu vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. 31. mars 2021 09:39 Röð bíla klýfur Grindavík í tvennt: Lokað fyrir umferð að gosstöðvunum tímabundið Ákveðið hefur verið að loka fyrir umferð að eldstöðinni í Geldingadali tímabundið og óvíst er hvort að opnað verði aftur í kvöld. Gríðarleg bílaröð hefur myndast frá bílastæðum við upphaf gönguleiðarinnar og í gegnum Grindavík. 30. mars 2021 17:56 Mest lesið Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fleiri fréttir Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Sjá meira
Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, sagði að rætt hafi verið á vettvangi almannavarna hvort að taka bæri upp grímuskyldu í stað þess að gefa út tilmæli um sóttvarnir á gosstöðvunum í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Engin ákvörðun hafi þó verið tekin ennþá. „Allavegana þannig að fólk noti grímur þegar það er nálægt öðru fólki,“ sagði hann um mögulega grímuskyldu. Hátt í 24.000 manns hafa heimsótt gossvæðið undanfarna sjö daga samkvæmt teljara Ferðamálastofu. Rögnvaldur sagði að ekki hafi ennþá komið upp grunur um smit í Geldingadölum. Enginn sem er í sóttkví eða einangrun vegna kórónuveirunnar sé þar vegna tengingar við gosstöðvarnar. Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn.Vísir/Vilhelm Líklegasta smithættan á svæðinu taldi Rögnvaldur vera ef fólk stæði þétt saman og gætti ekki að fjarlægð. Töluvert hefur verið rætt um smithættu af reipum sem hefur verið komið upp í brekkum á gönguleiðinni. Rögnvaldur sagði almannavarnir hvetja fólk til að nota hanska og spritta hendur fyrir og eftir að það notar reipin. „Margir hafa talað um að best væri að taka reipin í burtu en við vitum líka að reipin hefur forðað slysum þarna. Nóg er nú samt um slys. Það er töluvert um að það þurfi að aðstoða fólk sem er að detta eða misstíga sig og þess háttar,“ sagði Rögnvaldur. Viðbúið er að umferð verði áfram mikil um gosstöðvarnar um páskana. Tekin hefur verið ákvörðun um að opna svæðið klukkan sex á morgnana og loka því aftur klukkan sex síðdegis. Rögnvaldur sagði að ef öngþveiti skapist á svæðinu líkt og gerðist í gær þegar bílastæði fylltust í bílaröð náði í gegnum Grindavík verði svæðinu lokað fyrr á daginn.
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Ferðamennska á Íslandi Almannavarnir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Breyttur opnunartími að eldgosinu í Geldingadölum: „Við getum ekki vaktað þetta svona lengi“ Ákveðið hefur verið að breyta opnunartíma að gosstöðvunum í Geldingadölum til þess að koma í veg fyrir umferðaröngþveiti og til þess að auka öryggi þeirra sem gosstöðvarnar sækja. Dæmi eru um að fólk sem beðið hafi í bílum sínum í allt að þrjár klukkustundir eftir að komast inn á svæðið í gær hafi verið snúið frá þegar svæðinu var lokað. 31. mars 2021 11:51 „Fjarstæðukennt er fyrir flesta að hefja gosgöngu í Grindavík“ Opnað verður fyrir umferð að gosstöðvum klukkan sex að morgni fram yfir páska, að því gefnu að það viðri vel til útivistar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum sem minnir einnig á að sóttvarnalæknir hefur hvatt fólk til að fara ekki að gosinu vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. 31. mars 2021 09:39 Röð bíla klýfur Grindavík í tvennt: Lokað fyrir umferð að gosstöðvunum tímabundið Ákveðið hefur verið að loka fyrir umferð að eldstöðinni í Geldingadali tímabundið og óvíst er hvort að opnað verði aftur í kvöld. Gríðarleg bílaröð hefur myndast frá bílastæðum við upphaf gönguleiðarinnar og í gegnum Grindavík. 30. mars 2021 17:56 Mest lesið Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fleiri fréttir Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Sjá meira
Breyttur opnunartími að eldgosinu í Geldingadölum: „Við getum ekki vaktað þetta svona lengi“ Ákveðið hefur verið að breyta opnunartíma að gosstöðvunum í Geldingadölum til þess að koma í veg fyrir umferðaröngþveiti og til þess að auka öryggi þeirra sem gosstöðvarnar sækja. Dæmi eru um að fólk sem beðið hafi í bílum sínum í allt að þrjár klukkustundir eftir að komast inn á svæðið í gær hafi verið snúið frá þegar svæðinu var lokað. 31. mars 2021 11:51
„Fjarstæðukennt er fyrir flesta að hefja gosgöngu í Grindavík“ Opnað verður fyrir umferð að gosstöðvum klukkan sex að morgni fram yfir páska, að því gefnu að það viðri vel til útivistar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum sem minnir einnig á að sóttvarnalæknir hefur hvatt fólk til að fara ekki að gosinu vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. 31. mars 2021 09:39
Röð bíla klýfur Grindavík í tvennt: Lokað fyrir umferð að gosstöðvunum tímabundið Ákveðið hefur verið að loka fyrir umferð að eldstöðinni í Geldingadali tímabundið og óvíst er hvort að opnað verði aftur í kvöld. Gríðarleg bílaröð hefur myndast frá bílastæðum við upphaf gönguleiðarinnar og í gegnum Grindavík. 30. mars 2021 17:56